Listin að segja nei

Góðan daginn og vekomin á fæturGrin

Já það er til margskonar list ein af þeim er listin að tjá sig í orðum. Það getur verið ansi vandasamt oft á tíðum. Oft er það nú svo að maður segir já alltof oft og getur hreinlega ekki annaðTounge Heldur að það sé vonska að segja nei. Sumir eru þannig að þeir hreinlega geta ekki notað þetta orð eru hræddir við viðbrögð annaraBlush Hvað ætli viðkomandi segji ef ég geri ekki þetta og hitt. Þá heldur fólk að maður nenni ekki eða hafi ekki áhuga á að hjálpa öðrum. En til þess að geta hjálpað öðrum þarf að kunna listina að hjálpa sér sjálfur. Oft er það nefnilega svo að þegar allt kemur til alls þarf maður fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig en ekki aðraErrm 

Af hverju skildi það vera svo að maður haldi að orðið nei sé endilega neikvætt. Var að tala við eina vinkonu mína um þetta orð hún spurði mig hvort ég gæti sagt nei og staðið við það. Auðvitað hvað annaðErrm Jæja kella þegar hringt er í þig og beðin að koma aukavakt hvað þá? Nú auðvitað já hvað annað ekki getur maður nú sagt nei við því þegar aðrir eru veikir eða þurfa að gera eitthvað annað. Akkúrat ekki hægt að segja neiTounge En þegar einhver biður þig um að keyra sér eða koma eitthvað þegar þú ert búin að ákveða að gera ekki neitt jafnvel eða ætlaði að eyða deginum í eitthvað annað? Nú auðvitað segir maður já og heypur til ekki hæg að ætlast til að aðrir geri það sem maður er beðin um svo svarið er JáErrm Nákvæmlega sagði vinkona mín alltaf að hlaupa til og bjarga öðrum en sjálfum þér. Hvað meinar þú nákvæmlega það sem ég spurði þig um fyrst sagði hún þú kannt sem sagt ekki að nota orðið nei í jákvæðri merkingu fyrir sjálfa þig. Skrítið aldrei hafði ég hugsað þetta svona. Hugsa um sig sjálfan fyrst er ekki alveg það sem kemur fyrst upp í huga manns heldur að aðrir hljóta að vera númer eittTounge

Því skildi það vera svo að mannskepnan er alltaf að reyna að gera örðum til hæfis og eltist við álit annarra á hlutunum. Ja ekki get ég svarð því frekar en mörgu öðru. Hvað skeður svo þegar að líkamin eða sálartetrið gefst upp á þessu eltingarleik við að sinna öðrum en sjálfum sér. Nákvæmlega allir þeir vírusar og veirur sem eru í umhverfinu sjá þarna sér leik á borði og ráðast með fullum krafti svo að fólk er helmingi lengur en vanalega að ná sér á strik aftur og orkan þrotin sálartetrið er ekki að virka sem stendur.

Það eru til námskeið við mörgu svo sem sjálfstyrking. Sem er ábyggilega góð og kemur í góðar þarfir fyrir marga. Jóga alla vega námskeið, Matreiðslunámskeið, listnám hvers konar og svo lengi mætti telja jú námskeið við að ala upp börn sín rétt svo verða þau stór stofna heimili og allt sem því fylgir en þá er jú gott að eiga góða að? Ekki satt. Jæja en hvað um það finndist að ætti að koma á fót námskeiðum fyrir fólk að læra að segja nei á réttan hátt við aðra án þess að það móðgist hræðilega og nei getur verið líka í jákvæðri merkingu eða hvað finnst öðrum. Kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nei, nei, nei og aftur nei - mikið að þú bloggaðir  Annars er það alveg rétt hjá þér eitt nei getur verið rosalega jákvætt

Páll Jóhannesson, 18.9.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mikið segir þú dóttir góð. Ert þú búin að læra að segja nei,nei? Ömmur eiga mjög erfitt með að segja nei. Þær sitja lon og don heima yfir barnabörnum svo börnin geti gert það sem þeim dettur í hug sleppa jafnvel því að hitta gamla félaga sem koma saman á

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.9.2007 kl. 11:51

3 identicon

Sæl.

Þér er hér með boðið að vera aðal fyrirlesari á nýju námskeiði sem hefst hjá símenntun á suðurnesjum föstudaginn 19. okt. Kl 19.   Megin markmið námsskeiðsins er umfjöllun um hvernig nota skal NEI á jákvæðan þátt. Þar sem þú ert í hugleiðingum um hvernig á að segja NEI, þá fannst okkur tilvalið að fá þig til að tjá þig, svo við tölum nú ekki um hversu frábær tjáningarmanneskja þú ert :)

Vinsamlegast hafðu samband við Brynhildi í s. 420 9999.

Símenntun á suðurnesjum (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband