Hún á afmæli í dag

Góðan daginn og velkomin á fæturSmile

Ég vil byrja á að óska Margith til hamingju með daginn en hún er 30 ára í dagGrin Hún býr ásamt manninum sínum honum Vigfúsi(systursonur minn) og tveim börnum sínum þeim Andrias og Arndís í Middelfart í danmörku. Vona að þau eigi góðan dag saman og vil benda fólki á að senda henni kveðjur á bloggsíðu þeirra sem er www.blog.central.is/margith

Jæja en svo að allt öðru haustið komið með sínu roki og rigningu. Hérna hefur verði líf og fjör Hrafnhildur með krakkana sína svo ekki er nú lognmolla í kotinuGrin Nóg að gera og við alveg búin á því að kvöldi dags enda held ég að við höfum slegið met á að fara snemma að sofa hefur ekki skeð í langa herrans tíð eða síðan við vorum aðeins yngriTounge En þetta er nú gangur lífsins og gaman að geta notið barnabarnana en í sannleika sagt líka gott að geta skilað þeim til foreldra þegar þreytan segir til sín.

Við hjónin erum svo að fara í okkar fyrstu utanlandsferð núna 10 okt og komum heim aftur 15 oktCool Við erum að fara til Baltimor og verðum þar á hóteli og vonum að það verði bara gamanGrin Gústi hefur aldrey áður farið erlendis með flugvél fór hér á árum áður í nokkrar siglingar og ég hef bara farið tvisvar áður þegar ég var 16 ára til London og svo fyrir 8 árum síðan til Þýskalands með kvenfélaginu og engir karlar með í förGrin Svo það er komin nettur fiðringur í okkur enda búin að vera saman í 21 ár og ekki farið saman út áður.

Mamma og pabbi eru að fara til Costa del sól Coolá laugardaginn og ætla að sóla sig í þrjár vikur þar og veit að þau hafa gott af því og eiga það svo sannarlega skilið að geta leyft sér að slaka á og njóta lífsins. Verð svo bara að vinna eiginlega út í eitt þangað til við förum út aukavaktir og næs. Mikið að gera hjá Gústa núna unnið um helgar enda standa fyrir dyrum flutningar hjá DM í Garðabæ hingað á gamla varnarsvæðið og svo fer jólavertíðin hjá þeim að byrja ekki seinna vænna enda bara tæpir 3 mánuðir til jóla. Læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kveðjuna Hrönn. Ekki var haldið mikið uppá afmælið. Lenti í smá slysi og sit með löppin upp hátt. Fékk einn palla aftan á löppina í vinnunni 25 sept. og meiddi vöðvann á legginum og fékk innvortis blæðingar Afmælið var frestað til næstu helgi, ef ég er komin á löppina aftur Ætli ég verð ekki bara 29 ár þangað til

Margith (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 11:27

2 identicon

ohh hvað ég öfunda ykkur að vera að fara út  það er bara vika í það. Það verður ægilega gaman hjá ykkur. Bið að heilsa

Ólöf (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband