3.12.2007 | 09:20
Hvað er í gangi
Góðan dagin og velkomin á fætur
Já hvað er í gangi var byrjuð að blogga svo bara allt í einu hvarf allt er þetta tákn um að hin færslan hafi ekki verið nógu góð ha Er andlaus núna. Mikið hefur gengið á hérna á suðurnesjum síðustu daga sorg og reiði vegna slys á litlum dreng sem dró hann til dauða og sá sem keyrði á hann stakk af og lét sig hverfa
Kveikt var á friðarkertum og blóm lögð á þann stað sem keyrt var á hann og lét ég ekki mitt eftir liggja þetta er hörmung
Á föstudagskvöldinu fór ég að föndra ásamt vinnufélögum mínum og gerðum við eitt stikki jólasvein sem verður vonandi komin á sinn stað innan skamms og tek ég myndir af honum og set inn hérna hjá mér Ég hélt að ég væri svo mikið jólabarn í mér en síðustu dagar hafa eiginlega afsannað það
Er ekki búin að skeyta allt hjá mér ekki búin að baka eða réttara sagt ekki byrjuð að því og svo mætti lengi telja veit eiginlega ekki hvað er að gerast hjá mér bíð eftir að andinn komi og hjálpi mér
Anna systir mín kom hingað í heimsókn í síðustu viku og fórum við á búðarráp í höfuðborginni og áttum góðar stundir saman. Sendi hana með pakka norður til vinkonu minnar sem missti manninn sinn fyrir nákvæmlega tveim mánuðum síðan
Einn af mínum kærustu vinum. Hringdi svo Anna í mig og lét mig vita að hún væri búin að koma þessu til skila og hitta hana vinkonu mína sem var svo döpur og lútin engin ánægja né gleði í svip hennar
Sem er auðvitað skiljanlegt finnst ég eitthvað svo vanmáttug núna og tóm í mér get ekki verið henni innanhandar og jólin framundan man ekki eftir svona líðan hjá mér áður en fer nú vonandi að lagast. Það eru svo margir sem eiga um sárt að binda og erftitt að gleðjast þegar svona stendur á fyrir fólki. Vil einnig benda fólki að kíkja á síðuna hjá Palla bróðir og mömmu minni til að leggja sitt af mörkum handa fólki sem þarfnast hjálpar núna á aðventuni og leggja sitt af mörkum.
Á fimmtudagskvöldið var svo hin árlega aðventukransagerð hjá okkur konunum. Þar hittumst við ég og Aníta ásamt fjölskyldu Ingu mágkonu minnar þar að segja konurnar bara ekki karlar Á sunnudaginn næsta er svo áætlað að gera laufabrauð í Kópavoginum hjá henni Siggu það er alltaf hist þar og laufabrauðið gert og hlustað á jólalög veit ekki hvað ég gerði ef þetta væri ekki orðin hefð hjá okkur
Þessi hefð var gerð þegar ég bættist í hópin og flutti hingað suður fannst Ingu þetta upplagt enda komst hún á bragðið með laufabrauðið þegar hún kynntist Dóra bróðir og bjó fyrir norðan einhverntíman á síðustu öld
Aðeins eitt að lokum vil ég óska Önnu systir til hamingju með daginn á morgun en þá á hún afmæli veit að hún les þetta ekki en samt. Kveð að sinni. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú nógur tími en til að huga að skreytingum. Sjálf er ég bara búin að baka 6 sortir af smákökum. Tvær af þeim næstum búnar þar sem ég hef gefið af þeim og svo fá allir sem líta inn smákökur með kaffinu. Ég bið að heilsa í laufabrauðs partíið hjá henni Siggu er viss um að þar verður fjör. Kveðja úr Seljahlíð.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.12.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.