Hugrenningar

Góðan daginn og velkomin á fæturGasp

Í dag eru 25 ár síðan að ég skírði frumburðin minn hana Anítu. Það tók nokkra mánuði að finna nafn á dömuna enda ekki sama hvaða nafn hún fengiTounge Var búin að ákveða nafn en ekki gekk það þar sem ég eignaðist stelpu en ekki sták eins og ég var viss um. Séra Birgir Snæbjörnsson jós hana vatni og blessaði hún var skírð í stofunni hjá langömmu sinni og langafa að Seljarhlíð 13a en í dag búa amma hennar og afi þar. Tilefnið að þessu degi var það að amma min heitin hún Anna var þá að halda upp á sjötugsafmæli sitt deginu fyrr en hún átti afmæli 25 oktGrin En bara allar konur til hamingju með daginn. Er svo að fara í afmæliskaffi í dag til Konna en hann á afmæli i dagGrin

Ég var búin að skrifa heila ritgerð hérna áðan sem ég tapaði og nenni ekki að skrifa aftur. En aðeins að þættinum í gær á stöð 2 Kompás. Ég á ekki til orð yfir réttarkerfið á Íslandi hvernig það getur komið svona fram við fatlaðan einstakling. Það er nátturulega eitthvað að þegar svona einstaklingar eru vistaðir inn á réttargeðdeild. FootinMouth Það reyndar er ótrúlegt hvað er mikið um að fatlaðir einstaklingar séu bara hafðir í geymslu. Come on það er 21 öldin hélt að við værum komin af steinaldartímabilinu en hvað? Ég verð svo reið þegar ég hugsa um þessa hluti hef sjálf þurft að ganga í gegn um miklan frumskóg þegar kemur að þessum málaflokki lærði líka helling þegar ég var í náminu mínu og tók svo stefnu að mennta mig aðeins og vinna með fötluðumGrin Vil bara benda fólki sem er klárt að skrifa og koma frá sér rituðu máli vel og veit um málefni sem hlúta að fötluðum sem bortið hefur verið á eða veit um að úrlausnir til handa einstaklingum er ekki til eða boðlegt að hafa samband við þá á stöð 2 Kompás. Þeir vilja benda fólki á að láta þá vita ef kerfið hefur brugðist einhverjum einstaklingum sem eru fatlaðir. Margur er í hálfgerðri geymslu vegna úrræðaleysis sveitarfélaganna þeir bera við manneklu og peningarleysi sem að mörguleyti á við rök að styðjast því ekki er maður að vinna við þetta vegna hárra launa frekar af hugsjónGrin Vona að minnsta að ég geti hjálpað þeim einstaklingum sem ég vinn hjá og leyft þeim að njóta sinna mannréttinda. Ef eitthvað kæmi fyrir þau eigum við að hafa mannréttindi þeirra að leiðarljósi hjálpa þeim og styrkja veita þeim alla þá aðstoð sem við getum svo þau megi lifa sem eðlilegustu lífi og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Læt nú þetta duga í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Í dag eru 25 ár síðan að ég skírði frumburðin minn" ég hélt að Birgir hafi gert það, nei bara.

Til hamingju með daginn kv Palli bró

Páll Jóhannesson, 24.10.2007 kl. 16:56

2 identicon

Hæ elskurnar. Æðislegar myndir frá Ameríku ferð ykkar . Gaman hvað tað var skemtilegt hjá ykkur . Ætli næsta væri að koma á flatlöndin ??

Margith (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott hjá þér. Sá ekki þáttinn, var á fundi. En við vitum öll að fatlaðir og þeir sem minna mega sín eru útundan í þessu landi, þó nóg sé til af peningum. Það er ýmislegt sem gera má fyrir þetta fólk, sem dregur fram lífið á lúsalaunum og á ekki fyrir nauðsynum hvað þá meir.

Kveðja í Reykjanesbæ.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.10.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband