Góður brandari

 

HVAÐ GERIRI PABBI ÞINN ???

Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.

Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.

Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.

En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.

Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.

Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.

Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.

Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.

Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn ... Dansinn og allt það?

Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.

Pabbi vinnur hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana.

Kv frá suðurnesjumCool


Jæja best að bulla eitthvað

Góða kvölið góðir hálsarSleeping Senn líður að því að koma sér í bælið og berjast við að sofna og komast í draumheima ekki hefur það nú gengið vel undanfarið og er það ekki alveg það sem ég þrái að horfa og hlusta á aðra sofa og hrjóta við hliðan á mérDevil Jæja var að vinna um helgina og var hún róleg og þægileg. Enda eru fáir heima á sambýlinu svo ekki er mikill erill þar fá mennt og góðmenntGrin Fór aðeins smá rúnt og tók nokkrar myndir í þessu líka flotta gluggaveðri ætlaði hreinlega að frjósa í hel þegar ég vogaði mér út úr bílinum til að festa á filmu það sem maður leggur ekki á sig haha. Fórum að rúnta um gamla varnarsvæðið og tókum nokkrar myndir þar sem ég læt flygja hérna með að gamni.P7090010þetta er ein af þeim sem við tókum svo tók ég nokkrar í keflavík sem fá kannski að líta við hérna.P7090002þessi er tekin í kefalvík flott listaverk þarna á ferð að mér finnst alla vega finnst nokkuð gaman að taka myndir af grjóti og tilheyrandi vera pínu öðruvísi en aðrir enda er ég ekki lík neinum nema sjálfri mérTounge Svo tekur alvaran við núna í vikunni staðarlota í skólanum svo eins gott að hafa teffloni í lagi hehe. Er reyndar búin með eitt heimapróf og eina ritgerð sem ég er ekki búin að fá einkannir fyrir og sit hérna og naga á mér neglurnarTounge Hef reynar aldrei gert það en kannski komin tími til að byrja á því þetta er svo assskootti taugatrekkjandi að þrufa að bíða en þolinmæði er víst mín sterka hlið eða svo er mér sagt og mín ætt vel þekkt fyrir þolinmæði og ekki þrjóskuTounge Trúi öllu því sem mér er sagt af eldra fólki þeir segja alltaf satt er það ekki Tounge Jæja en ég vil benda ykkur á að ef ekki heyrist í mér fljótlega getið þið ýmindað ykkur hvernig mér hefur gengið og ekki segja orð um það annars þá........................ Læt nú þetta bull verða gott í bili og kveð heyrumst vonandi síðar ef ekki takk fyirir allt. KVHJ


Ekki fréttir

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Var að tala við mömmu sem er stödd erlendis á sólarströnd með pabba og báðu þau um kveðjur til allra heilsast vel og eru nátturulega búin að djamma Wizardút í eitt þarna fjærri ættingjum og börnumTounge Eða næstum því en systir pabba og mágur hans eru stödd þarna líka svo að ekki sluppu þau alveg við að hafa ættingjana fjærri sérWink En ég læt svo hana um að segja ferðasögu sína þegar þau koma heimKissing Veit svo sem ekki hvað maður á að skrifa um enda kemst lítið annað að hjá fólki en kreppu talDevil Er eiginlega búin að fá nóg af slíku nenni ekki lengur að horfa á fréttir svo ég horfi bara á eitthvað skemmtilegra í imbakassanumErrm Námið gengur ágætlega miðað við aldur og fyrri störfTounge Fer í eitt próf í des en svo er einn áfangi próflausGrinEkki leiðinlegt það. Þessi árstími sem framundan er er mér stundum ekki að skapi,finnst oft gott að vera í myrkri en samt ekki alltaf dimmt þegar maður vaknar og fer til vinnu og þegar heim er komið myrkurDevil Finnst gott að sofa í myrkri en má samt ekki sofa allan sólarhringinn þegar er myrkur synd og skömmCrying Hlakka til þegar ljósin fara að lýsa upp skammdegið. Væri til að búa á þeim stað sem er bjart allan sólarhringinn og þá mætti ég vaka og þyrfti aldrei að sofa snilldJoyful Skrítið hvað maður getur verið vitlaus eða kannski ekki er bara svona og ekkert við því að gera. Eina góða við veturinn er það að allar flugur sem eru ekki vinkonur mínar leggjst í dvala jú sko fann eitt jákvætt við þetta er allt að komaBlush En alla vega þá fer ég að telja niður þangað til að sumarið kemur og ætla þá að skreppa í heimsókn á einn ákveðin stað get varla beðið en verð að bíðaBlush Já stundum þarf maður að bíða sama hversu óþolinmóður maður er. Held að ég sé dulbúin Indjáni sem ég var örugglega í fyrra lífi er næstum því viss um það enda er ég með mynd af einum flottum í herberginu mínu sem vakir yfir mér og vermdar á meðan ég hef ekki tíma til þess. Einu sinni var ég alveg sannfærð um að hafa verið uppi á 16 öld sem ákveðin kona og las sögu hennar nokkrum sinnum og geri reyndar enn, hef ekki komist að því hvort þetta sé rugl eður ei svo ég held áfram minni sálkönnun þangað til að annað kemur í ljósWoundering Kannski er ástæðan fyrir hvað mér leiðist myrkrið sú að ég hafi búið eins og fyrr sagði í torfkofa þar sem lítið birta var og myrkur þó dagur væri úti. Já svei mér þá þarna held ég að ástæðan sé komin. Jæja en hvað um þær hugleiðingar mínar vil ég segja að ekki væri nú gaman að vita allt eða ekki neitt spyrja og spyrja kanna og kanna þá koma svör við sumu ekki öllu vera forvitin eða hnýsin er leit manns að svörum ekki það sem kallað er forvitni. Enn ein uppgvötvun mín. Þegar ég var litil stelpa sögðu sumir að ég væri með nefið ofan í öllu held að það hafi verið eldri systkyni mín sem komu með þá speki. Í dag veit ég betur var bara að skoða heimin á minn hátt og fá svör við ýmsum spurningumTounge Niðustað mín er sú ég var ekki forvitin eða með nefnið ofan í öllu eða með munnræpu ens og þau heldu fram sem eru eldri en ég, þetta kallast að kanna heimin með sínu viti eða nefi og finna svör við því sem ég vissi ekki þá. Verð víst að kveðja núna og halda til vinnu. Þangað til næst kveð ég að sinni. HJ


Flottir söngtextar

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping Mátti til með að deila þessu með ykkurGrin

Þetta er nýr texti við lagið söknuð með Villa Vil


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.





Nýi texti við ísland er land þítt


Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt

Kveð að sinni. HJ

Hellisbúi

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Já þetta með hellisbúan tel ég eiga okkur margt sameiginlegtTounge

Vera ein og með sjálfum sér já.

Finnast gott að hugsa bara um ekki neitt nema frumþarfir ekki leiðinlegt.

Mikið hugsa ég oft um þetta að geta verið einhverstaðar ein og engin í kringum mig.

Geta leyft sér að gera ekki neitt og meina þá ekki neitt ekki hugsa.

Jæja en kannski er ég bara síðubúin hellisbúi og finnst það bara ok.

Að finna upp tölvur og öll þessi tæknivæðing kemur stundum í kollin á manni. Er tölvufötluð

skammast mín ekki neitt fyrir það. Kann ekki að gera svo endalaust margt.

Kann ekki skipulag né að skrifa fullkomar ritgerðir sem ég er núna búin að vera að

rembast við í nokkra daga. Var í fleiri andsk..... klukkutíma að gera heimapróf sem var

bara einn hausverkur útaf fyrir sig og auðvitað lenti ég í smá hremmingumTounge

Jæja en svona er nú hellisbúin í dag. Sem betur fer er það nú með lífið að stundum er það

óútreiknanlegt og oft gaman að því. Hef fylgst með manneskjur sem hafa fengist við ýmislegt

í geng um lifið og alltaf staðið uppréttar samt sem áðurGrin Eitt gott dæmi er að sjá einstakling

finna hamingjuna eftir að hafa gengið í gegn um sorg og haldið að lífið væri búið en svo

reyndist það ekki vera svo hamingjan var hinu megin við horniðHeart og svo haustið sem ég bíð eftir

að fá að sjá. Ský á himnum hafa byrgt mér sýn og endalaus rigning gott er það ekki það

snjóar ekki á meðan en kom on þó sumarið hafi verið þurrt er óþarfi að hella yfir mann í mánuð

eða meira? Má ekki jafna þessu út ég bara spyr. Mæja býfluga situr hérna hjá mér við tölvuna og

biður að heilsa. Yfir og út. HJ

 


Skondið

Þú veist að það er 2008 ef.....



1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.


2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara

á takkann á sjónvarpinu.


6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.


8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.


9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir  númer fimm.




10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.


12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst að
þú
féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður
besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama
svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

_______________________________

Já sæll

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Tímaleysi hrjárir mann stundum vantar nokkra klukkustundir í sólarhringinnDevil Og væri gott ef einhver hefur auka tíma til að gefa þegar svo stendur áTounge Orkuleysi og slen er nokkuð sem að ætti ekki að vera til nema þegar það hentar hverju sinni og þá að koma eftir pöntunum haTounge Annars er haustið oft skemmtilegur tími fallegir litir út um allt og gróðurin að búa sig undir veturinn. Já og allar lægðirnar og hæðirnar og hvað þetta nú allt heitir ganga yfir okkur en sem betur fer engir fellibylir eða annað slíktCool Vantar sárlega gott heilafóður sem virkar á tefflon og heldur einhverju inni af því sem á að festast en lekur ekki jafnóðum útDevil Jæja en með öllu þessu fylgir nú gott körfuboltinn að hefjast og annað í þeim dúr alla vega ætla ég á leik með UMFN sem veður spilaður í Njarðvík og þeir leika á móti Þór 14 nóv svo bannað er hjá mér að vera upptekin þann dagTounge Nokkuð hefur verðið að fólk reki inn nefið hérna elsti bró og konan hans litu við hérna um daginn á leið sinni að ná í miðsonin í flugstöðina. Og foreldrar mínir gistu hérna tvær nætur á leið sinni að utan og norður þau fljúga núna um miðjan dag norðurCool En þau sáu einna minnst af mér en meira af hinum í fjölskyldunniHeart Verð nú að fara að hætta þessu og koma mér í flotgallann enda veitir ekki af slíkum fatnaði þessa dagana svo segja sumir gott fyrir gróðurinn kannski no comment. Týna upp laufblöð úr niðurföllum og þakrennum svo að vatnið eigi greiða leið niður eða þannigTounge Leggst vonandi ekki í dvala strax en vakna vonandi með sumrinu og hækkandi sól. over and out. HJ


Tímasóun að gera eitthvert klukk

 

4 störf.

Fiskvinnsla

Ræstingar

Aðhlynningu

Verslunarstörf

4 bíómyndir

Waterboy

Midnight Express

Mýrin

Hot Shot

.

4 staðir sem ég hef búið á

Akureyri

Njarðvík

Keflavík

Reykjanesbær

 

4 sjónvarpsþættir

Út og suður

Útsvar

Nágrannar

Næturvaktinn

4 staðir í fríum

Þingvellir

Mývatn

Þjórsárdalur

Danmörk

4 netsíður

Mbl.is

Hi .is

Doktor.is

Himneskhollusta.is

 

fernt matarkyns

Lambakjöt

Svínakjöt

Fiskur

Kjúklingur

 

4 óskastaðir akkúrat núna

Reykjanesbær

Danmörk

Kosta del kjós

Las Vegas

4 sem ég klukka

Legg

Þessa þvælu

Ekki á neinn

Enda vitleysa

 


Ljósanótt að hefjast

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þá er Ljósanætur hátiðin að ganga í garð hérna á suðurnesjumWizard Mikið verður um dýrðir og menningu þessa helgiGrin Hátiðin verður formlega sett núna kl 11 við Myllubakka skóla sem er hérna bara við hliðina á mér. Skrúðganga allra skóla bæjarins var að fara hérna fram hjá rétt áðan og læt ég fylgja mynd af því meðKissing

P5260001 Ég er nú eins og litlu börnin hlakka alltaf til þessa viðburðar. Vona bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa helgiCool Einn atburður stendur samt upp úr hjá mér og það er að Skessan úr sögunum hennar Herdísar Egilsdóttur mun flytja hingað á suðurnesin formlegaGrin Sagan um Siggu og Skessuna var í miklu uppáhaldi hjá mér sem barni og hef ég fyrir víst á blogginu hjá mömmu að hún ætli að gefa mér nýjustu bókina sem er númer 16 í röðinni af þeim stöllum Siggu og SkessuniGrin Ég á örugglega eftir að njóta þess að grípa í þá bók þegar ég tek mér pásu frá námsbókunumHeart En ég vil hvetja alla þá sem hafa tök á að koma að líta við hérna í Reykjanesbæ um helgina enda er hægt að finna eitthvað við allra hæfi og alltaf er pláss fyrir fólk og gist á gólfum og í görðum Wizard Verð í frí um þessa helgi og ætla að njóta hennar er að fara að snurfussa hjá mér á sólpallinum og gera fínt enda eru allir á fullu við að gera fallegt í kringum sig og setja ljósaseríur og kerti út um allt í tilefni LjósanæturWizard  Kveð að sinni. HJ

 


Haustið að koma

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Tíminn hefur hlalupið frá manni og allt í einu er farið að haustaCool Ljósanótt framundan og mikið gamanWizard En í dag á frænka mín hún Dagbjört afmæli og óska ég henni til hamingjuWizard Er búin að vera mikið að gera síðustu daga og vikur. Skrapp norður yfir heiðar og var þar í nokkra daga vegna jarðafarar og sýna samhug í verki. Náði samt að hitta þrjár vinkonur mínar og eiga með þeim góðar stundir sem mér eru ansi mikilvægar takk stelpurHeart Fórum á Mývatn og Vopnafjörð en fyrrverandi mágur minn var jarðsettur frá Vopnafriði og okkur var boðið í kaffi þar. Mikið er nú fallegt þarna enda á maður góðar minningar þaðan síðan að systir mín og fyrrverandi mágur bjuggu þar og var ég að passa fyrir þau og kynntist fullt af fólki en ein vinkona mín er þaðanGrin Jæja en svo var haldið heim á leið og Vigfús frændi fékk far með okkur suður og hélt svo heim á leið til Danmerkur til konu sinnar og barna en þau gátu því miður ekki komið með honum hingað til lands til að styðja hann en voru hjá honum í hug og hjartaHeartSystursynir mínir stóðu sig eins og hetjur og er ég stolt af þeimHeart Telma frænka og Ólöf komu og náðu að hitta Fúsa.

En svo tók nú við smá hausverkur hjá mérTounge Ég hóf nám á háskólastigi og fyrstu dagarnir mínir sem voru í staðarnámi í bænum voru skemmtilegir en erfiðir alveg búin á því þegar heim kom á kvöldin og spurði mig margoft af því hvað ertu búin að koma þér út í Crying Var hreinlega lost fyrstu dagana og svo að vinna eftir sumarfrí mín er sprungin á limminuTounge Held alltaf að ég sé superkona en svo eru takmörk fyrir öllu þá er bara að hætta þessu væli spýta í lófana og nota þrjósku til að fleyta sér áfram og hætta að vorkenna sjálfum sér segi ég núnaTounge Verð bara að muna að taka inn gænu töflurnar en ekki þær bláu. Læt þetta gott heita í bili og kveð HJ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband