Desember

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_adobe_digital_camera_photos_2007-12-10-1148-11_im00.jpgGóðan daginn og velkomin á fætur. Þá er desember gengin í garð með öllum sínu stessi og látum fyrir jólinGetLost  Snjórinn lét loks sjá sig en því miður sér nú fyrir endan á því og farið að rignaDevil  Ég spyr nú bara hvar er veturinn eiginlega. Það sem hægt að að láta rigna væri ég til í að breyta í snjó á veturnar enda eru árstíðirnar farnar að renna saman í eittCool  Núna þegar þessi síðasti mánuður ársins gengur í garð er myrkur nánast allan sólarhringinn þegar maður vaknar og fer til vinnu líka þegar vinnudegi líkurTounge  Ég er ein af þeim sem myndi gjarnan vilja hafa snó þennan mánuð hann gerir allt miklu bjartara og lýsir upp svartasta skammdegiðCool  Þótt myrkrið geti verið gott er það stundum einum of í skammdeginu. En nóg um það bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og þá verður gaman og sumir verða svona einum of ofvirkir annað en á veturnarTounge  Gærdagurinn fór í laufabrauðsgerð í Kópavoginum það er árleg hefð hjá okkur´. Fjölskyldan hennar Ingu mágkonu og ég fæ að fljóta með. c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_adobe_digital_camera_photos_2007-12-09-2113-56_im00.jpg Sem betur fer veit ekki hvað ég gerði ef þessi siður okkar væri ekki til. Við Dóra fórum í Rúmfatalegerinn en það er okkar hefð að kíkja þangað áður en farið er í Birkihvamminn til hennar Siggu gera laufabrauð. Margt var um mannin þar og borðað nammi og hlustað á musik auðvitað Boney M hvað annað það er alltaf gert við þetta tækifæri okkar. Er aðeins að koma til eftir lægð sem hefur verið að bogga mig undanfarið bakaði tvær smákökusortir sem er sko frásögufærandiGrin  Á ekki von á því að gera mikið meira enda er vinna framundan alveg til jóla og svo um jólin líka svo ekki vinnst nú mikill tími hjá mér að gera meira eða kannski nenni ég því bara ekkiGrin  Við hjónin eru að hugsa um að taka okkur einn dag í vikunni til að versla nokkrar jólagjafir enda ekki seinna vænna. Stákarnir komnir í jólafrí í skólanum síðasta prófið var hjá þeim í morgun svo nú er bara verðið að hafa það næsGrin  Læt þetta nú fara að verða gott í bili og kveð. HJ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn mín! ef þig langar í snjó þá máttu koma norður og hirða allan þann snjó sem þú finnur á minni landareign - ALLANN.

Páll Jóhannesson, 10.12.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Palli minn takk fyrir gott boð en ég á ekki leið norður strax en ef veður leyfir kemur Ævar norður um helgina svo að þú getur mokað fyrir mig snjó i poka og sent það með honum suður. Það væri mín óska jólagjöf í ár.

Hrönn Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæl Hrönn! ég tími nú ekki að gefa þér þennan snjó sem er á minni lóð. Við Palli erum greinilega ekki með sama smekk hvað það varðar. En svellið og hálkuna sem nú er komin er ég ekki hrifin af. Vonandi fáum við hvít jól hér, er ekki hrifinn af þessu myrkri sem grúir yfir þegar jörðin er auð. Kveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.12.2007 kl. 16:20

4 identicon

Hæ. Er alveg sammála þér Hrönn mín. Snjór er æðislegur, bara man sleppur frá að moka hann. Flott handverk hjá þér, enn er fjölskyldan jú þekkt fyrir að verða listhæfin 

Margith (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:32

5 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk fyrir það Margith mín já það eru ansi margir lisrænir í ættinni og ekki gleyma sjálfri þér ekki smá listakona þar á ferð sama hvort er myndist eða kökuskreytingar. Kemst reyndar aldrei með hælana þar sem mamma er á ferð hún er ein að mínum uppáhalds listakonum. Mamma gott að hafa sama smekk og þú Palli hefur kannski ástæðu til að finnast leiðinlegt að hafa snó erfiðara að komst um þegar hann er til staðar

Hrönn Jóhannesdóttir, 11.12.2007 kl. 20:28

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn! Er búinn að taka frá snjó, sendu Ævar til mín ef hann kemur norður svo hann geti tekið slatta með sér. 

Páll Jóhannesson, 12.12.2007 kl. 14:39

7 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk fyrir það Palli vona að þú hafir sett hann í frystir strákurinn kemur og fyllir bílinn hjá sér en og aftur takk

Hrönn Jóhannesdóttir, 12.12.2007 kl. 19:01

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn mín! þetta er allt klárt.

Páll Jóhannesson, 13.12.2007 kl. 18:48

9 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hey Palli getur þú geymt snjóinn í smá tíma drengurinn kemst ekki norður vegna óveðurs sem geysar hérna aldrei slíku vant við erum nenfilega ekki vön svona roki það er bara misjanlega mikil hreyfing á logninu þangað til í dag. Storm kveðjur frá Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 14.12.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband