Ef ég væri rík(ur)

Góðan daginn og velkomin á fæturGrin

Vil byrja á að óska frænda mínum honum Ragnari Þór til hamingju með daginn en hann er 16 ára í dagGrin Í gær hefði afi minn átt afmæli. Hann hét Páll Friðfinnsson lést árið 2000 Ekki hefði ég geta kosið mér betri afa og er þakklát fyrir þau ár sem ég fékk að hafa henn hér í þessu lífi kynnast visku hans og fróðleikGrin En svo á fimmtudag á Dóri stóri bró afmæli. Hann verður þá 10 árum eldri en égGrin Sem sagt elstur af okkur systkynunum og frumburður foreldra okkarGrin

Jæja en í gær fór ég að skoða mig um hérna á svæðinu og lá leið mín á gamla varnarsvæðið þar sem nú er að myndast líf eftir að herinn fór. En er mikið af byggingum sem ekki eru nýttar og standa auðarBlush Má þar meðal annars nefna íþróttahús,bíó,veitingarstaði,verslanir,sjúkrahús og margt annað. Ef ég væri rík eins og ég sagði myndi ég fara út í einhverja útrás sem gæti nýst á þessu svæðiTounge Annars hlýtur það að koma að þjónusta við íbúa þarna fari að koma. Enda væri synd að nota ekki eitthvað af þeim stöðum sem standa auðir þarna. Hef ekki farið nema rétt til að keyra mannin minn í vinnu þarna en í gær fórum við að skoða gamla vinnustaðinn hans skrítið að sjá allt þetta hús sem var nýlega tekið í gegn standa autt og yfirgefiðBlush Kíkti inn um glugga og en er dáltið af dóti sem ekki var tekið ljósritunarvelar húsgögn og svo jólaseríurGrin En það er allt önnur ella.

Oft er spurt unglinga að börn hvað ætlar þú að verða þegar þú veður stór? Ég er talin nokkuð stór og veit svei mér þá ekki en hvað ég vil verðaTounge Er reyndar aðeins búin að læra og hélt að það væri minn vetvangur nú er ég ekki viss hvort ég vilji vinna út ævina þar sem ég er í dagBlush finnst það reyndar ekki neitt voða leiðinlegt en eins og svo margir þá langar mig að gera eitthvað meira veit bara ekki alveg hvað það er. Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör þannig er það hjá mér?

Er að fara að vinna í dag eftir sumarfí sem var ansi langþráð veiktist svo og fóru 10 dagar í það. Vona að ég geti tekið þá út síðar þegar mig hentar. Á laugardaginn fór svo maðurinn minn í dagsferð með vini sínum í Landmannalaugar með B&L og átti þar góðan dag. Bað hann um að skoða vel í kringum sig eftir flottum steinumTounge Var viss um að ég fengi þau svör að hann hafi ekki séð neina flotta steina. En öðru nær fékk nokkra flotta þegar hann kom heim og draumasteininn minn sem er HrafnitnnaGrin Og príðir nú sólpallinn í roki og rigningu. Enda haustið að koma með sínum flottu litum og veðri. Læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ef ég væri rík mundi ég örugglega ekki kaupa neitt húsnæði á Vellinum. Sennilega mundi ég bara sitja heima og slétta úr seðlunum og tíma engu að eyða. Og svo með lærdóminn. Altaf getur maður á sig blómum bætt o.sv.frv.mundu það.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Alveg sammála mömmu, ef ég væri ríkur þá lægi ég á pengingunum eins og ormur á gulli.

Varðandi ,,gamla" manninn hann Dóra þú sagðir orðrétt  ,,En svo á fimmtudag á Dóri stóri bró afmæli. Hann verður þá 10 árum eldri en ég", ég var að velta fyrir mér ,,hefur hann ekki alltaf verið 10 árum eldri frá því að þú fæddist?, nei bara.

Páll Jóhannesson, 10.9.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Þú meinar Palli jú hann hefur alltaf verið 10 árum eldri en ég þetta átti nú að líta betur út hans vegna ,,gamli" eins og ég sagði réttilega eða þannig Jæja ormur bið að heisa í bæinn og ekki liggja of lengi á gullinu svo þú fáir ekki legusár 

Hrönn Jóhannesdóttir, 10.9.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband