Frumskógur

Góðan daginn og velkomin á fæturGrin

Já nú er maður bara í því að sjúga upp í nefið og hóstaTounge Flensan komin í hús og Ljósanótt fram undan svo ekki er annað hægt en að harka af sér og segja flensunni stíð á hendurGrin Betra væri að það væri það eina sem maður þyrfti nú að kjást við.

Já frumskógur sagði ég og meina það. Er með tvo drengi í framhaldsskóla annar þeirra er á öðru ári en hin var að byrjaGrin Fór með þeim yngri í vor í að láta skrá sig í skólan og tala við námsráðgjafa. Hann hefur átt erftitt með nám í gegnum árin og þurft á sérkennslu að halda en kom samt með ágætum út úr grunnskólaGrin enda útskrifast allir þaðan áháð einkunumTounge Svo kemur að framhaldsnámi og þar eru gerðar kröfur um einkannir til að komast inn á vissar brautir. Eftir að hafa talað við námsráðgjafa með sráknum bendir hún okkur á leið sem heitir starfsbraut. Ég er að vinna á sambýli fatlaðra og einn af íbúunum þar fór á starfsbraut og vinnur á hæfingarstöð engin úrræði til fyrir hannErrm En okkur var tjáð að það væru tvær starfsbrautir1-2 og hann færi á 2. Jæja viti menn skólinn settur og minn maður lendir með öllum sem eru á starfsbraut og öllum blandað saman í einn bekk og hann ekki hrifinn fannst hann ekki eiga heima með þessum krökkumWoundering Við pöntuðum tíma hjá námsráðgjafa en biðin var ein vika. Fór samt og náði tali af umsjónarkennara sem var sömu skoðunar og við hann ætti ekki heima með þeim krökkum sem væru á starfsbraut 1. Við tók að púsla saman aftur stundartöflu fyrir hann og bið eftir að tala við námsráðgjafa og hvað hún kom ofan af fjöllum með að þessum tveim brautum væri blandað saman í tímumBlush En einn hængur á það var búið að raða niður á allar brautir og allt yfirfulltTounge En ég var ekki að gefa mig og kom því til leiðar að hann fékk viður unandi breytingar hjá sér. Ég spyr til hvers eru námsráðgjafar og fræðingar sem ekki kunna að vinna vinnuna sína eða vita ekki hvað þeir eiga að gera. Það er full vinna fyrir foreldra sem eiga börn sem þurfa aðstoð hvort sem er í leikskóla,grunnskóla eða framhaldsskóla.

Það var tekin upp sú nýbreytni hérna á Suðurnesjum að greiða svo kallað ummönunarbætur fyrir foreldra með börn til að koma upp á móti þeim kostnaði sem hefur í för með sér að láta börn sín til dagmæðra eða vilja nota þennan pening til að vera lengur heima með börnum sínumGrin Sniðugt dæmi ekki satt. En svo þegar börnin vaxa og þurfa að fara í leikskóla þá bara getum við borgað sjálf úr eigin vasa og engar refjar með það.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Bæjarstjórnir flestra bæja að ég held gerir sér enga grein fyrir því að það er fullt af börnum og unglingum sem þurfa hjálp og aðstoð í skóla. Hvar er þá aðstoðin við það að sinna þeimBlush Góðir vinnuveitendur gera oft kraftaverk. Málefni fatlaðra hefur verið í umræðunni eins og svo oft áður. Hef ég sjálf reynslu af því að kljást við það batterý bæði sem foreldri og aðstandendi fatlaðra. Og því líkur frumskógur þar þarf sko virkilega að vera með meiri háttar menntun til að vita rétt sinn og hvað viðkomandi bæjarfélag á að gera til að létta fólki lífið. Og viti menn það voru nokkur bæjarfélög sem tóku yfir svæðisskrifstofur fatlaðra og eru lofaðar í hásert fyrir sín störfBlush Auglýsa bæinn sinn sem fjölskylduvænana og fjölskyldan í fyrirrúmiGrin Gott og blessað ef að engin í viðkomandi fjölskyldu þarfnast hjálpar frá þessu batterý er allt í góðu en hvað ef einhver er ekki svo heppinn fær hann þá þjónustu sem hann eða fjölskylda hans þarfnast. Nei al deilis ekki. Þá visar hver á annan engin veit hver ber ábyrgð á hinu og þessu og svo til að kóróna allt vinnur þetta fólk sem er orðið hámenntað á sínum sviðum ekki nema til 3 mesta lagi 4 en við hin sem vinnum verkamannavinnu og þrufum að vinna meira erum ekki búin á þeim tíma að vinna svo það sér hver heilvita maður að ekki næst í þetta fólk. Svo biður maður fyrir skilaboð og guð og lukkan ein ræður hvernær þau komast til skila og hvort það sé kannski orðið of seint þegar þau loks koma.

Gæti haldið en lengra áfram með þessi málefni og aðstæður þeirra sem við þau búa en ég veit ekki hvort að hægt sé að koma því til skila nógu skilmerkilega. Kann ekki þá list að skirfa vel og koma orðum rétt frá mér svo ég læt aðra um þá list.

En svo bara eitt í lokin nóg um að vera hérna um helgina og hvet ég alla þá landsmenn sem geta og hafa kost á því að koma á Ljósanótt og njóta þess sem er í boði hérna um helgina. Vonum bara að allt fari friðsamlega og fallega fram og fólk taki tillit til náungansGrin Á von á gestum til mín í dag mamma,pabbi,Anna systir og Ragnar Þór ætla að koma en þau síðast nefndu voru hér fyrir ári síðan og var ákveðið að koma aftur. Bið að heilsa í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Málefni þeirra sem þurfa á aðstoð að halda í þessu þjóðfélagi er þvílíkur frumskógur að það hálfa væri nóg. Þetta með bæjarstjórana þá er þetta einum of oft fólk sem býr í ,,Fílabeinsturni" og sér bara það sem er þægilegt fyrir þá.

Koma á ljósanótt - væri örugglega gaman, en com on ætla sko ekki að hætta mér í nábýli við ykkur á meðan þessi flensufjandi herjar á ykkur. Svo annað þetta ljósanæturlag ykkar  um..... ég skil fúla Njarðvikínga, com on rassskellið Jóa Helga ef þið náið í hann.

Páll Jóhannesson, 30.8.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hvað er þetta þú færð þér bara grímu fyrir andlitið En þið eruð samt ávallt velkomin samt sem áður og vona ég bara að ég smiti ekki þau sem eru á leiðinni hingað Ljósanætulagið var ég að heyra fyrst núna áðan og er ein af þessum fúlu Njarðvíkingum(tek mig vera orðin ein af þeim eftir öll þessi ár) Reyndar búsett í Reykjanesbæ Keflavíkurhverfi eins og stendur. Rasskellum Jóa Helga ef við sjáum  hann á Ljósanótt

Hrönn Jóhannesdóttir, 30.8.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband