Brotið hjarta

Góðan daginn og velkomin á fæturSmile

Já það er óhætt að segja að lítill tími hefur gefist til að skrifa hérna inn. Mest allur tími fer i að vinna og sinna sínum börnum og barnabörnum. Alls lags pesir hafa verið í gangi þegar einn hressist tekur annar við og svo framvegis.En sem betur fer gengur þetta allt yfir og engin skaði skéðurWink 

Fékk símtal í gær frá vinkonu minni einni á Akureyri og voru þær fréttir sem hún færði mér hreint út sagt hræðilegar. Maðurinn hennar lést á miðvikudagCrying Fékk rosalegan stíng fyrir hjartað þegar hún sagði mér þetta. Hef hreinlega grátið úr mér lungu og lifur skil ekki hvernig þetta getur gerst að fólk sem kennir sér einskis meins og er í vinnu allt í einu kveður svona án nokkurs fyrirvaraCrying Eftir stendur hún þessi elskulega vinkona mín ein með börnin þeirra 5 sem áttu svo mikið bágt og grétu svo sárt. Verst af öllu er sú staðreynd að mér gefst ekki kostur að fylgja honum eftir síðasta spölin vegna þess að sama dag og hann verður borin til grafar er ég að koma heim frá Baltimore snemma dags og hef ekki tök á því að fara norður og kveðja hannCrying Því miður og finnst það skríið að vera fara erlendis þegar svona stendur á. En ég bið fyrir þeim og vona að aðrir geri slík hið sama enda er þetta óskaplega sárt og erfitt að horfa á eftir sínum nánustu á braut. Góður guð vaki yfir fjölskyldunni þeirra. Sem betur fer heimsótti ég þau í sumar og hitti þau met ég það mikils og vináttuna við þau frá því að ég var unglingur og kynntist þessum hjónum.

En svo aðeins að öðru styttist nú verulega í utanlandsferð okkar hjóna og ekki laust við spenningur sé komin og líka tregabundin samafara öðru en ætla að reyna að njóta þess þrátt fyrir sorg í hjarta. Önnur vinkona mín sem bjó hérna fyrir sunnan tók sig til og flutti austur á Reyðarfjörð og ætlar að freista gæfunar þar og óska ég henni alls hins besta, reyndar les hún þetta blogg aldrei en samt ég kom þessu á framfæriTounge Einn frændi minn er svo að koma hingað í næsta nágrenni við mig nánar tiltekið í Njarðvíkurborg og tíminn einn leiðir í ljós hversu langur tími það verður sem hann eyðir hérna. Kom loks að þvi að einhver af mínum ættingju flytti hingað og hver veit nema fleiri fylgi í kjölfarið verið kannski varla þverfótað fyrir ættingjumGrin Mér þætti það alla vega ekki leiðinlegtGrin Jæja læt þetta duga i bili. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Svona er nú lífið kæra systir. Engin veit hvenær kallið kemur, sem betur fer. Ég veit hvernig sú tilfinning er að missa sinn besta vin og því deili ég harm þínum og sendi ykkur hlýjar kveðjur héðan frá Akureyri. Hafa ber í huga hjá öllum viðeigandi að geyma og varðveita allar góðar minningar sem þessi maður skilur eftir.

kv Palli bró.

Páll Jóhannesson, 5.10.2007 kl. 17:45

2 identicon

Sæl elsku besti vinnufélagi lanagði aðeins að votta þér samúð mína og votta ég vinkonu þinni alla mína samúð og þér líka. Ég veit að þú ert að ganga í gegnum erfiðan tíma en vona samt að ferðin verði skemmtileg eins og þú ert búin að vera tala um en mundu ég vinn fyrir þig fimmtudag svo góða ferð elsku Hrönn mín og hey mig hlakkar til að eiga eina helgi í mánuði með þér;)

Kossar og knús og Góða ferð ;)

Villa vinnufélagi

Villa vinnufélagi (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband