Brostu framaní heiminn

Góðan daginn og velkomin á fæturGrin ´

Já þá brosir hann framaní þig.Grin Mér datt þetta í hug í nótt gat ekki sofnað um leið og ég lagðist á koddan svo ég fór að hugsa um lífið og tilveruna aldrei slíku vant skéður ekki oft en kemur fyrirTounge Einn kona sem ég þekki virðis nefnilega halda það að allir aðrir en hún hafi það betra en húnBlush Að þurfa að eiga samskipti við slíkar manneskjur getur gert mann gráhærðan með meiru. Af hverju að eyða tíma sínum og ævi í beiskju og gremjuAngry Frekar að sjá hvað lífið hefur upp á að bjóða. Sumir ganga í gegn um erfiðleika sem manni finnst oft nóg um öll upplifum við sorgina mismunandi mikið en við komumst ekki hjá því enda gangur lífsinsWoundering Til að takast á við mótlæti og erfiðleika þarf að vera hugsandi og vakandi. Oft hef ég hugsað hvað ég á virkilega gott því margur hefur það miklu verra en ég. Að eiga fjölskyldu er ekki sjálfgefið hvað þá að eiga börn og barnabörn sem eru heilbirgð. Það eru ekki allir þeirra gæfu aðnjótandi, svo ef maður brosir alla vega í gengum tárin þá fær maður bros á móti og heimurinn brosir allurGrin

Annars er það að frétta hérna frá Suðurnesjum að lífið gengur sinn vanagangGrin Vinna sofa éta hvað meira er hægt að biðja um. Sveina mágkona mín er stödd hér á landi en hún býr í Tampa í Florida verður hérna uppi á fróni í mánuðCool Hef aðeins hitt hana. Gústi yngri fór í tanntökuTounge svona ólíkt frændsyskynum sínum sem eru að fá tennur en hann fór til sérfræðings til að láta skera fyrir endajöxlunum sínum og er bólgin og þrútinn greyjiðCrying En nær sér vonandi fljótt. En svo í dag að ég held koma mamma og pabbi til landins frá Costa del SólCool eftir þriggja vikna frí og vonandi sleppa í gegn um tollinnGrin Það verður ábyggilega kalt að koma heim í heiðardalinn eða alla vega hefur verið ansi kalt undanfarið en mamma og pabbi velkomin heim. Læt þetta duga í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Við pabbi þinn lentum á Akureyrarflugvelli kl. 10.55 laugardaginn 20 okt. Það var ágætt veður hér og engin vandi að komast gegn um tollinn. Þeir voru nú fljótir að renna okkur hér í gegn, enda algjör öngþveiti að afgreiða 180 manna hóp. Flugstöðin er allt of lítil og tollurinn smá kompa. Svo held ég að nammið sé alveg eins hægt að kaupa í Bónus. Kv mamma.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.10.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 36408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband