26.9.2007 | 08:37
Hún á afmæli í dag
Góðan daginn og velkomin á fætur
Ég vil byrja á að óska Margith til hamingju með daginn en hún er 30 ára í dag Hún býr ásamt manninum sínum honum Vigfúsi(systursonur minn) og tveim börnum sínum þeim Andrias og Arndís í Middelfart í danmörku. Vona að þau eigi góðan dag saman og vil benda fólki á að senda henni kveðjur á bloggsíðu þeirra sem er www.blog.central.is/margith
Jæja en svo að allt öðru haustið komið með sínu roki og rigningu. Hérna hefur verði líf og fjör Hrafnhildur með krakkana sína svo ekki er nú lognmolla í kotinu Nóg að gera og við alveg búin á því að kvöldi dags enda held ég að við höfum slegið met á að fara snemma að sofa hefur ekki skeð í langa herrans tíð eða síðan við vorum aðeins yngri En þetta er nú gangur lífsins og gaman að geta notið barnabarnana en í sannleika sagt líka gott að geta skilað þeim til foreldra þegar þreytan segir til sín.
Við hjónin erum svo að fara í okkar fyrstu utanlandsferð núna 10 okt og komum heim aftur 15 okt Við erum að fara til Baltimor og verðum þar á hóteli og vonum að það verði bara gaman Gústi hefur aldrey áður farið erlendis með flugvél fór hér á árum áður í nokkrar siglingar og ég hef bara farið tvisvar áður þegar ég var 16 ára til London og svo fyrir 8 árum síðan til Þýskalands með kvenfélaginu og engir karlar með í för Svo það er komin nettur fiðringur í okkur enda búin að vera saman í 21 ár og ekki farið saman út áður.
Mamma og pabbi eru að fara til Costa del sól á laugardaginn og ætla að sóla sig í þrjár vikur þar og veit að þau hafa gott af því og eiga það svo sannarlega skilið að geta leyft sér að slaka á og njóta lífsins. Verð svo bara að vinna eiginlega út í eitt þangað til við förum út aukavaktir og næs. Mikið að gera hjá Gústa núna unnið um helgar enda standa fyrir dyrum flutningar hjá DM í Garðabæ hingað á gamla varnarsvæðið og svo fer jólavertíðin hjá þeim að byrja ekki seinna vænna enda bara tæpir 3 mánuðir til jóla. Læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjuna Hrönn. Ekki var haldið mikið uppá afmælið. Lenti í smá slysi og sit með löppin upp hátt. Fékk einn palla aftan á löppina í vinnunni 25 sept. og meiddi vöðvann á legginum og fékk innvortis blæðingar Afmælið var frestað til næstu helgi, ef ég er komin á löppina aftur Ætli ég verð ekki bara 29 ár þangað til
Margith (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 11:27
ohh hvað ég öfunda ykkur að vera að fara út það er bara vika í það. Það verður ægilega gaman hjá ykkur. Bið að heilsa
Ólöf (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.