16.10.2007 | 15:48
Téin tvö
Góðan daginn og velkomin á fætur
Jæja þá er maður komin heim úr fríinu sínum sem var allt í allt sex dagar og ekki leiðinlegt að fá smá pásu frá hinu hversdagslega lífi Við hjónin skelltum okkur út í hina stóru Ameríku sem ég er búin að skýra upp á nýtt téin tvö standa fyrir trjám og trukkum Nóg var af slíku í USA sé líklega tré næstu daga. Hitinn var ótrúlega góður 25-30 stig hefði ekki mátt vera meiri fyrir íslendinga eins og mig. Versluðum heil ósköp af fötum og þarf ekki að kaupa næstu daga meira Vorum eina nótt í Baltimore og færðum okkur svo yfir til Virginíu nánar tiltekið til Richmond var náð í okkur til Baltimore seinnipartinn á fimmtudag og dvöldum í Richmond þangað til við fórum heim á sunnudagskvöld Dvöldum þar á tveim hótelum fyrra heitir Days Inn sem ég mæli engan vegin með Hitt var Embassy og mæli sko með því það er í Hilton keðjunni og gæðin þjónustan og umhverfið allt til fyrirmyndar manni leið eins og kóngi og drottningu þar Verlslað var í Wall Mart, Key Mart, JC Penny, Old Navy og einhverri sportveruverslun sem ég man ekki nafnið á. Vinarfólk okkar sá að mestu um að keyra okkur tókum bara einu sinni leigubíl ætluðum að labba einu sinni en þá vantaði gangbrautir og við ekki nógu klár til að labba á hraðbrautunum Skoðuðum okkur um þarna sáum mikið og margt gaman fyrir utan öll tréin sem ekki vantar þarna hús inn á milli og stundum ekkert nema tré Fórum svo út að borða á Laugardagskvöldið með Hrafnhildi James Kristínu Rob og Stínu æðislega góður matur þarna verslaði svo jólagjafir handa James og Kristínu sem ég skildi eftir úti handa þeim. Kvöddum þau svo á sunnudag þá var haldið yfir til Wasington keyrt labbað og skoðað heilmikið meðal annars Hvítahúsið Buch var ekki heima til að bjóða okkur upp á kaffi Ferlega mikið skoðað og labbað held að ég sé búin að labba fyrir næsta mánuðinn og 10cm styttir eftir alla gönguna En ég mátti nú ekki við því. Komum svo heim á mánudagsmorgun í skítakulda enda ekki vön slíku eftir gott sumar hér á Suðurnesjum Þreytt og ánægð með góða ferð farin að plana þá næstu Allir ánægðir með það sem þeim var fært þegar heim kom. Reyndar er tómlegt hérna í kotinu eftir að Hrafnhildur og krakarnir fóru en við verðum nú ekki lengi að venjast gömlum siðum aftur Jæja en svo var hann frændi minn að flytja hingað í Njarðvíkurborg og ætlar að dvelja þar hjá góðum hjónum og taka upp góða siði Svo kannski fer maður að rekast á hann á götum bæjarins. Í gær var svo borinn til grafar vinur okkar hann Ásgeir en við vorum nýlent hérna svo við sáum okkur ekki fært að fylgja honum síðasta spölinn en ég hafði samband við prestinn í Akureyrarkirkju þaðan sem hann var jarðaður frá og kom kveðju til aðstandenda hans frá okkur. Takk fyrir allt Geiri minn góður vinur sem þar var á ferð. Kveð að sinni. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi blessaða Ameríka hún klikkar sko ekki frekar en fyrri daginn. Hef komið á þessar slóðir sem þið voruð á svo ég skil þig vel.
Þetta með frænda okkar sem er fluttur í Njarðvíkurborg - ef þú rekst á hann þá ekki vera á bíl
Páll Jóhannesson, 17.10.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.