Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þessi gamli bær

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Þá er vetur kongur gengin í garð rétt eina ferðina enn. Skil ekki af hverju hann getur ekki sleppt því svona einu sinni Cool Er voða lítið fyrir þennan árstíma þótt svo að ég sé fædd að vetri til held að það hljóti að hafa verið misskilningur Tounge Annars er þetta bara gott er byrjuð að hlakka til komandi sumars og fer að telja niður fyrir það. Grin Lífið hérna suður með sjó gengur sinn vanagang lítið breytt dagarnir svo líkir hver öðrum vinna læra sofa...... kannski breytist það einhvern tíman. Er að fara í smá vetrarfrí sem mér finnst nú ekki voða leiðinlegt enda getur maður stundum orðið þreyttur á að vinna og gera ekki neitt Grin Bara að vinna læra vera húsmóðir amma mamma eiginkona frænka dóttir vinkona þetta er ekki svo mikið verk Tounge nema ef hægt væri að bæta nokkrum klukkutímum við sólarhringinn og hafa sumar allan ársins hring þá væri ég svo svakalega ánægð Grin Núna styttis í að yngsti sonurinn og næst elsta barnabarnið eigi afmæli en það er núna næstkomandi laugardag 27 nóv en þá eru 19 ár síðan að litli prinsinn minn fæddist hérna í þessu gamla bæ okkar Wink Prinsessan fæddist aftur á móti í Los Angeles og býr núna í Las Vegas svo hún er langt í burtu frá okkur en við sjáum hana reglulega þegar við tölum við þau í tölvunni í gegn um skype það er bara snilld Grin Langað bara að láta frá mér heyra og segja að allir eiga að vera þeir sjálfir koma fram við aðra eins og þeir vilja láta koma fram við sig. Kveð í bili. HJ


Haustið að koma :)

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Ekki er hægt að segja að maður bloggi eins og þeir hörðustu ónei. Jæja en svona er þetta bara stundum er ekkert sem hægt er að skrifa um allt snýst núna bara um að vera virkur á facebook. Þar eru allir eða í það minnsta margir og segja frá sínu daglega lífi ætli nokkur sé orðið lengur að blogga nema með nokkura mánaða fresti eins og ég  Blush En sumarið leið allt of hratt eins og venjulega skil þetta bara ekki. Fór nú reyndar nokkrar ferðir norður yfir heiðar. Fyrst var það brúðkaup litla bróður síðan smá tiltekt hjá okkur systrunum hjá mömmu og pabba og síðan en ekki síst var svo þriðja ferðin til að halda upp á afmæli pabba sem varð 80 ára og mamma fékk að fljóta með en hún varð 75 ára. Veislan var alveg frábær góðar veitingar Wink og skemmtiatriðin ekki síðri enda heimatilbúin Grin Veislustjórar voru Telma frænka og Palli bróðir en þeim finnst nú ekki leiðinlegt að tala og vera í sviðsljósinu Grin Jæja en þetta var virkilega gaman. Fórum svo víðar í Vaglaskóg hitti þar kæra vinkonu mína einnig brugðum við okkur í strætó en æskuvinkona mín var að keyra strætó í sumar svo við fórum útsýnisferð með henni og einnig kíktum við á kaffihús Happy Önnur vinkona mín sem býr þarna kom í kaffi og áttum við yndislega stundir saman takk stelpur Heart Brugðum undir okkur betri fætinum og fórum á fiskidaginn mikla á Dalvík hitti þar buns að fólki og gamlar vinkonur var frábært að vera þar Cool Einnig var haldið til Siglufjarðar að hitta ættingja einginmannsins fórum ásamt systur hans mökum og börnum fengum frábærar móttökur og ekki skemmdi veðrið fyrir okkur Cool Heimsóknir til ættingja og matarboð voru nátturulega á boðstólnum enda fækkaði ekki kílóunum í þessari ferð það er nokkuð ljóst Angry Passaði svo barnabarið hann Ivan Freyr í viku á meðan leikskólinn hans var í frí og mamma að vinna við fórum víðar og áttum yndislegan tíma saman Heart Jæja strákarnir fóru með í tvær ferðir norður og held ég að þeir hafi átt góðan tíma þar. Annars er af þeim að frétta að þessir duglegu drengir mínir eru í skóla og vinna með honum hörkustrákar á ferð Grin Við hjónin fórum í eina útilegu gistum í gömlu góðu tjaldborgar tjaldi á laugarvatni í þessu líka flotta mæjorka veðri Cool Fórum svo reyndar í nokkrar dagsferðir hingað og þangað aðallega þangað Grin En núna þegar hausta tekur verður hversdagsleikinn aftur og lífið fer í nokkuð fastar skorður vinna læra sofa og eta Tounge Mætti reyndar sleppa því að éta enda sést það alveg á manni Tounge Vona bara að veturinn verði góður með bóngóblíðu og helst litlum sem engum snjó og líði jafn hratt og sumarið leið hjá þá verður stutt að bíða eftir næsta sumri Cool læt nú þessu rugli og bulli lokið í bili og kveð HJ


Sumarfrí

Góða kvöldið  góðir hálsar Sleeping

Jæja þá er maður loksins komin í langþráð sumarfrí Cool Annars hefur verið nóg að gera brá mér norður fyrir heiðar á gamlar æskuslóðir um hvítasunnuhelgina en þá var brúkaup hjá yngsta bróðir mínum honum Jóa Mar hann gifstist ástinni sinni henni Björg falleg athöfn sem haldin var í Lögmannshlíðarkirkju og veislan svo í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli var margt um mannin og yndislegt að vera hitta ættingja og vini Kissing Eftir hvítasunnuhelgina komu svo mamma.pabbi Anna systir og Ragnar til Reykjavíkur og dvöldu þar í nokkra daga og eyddi ég nokkrum dögum með þeim í búðarráp og fleira hitti svo vinkonu mína að norðan dóttir hennar og barnabarn sem var bara gaman Kissing Við fórum svo í Kjósina til Dóra bró og Ingu ásamt mömmu pabba Önnu og Ragnari grilluðum saman horfðum á Evrovision skemmtileg stund með þeim og höfðingar heim að sækja Kissing Síðan lá leið mín á jurtanámskeið sem tekur hug minn allan núna svo í sumar verð ég úti í móa að týna jurtir og gera krem og seyði ekki leiðinlegt það nei Tounge Um síðustu helgi brugðum við okkur hjónin svo í dagsferð um suðurlandið fórum á Þingvelli Laugarás Þjórsárdal sem við stoppuðum hjá stínu mágkonu og Eysteini þar var grillað og spjallað í góðu yfirlæti síðan lá leiðin heim komið við á Selfossi og Eyrarbakka keyrt svo um þrengslin heim týndi smá af jurtum á leiðinni sem ég er búin að búa til seyði úr til drykkjar meinhollur skratti Tounge En um næstu helgi eiga svo tvö af börnunum mínum afmæli Aníta verður 28 ár og Ævar 20 ára á laugardaginn mikið líður nú tíminn hratt Tounge Ævar ætlar að bjóða til grillveislu ásamt Lilju kærustu sinni og Aníta heldur upp á sitt líka en svo um kvöldið ætlum við amma og afi að leyfa Ivani að gista hjá okkur í tilefni dagsins og njóta þess að vera með guttanum okkar Kissing En svona í tilefni dagsins í dag en núna eru sumarsólstöður eru nákvæmlega 7 ár síðan hún amma mín elskulega Anna Ólafsdóttir lést minning hennar er ljós í lífi mínu Heart Læt þetta nú gott heita í bili og kveð. HJ


Jibíjei jibjibííjei

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Jæja þá er komin þriðjudagur og mánudagurinn búin því lík speki ha Tounge Gærdagurinn fór meira og minna í að sitja við tölvuna frá kl 9-15 en ég var að taka lokapróf í félagsfræði og viti menn náði en veit ekki strax lokaeinkunn hjúkk Blush Ekki gæti ég hugsað mér að vinna við það að sitja allan daginn við tölvuna var orðin ekki smá þreytt tók mér reyndar smá pásu til að næra mig. Nú styttist í minn uppáhaldstíma sem er sumarið held að það sé á næsta leyti alla vega komið brum á trén og páskaliljurnar í blóma ekki seinna vænna enda páskarnir búnir fyrir nokkru. Joyful Er búin að setja nokkrar kryddjurtir í potta hérna inni hjá mér og bíð spennt eftir að sjá hvað kemur skildi koma krydd eða hvað Grin alla vega ekki í baukum haha. Myndavélin mín er búin að syngja sitt síðasta svo lítið verður um myndir hérna inni en hver veit læt aðra um það sem eru líka miklu betir myndasmiðir en ég og með flottar græjur kíki reglulega inn hjá honum en þeir sem ekki átta sig á um hver ég er að tala þá heitir hann Páll Jóhannesson og er stóri bróðir minn enda á ég bara einn minni Tounge Alla vega á hæðina held ég slá þeim öllum út hvað varðar hina hliðina á stærðinni Grin En svona er nú bara Ísland í dag alla vega hér á suðurnesjum. Þótt að hlutirnir fari ekki alltaf á þann veg sem við óskum eftir er bara eitt til ráða að halda brosinu það skilar sér til baka með tímanum Wink Langar ekki að tala um sorgina hún knýr dyra hjá öllu einhvern tímann en stundum kannski miklu fyrr en fólk reiknar með alla vega þegar ungt fólk í blóma lífsins er tekið burtu en þá sitja vonandi eftir góðar minningar sem fólk ætti að njóta og hugsa vel um hvert annað. Nú styttist í að sumarfrí fari að bresta á hjá manni og ferðaáætlun sumarsins verður hérna á suðvesturhorninu aðallega enda margir fallegir staðir sem hægt er að sækja heim.FootinMouth Hygg reyndar á að fara tvær ferðir út á land. Svo nú er um að gera fara taka fram tjaldið frá Seglagerðinni Ægir og athuga hvort það séu til vindsængur og dót til að hella upp á kaffi og þá er maður tilbúinn fyrir sumarið. Grin Jæja læt nú mínum hugrenningum lokið í bili og kveð. HJ


Já sæll

Góðan daginn góðir hálsar Sleeping

Það er óhætt að segja að bloggið hefur setið á hakanum síðustu mánuði hjá mér Tounge Það er alltaf sama sagan að afsaka sig og segja að það sé engin tími til en það er bara hvít lygi Tounge Héðan er allt gott að frétta allir sprækir og hressir svo ekki sé meira sagt Grin Yngsta barnabarið er búið að fá nafn en ekki búið að skýra hann Róbert Hilmar á hann að heita kappinn sá orðin frægur lék í síðasta þættinum af Rétti sem sýndur var á stöð 2 síðasta sunnudagskvöld flottur þar Grin Og svona til að upplýsa um hlutverk hans lék hann nýfæddan sták og var sjálfur bara 8 daga gamall Heart Sumarið er komið alla vega á dagatalinu með sínum yndislegu randaflugum mér til mikillar ánægju eða þannig Devil Annars er gæludýr á heimilinu núna það er hann Oddur kanina og hefur en hann er sonur Ævars og Lilju ansi loðinn og krúttlegur. Jæja en núna er komin spenningur hjá mér skólinn að taka enda þessa önnina og er ég ansi fegin þegar mánudagurinn er á enda en þá er lokapróf og mín ætlar að gera sitt besta Wink Að lokum vil ég óska öllum gleðilegs sumars og takk fyrir veturinn. Kv HJ


Blogg leti :(

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Já það er óhætt að segja að blogg leti hefur verið að hrjá mig undanfarið loks þegar flensa og annað fór þá kom þetta í staðinn Tounge En svona er nú Ísland í dag með allri sinni dýrð. Árið sem var að líða var að ég held bara nokkuð gott svona að því sem ég man enda ekki sú minnugasta sem ég veit um Tounge Núna bíð ég bara eftir sumrinu og öllu því sem að fylgir og verður þá bara gaman Grin En svona til að segja einhverjar fréttir þá fæddist nýr fjölskyldumeðlimur 28 des en þá eignaðist Ágúst yngri og Magga kærastan hans dreng hann dafnar vel og er búin að fá sitt fyrsta hlutverk í kvikmynda bransanum leikur í þáttum sem verða sýndir á stöð2 og heitir Réttur verður gaman að sjá hann þar Heart Annars gengur lífið sinn vanaganga vinna skóli og svo bara chilla eða þannig Tounge Hrafnhildur kom til Íslands í Des með krakkana sína þau áttu jólin hérna með okkur og áramótin líka voða gaman hjá þeim að sjá allar sprengjunar og allt sem því fylgdi. Sjálf átti ég vægast sagt skrítin áramót endaði á slysó fékk hólk af ragettu í anditið og endaði með bólgið nef og andlit og miklar blóðnasir en sem betur fer fór þetta ekki í augun svo ég slapp með skrekkin Tounge Er að hugsa um að fá mér hjálm eða bara halda mig innandyra næst Grin Áramótin voru samt fín vorum hjá Anítu Davori Ivani Birnu og Emelíu og horfuð á skaupið sem var að mínu mati mjög gott. Jæja læt þetta duga í bili og kveð. HJ 


Stríð á hendur haustflensum

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Það er með ólíkindum hvað maður getur tekið við af flensu skít og verið lengi að ná þessum fjanda úr sér gafst upp núna eftir þriggja mánaða stríð og fór til læknis sem ég er nú ekki vön að gera nema þegar allt annað er búið að reyna  Tounge Var komin með lungnabólgu og eyrnabólgur sem vonandi eru nú að syngja sitt síðasta og hverfa héðan. Angry En nú styttist til jóla og þá verður gaman margt um mannin en Hrafnhildur kemur upp til Íslands um jólin með krakkana sína Grin Og stoppar eitthvað fram á nýtt ár. Svo er von á fjölgun hérna í fjölskyldunni í des svona rétt fyrir jól eða eftir jól spurningin er hvort nýjasti meðlimurinn vilji sýna sig fyrir eða eftir jól kemur í ljós Heart Mamma og pabbi komu hingað suður um daginn og voru í viku skiptu sér niður á okkur systkinin og var yndislegt að fá að hafa þau hérna HeartÞað var farið í bæinn skoða í Kringlunni og Ikea mamma fór til læknis. Keyrði með þau Vatnsleysuströndina á leið okkar í Mosó pabbi var að fara í fyrsta skiptið þessa strönd og hafði gaman af Heart Einu hef ég verið að velta fyrir mér hvað þarf maður að æfa mikið til að fá svona sixpack eins og líkamsræktar fólkið bara spyr. Er búin að vera með magaæfingar mörgum sinnum á dag og líka á nóttunni og ekkert gengur Crying Hvað þarf ég að hósta marga mánuði í viðbót svo ég verði stælt GrinGrin Ólöf frænka kom hérna í heimsókn til okkar svona áður en hún flytur aftur norður í heiðardalin sinn og var gaman að fá hanaGrin "Litli" bróðir kemur svo suður með sinni tilvonandi konu núna í des og hlakkar mig mikið til að hitta þau fá að sjá framan í þau svona rétt fyrir jólin er manni mikils virði Grin Þá er bara eitt eftir fara að hasla sér í að setja upp jólaljós og baka enda á litli prinsinn á heimilinu afmæli núna 27 nóv verður þá 18 ára Heart Finnst svo stutt síðan að hann fæddist trúi varla að það séu bráðum 18 ár síðan en sama dag á hún Kristín okkar afmæli og verður þá 3 ára svo mikið er að gerast þessa næstu daga Grin Við hjónin fórum í bíó um daginn að sjá myndina Jóhannes og var hún mjög góð sá alveg fyrir mér að þetta hefði geta átt við mann mér nákomin og hló mikið enda sá ég hann alveg fyrir mér og skondna við það hann heitir líka Jóhannes HeartJæja þetta fer nú að verða gott í bili og kveð. HJ


Að setja sér markmið

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Var að velta því fyrir mér hvort fólk væri almennt hætt að blogga og allir komnir á facebookBlush Stend reyndar í þeirri trú að það sé ekki allra að vera þar og skoða fór sjálf þar inn og sat þar lengi föst en í dag er ég ekki eins dugleg að fara á facebook og finnst gaman að rölta um blogg heima Smile Sagði frá því í síðustu  færslu að við hjónin ætluðum á Hótel en ekkert varð úr því þar sem ég lagðist í annað skiptið á stuttum tíma í bælið með þessa svæsnu flensu og eldri strákurinn lá einnig fárveikur heima Crying En hótelið bíður betri tíma svo var bara þessi helgi held ég ekki ætluð okkur vegna ófyrirsjáanlegra atvika sem komu upp. Fyrir tæpu ári síðan setti ég mér markmið sem þokast hægt og sígandi í rétta átt. Hélt reyndar að það myndi taka stuttan tíma enda er ég dálítið óþolinmóð það sem á að gera í dag ætti helst að hafa gerst í gær Grin En að kenna gömlum hundi að sitja er að takast hehe. Það máltæki hefur komið mikið á óvart hérna hjá mér undanfariðTounge Einginmaður minn tók sig til og skellti sér á matreiðslunámskeið og viti menn hefur tvisvar sinnum eldað einn og óstuddur síðan svo að undur og stórmerki gerast enn af öllu átti ég sko ekki von á þessu Tounge Hann skellti sér svo á útskurðarnámskeið sem honum finnst mjög gaman á og á sko vafalaust eftir að búa til flott listaverk Grin Þessi árstími er oft svo skrítinn veðurfar með ólíkindum og aldrei að vita hvernig maður á að fara klæddur út í regngalla kuldagalla eða stuttbuxum kannski svolíið ýkt en allt í lagi með það Cool Ég er strax farin að hlakka til sumarsins sem kemur eftir nokkra mánuði er meira fyrir þann árstíma Cool Er kannski kaldhæðni í því þar sem ég er fædd að vetri til á einum óveðursældasta mánuði ársins Tounge En maður ræður víst ekki sjálfur hvenær maður fæðist svo ég get ekkert að þessu gert. Jæja en hvað um það svona er bara Ísland í dag. Kveð að sinni. HJ


Haustið

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping Þá er haustið að koma í öllu sinu veldi og með sína fallegu liti. Lægðirnar koma að ég held allar við hérna hjá mér og sýna allar tegundir sem þær hafa upp á að bjóða Cool En eftir að þessu líkur kemur svo veturkonungur og síðan minn uppáhalds tími sumarið en ég er farin að telja niður og bíð spennt eftir sumrinu sem kemur aftur Cool Hef verið ótrúlega löt að fara og taka myndir enda á ég bara svona kreppu myndvél sem er ekki upp á marga fiska enda er ég lítið að taka myndir af þeim hehe Grin Þykist vera listakona en er búin að fatta að það er regin misskilningur svo ég verð að finna mér eitthvað annað að leika mér við en list hm Blush Jæja en svona er bara Ísland í dag sumarið var yndislegt svo ekki sé meira sagt fórum víða hitti vini ættingja og annað fólk sem var gaman Ljósanótt var svo haldin hérna með pompi og prakt viti menn ein af mínum æskuvinkonum kom var búin að vera á leiðinni í nokkuð mörg ár svo kom þessi elska og virkilega gaman að hafa hana Grin Hittum svo tilvonandi tengdaforeldra Gústa yngri yndislegt fólk sem við kynntumst þarna og svona til að segja öllum frá þá eiga Gústi og hans kærasta von á sínum fyrsta erfingja í Des svo við erum ansi rík Grin Hrafnhildur og börnin hennar koma svo hingað til landsins í des og verða yfir jól og áramót svo það verður kátt á hjalla Grin Kannski bara komin þá fjórða barnabarnið hver veit Wink Annars gegngur lífið sinn vana gang vinna sofa éta og gera sem minnst það er mitt móttó sem ég held fast í og er dugleg við það Tounge Strákarnir í skóla og vinna með skólanum líka duglegir blessaðir enda er ég alveg hrikalega stolt af öllum mínum börnum. Ævar fór um daginn til augnlæknis og var að vonast til að fá gleraugu honum finnst það svo töff en æj greyið fékk engin gleraugu en þarf að fara í augnaðgerð á báðum augum er með galla eins og ég var með Frown en sjóntaugarnar hans eru of slakar svo það þarf að skera og strekkja á þeim hann er á biðlista eftir aðgerð sem verður líklegast gerð með vorinu Sideways en ekki er hægt að laga þetta öðruvísi. Við hjónin erum svo að fara á hótel 10 okt og ætlum að njóta þess en Aníta, Davor og Ivan Freyr gáfu okkur gjafabréf á hótel í jólagjöf í fyrra svo ekki er seinna vænna en að nota það fyrir næstu jól.Tounge Fer nú þessu pári mínu að ljúka í bili og kveð. HJ

Fallegir litir

Jæja þá er að koma haust eftir gott og fallegt sumarCool  Það var þeyst um holt og hæðir og reynt að njóta blíðunar og hitta ættingja og vini en sumarið er eignlega minn tími haustið er voða fallegt með alla sína fallegu liti Grin  Veturinn er eignlega þannig að ég vildi helst sofa allan sólarhringinn liggja í hýði svona eins og bangsarnir gera og vakan þegar vora tekur Cool  Sumarfríð á enda veiktist reyndar fékk þess svo kölluðu flensu sem reyndist ansi þraut seig en hún lét loks undan Tounge  Ljósanótt er svo framundan um helgina verður mikið að gerast í bænum eins og venjulega á þessum tíma en nú í ár eru 10 ár liðin síðan fyrsta Ljósanóttin var haldin svo mikið verður um að vera þessa helgina og vona bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir Cool  Strákarnir mínir eru byrjaðir í skólanum sá eldri fór á hárgreiðslubraut og verður gaman fyrir mömmu að fá fría klippingu og strípur Tounge  Sá yngri heldur áfram á starfsbraut og klárar hana í vor þá veður auðvitað veisla og voða gaman Grin  Annars hefur lífð upp á svo margt að bjóða hef lært mikið og þroskast með árunum vonandi og læri af hverri reynslu sem maður upplifir sama hvort hún er súr eða sæt Grin  Alla vega ætla ég að njóta þeirra reynslu og miðla henni á jákvæðan hátt.Kissing  Fer að vinna núna eftir helgina eftir gott og skemmtilegt sumar í faðmi vina ættingja og skyldmenna sem eru ekki smá mikils virði og allir eru gullmolar hver á sinn hátt Grin  Sem betur fer er það svo að þó að maður telji sig missa gullmolana yfir móðuna miklu þá er bara að taka sig saman minnast góðu stundana og hlakka til endurfundanna sama hvort það liða mörg ár eða ekki kemur að þeim Wink  Lífið er svo stórkostlegt þannig að maður getur breytt og mætt að vissum hluta og það er gaman. Jæja ætla svo að ljúka þessu væmnistali og óska öllum gleðilegra Ljósanætur og til þeirra sem hafa átt afmæli óska ég til hamingju með þaðWizard  Bið að heilsa í bili og kveð. HJ

Næsta síða »

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 36219

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband