Engin hreyfing á loginu alla vega ekki strax

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Sumum finnst margt skrítið hérna suður með sjó. Þetta með lognið varir en þangað til að hreyfing kemst á það sem virðist ætla að vera í dag eða kvöld annars er yfirleitt alltaf lognmolla í kringum migTounge eins og flestir vita er ég ekki mikið fyrir að vera á fullu vil bara að hlutirnir séu gerðir strax og helst í gær og ekki seinna en þaðWoundering Jæja en samt sem áður finnst mér bara gott að vera hér og líður vel og finnst gott að hafa kosið að eyða hluta af minn ævi hérna á suðurnesjum enda margt skrítið sem skéður hérna og fellur maður kannski bara inn í umhverfið þáTounge Jæja en í dag á hann Samúel þór frændi minn afmæli og er 16 ára karlinn til hamingju með daginn Sammi minn og veit ég að pabbi þinn og Björg gefa þér örugglega stóran harðan pakkaTounge Nú styttist óðum til jóla og ekki nema vika þangað tilGrin Okkur er boðið í skötuveislu til Óla bróðir Gústa og Maju konunar hans á sunnudaginn. Hef ekki vanist þessum sið fyrr en ég kynntist þessu hérna þegar ég var að vinn á vellinum var þetta árlegur siður og smakkaði ég skötu þá í fyrsta skiptið hún er allt í lagi einu sinni á ári en ekki mikið oftarGrin Sunnudaginn síðasta voru svo litu jólin hjá okkur á sambýlinu var eldaður kalkún sem bragðaðist hreint út sagt frábærlega fengu svo allir pakka ég fékk kaffipakka frá kaffitár hátíðarkaffi og könnu til að drekka herleg heitin úr.

Jólasveinarnir hafa lítið kíkt til mín en tveir hafa komiðTounge annar fór með jólapakk fyrir mig norður og hinn er væntalegur norður yfir heiðar á föstudaginn og tekur fyrir mig jólakortin maður verður nú að vera pínu skynsamur og nota þessa sveina og spara sér frímerkinnGrinAlltaf að græða eða þannig. Er svo á fullu núna við að pakka inn gjöfum og skirfa jólakort duglegGrin Á svo bara eina vakt eftir til jóla en það er næturvakt og verð svo að vinna alla jóladagana og áramótin lika svo mér finnst ekkert leiðinlegt að eiga frí núna ætla svo að reyna að fara á aðventutónleika hef haft það fyrir sið mörg undarfarin ár og er það einn liður í aðventunni. Jæja en svo geta sumir kíkt í "kaffi" á reyndar hátíðarkaffi til tilbreytingar en Helga alltaf velkomin enda stutt að hlaupa út í sjoppu eftir öðru en kaffi. Læt þetta gott heita úr logninu á suðurnesjum. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæl Hrönn. Ekki hefur mér nú heyrst vera  nein lognmolla í veðrinu hjá ykkur að undanförnu. Ég minnist ekki annars úr veðurfréttum  en  snarvitlausu veðri og grenjandi rigningu.Gott að þú skynjir það sem lognmollu. Ég er nú ekkert að láta aumingja jólasveinana sjá um póstinn minn, held að þeir séu svo þreyttir eftir burðinn af öllu dótinu sem þeir setja í skóna. Hafðu það gott og njóttu frídagana.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.12.2007 kl. 20:42

2 identicon

Hæ stóra og fallega systir, ég geri nú ekki mikið af því að lesa svona blogg en ég verð nú að segja það að alltaf finnst mér gaman að lesa þessar hugleiðingar þínar. Enda ólíkt mörgum öðrum hefur þú frá mörgu og skemmtilegu að segja því mér finnst allt of mikið um það að fólk skrifi eintóma þvælu á þessi blogg sín.En mest finnst mér gaman að í gegnum skrif þín finn ég svo sterkt hvað þú ert ánægð og hamingjusöm þarna í sælureitnum suður með sjó og það er mér mikils virði. Ég hef lúmskt gaman af því að lesa um að sumir virðast öfunda þig af því að búa þarna suður frá.Enda ekki af ástæðulausu sem flestir landsmanna búa á suðvesturhluta landsins. jólakveðjur úr Snægilinu, við söknuðum þín og þinna á laugardagskvöldið.

Jói litli bró (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Veistu Hrönn! að það er góðs viti að búa þar sem margt skrítið gerist, það er merki um líf - ekki vildi ég búa í samfélagi þar sem ekkert skrítið gerðist, það væri einmanalegt samfélag. Einnig er það rétt sem þú sjálf hefur margt bent á að þar sem manni líður vel - það er heima, hvað sem öfund annarra líður.

Svo get ég tekið undir með Jóa bró þegar hann segir alltaf gaman að lesa hugleiðingar þínar á blogginu - þess vegna er ég daglegur gestur hér. Einnig þegar hann segir þig ,,fallega" auðvitað, samt vildi að hægt væri að segja þetta um okkur bræðurnar

e.s. snjórinn bíður enn í frystinum

Páll Jóhannesson, 17.12.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband