Afslöppun

Góðan dagin góðir hálsarSleeping

IM000445 Já það er óhætt að segja að þessi flotti sveinn sé bara í afslöppun og lætur ekk stress jólanna hafa mikil áhrf á sig. Hreinlega varð að setja inn mynd af honum í öllu stressinu sem fylgir þessa daganaGrin Hann er keyptur á ferð okkar um USA núna í haust. Fékk góða heimsókn í gær frá frænda mínum sem færði mér gjöf sem hann gerði sjálfur og gaf frænku sinniGrinIM000444 Þessi flotta skreyting er eftir Ragnar Þór. Jói litli bróðir hringdi svo í mig og var mikið spjallað og sakna ég hans afar mikið á þessum tíma ársCrying Hann var nú svo elskulegur að kommenta hjá systir sinni og talar um hvað ég sé falleg og skemmtilegGrin Svo voru "einhverjir" sárir yfir því að þessi fegurð hefði ekk fylgt þeim eldri bræðrum mínumFootinMouth Og setja gæsalappir við að ég sé falleg hvað er máliðDevil Alltaf sagði mamma mér að ég væri hefðardrottning og ég sem trúi þvíGrin Nei æji bara að djóka fegurðin kemur að innan líka svo að þeir sem ekki bera hana utan á sér hafa hana þá að innanGrin Jæja en nóg um þessar pælingar mínar. Er komin í frí fram að aðfangadag svo ég ætla að reyna að gera eitthvað að viti en veit ekki hvað það á að veraGrin Kveð að sinni úr logninu og blíðunni hérna fallegt um að líta og gaman að vera til. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hæ sæta! verð að biðja þig afsökunar á ,,gæsalöppunum" þær áttu bara að vera sem tilvitnun í orð Jóa, þar sem hann hitti naglan á höfuðið. Auðvitað ertu falleg það hef ég aldrei efast um.

Og meira um fegurðina ég nýtti mér góð ráð frá föður mínum sem sagði forðum daga þegar ég safnaði skeggi í fyrsta sinn hann sagði eitthvað á þessa leið ,,þetta er miklu skárra svona eftir því sem sést minna í andlitið...." Síðan hef ég nær undantekningarlítið haft skegg. Ég reyni bara að telja mér trú um að ég hafi þessa innri fegurð.

Skreytingin hjá Ragnari ber með sér að hann hefur þessa listrænu hæfileika sem kvennarmurinn býr yfir.

Hafið það gott og vonandi tekst ykkur að sneiða hjá öllu stressi.

Páll Jóhannesson, 20.12.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flott skreytingin hjá Ragnari Þór. En einn listamaður í fjölskyldunni. Hafðu það gott í logninu sem loksins kom hjá ykkur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.12.2007 kl. 20:47

3 identicon

já Hrönn það er synd að eldri bræðurnir skildu fara á mis við fegurðina því ekki sakar að hafa hana bæði að innan og utan, því ég hugsa með hrillingi ef ég þyrfti að fela andlit mitt með skeggi. En við vorum svo heppin að vera yngst og foreldrar okkar komin með góða og mikla æfingu við að búa til afkvæmi. og eins og orðatiltækið segir æfingin skapar meistarann eða fólk lærir af mistökunum. Gott að vita að mín er saknað og vertu viss um að söknuðurinn er ekki minni hér. Falleg skreyting og falleg hugsun hjá Ragga frænda.

jói litli bró (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:51

4 identicon

Kæra fjölskylda

Okkur langaði að óska ykkur öllum gleðilegra jóla & farsældar á komandi ári með von um að hátíðin & nýja árið verði ykkur yndislegt :o) Sjáumst hress á nýju ári :o)
Okkar allra bestu jól-& nýárskveðjur
Dagga,Jói,Margrét Birta,Elín Alma & Jón Páll

E.s. Sammála með að skreytingin hjá Ragga sé stórglæsileg & munið svo " öll börn guðs eru falleg "  Þetta snýst aðeins um það hvernig við lítum á hvort annað, eins manns fegurðardrottning er það kannski ekki augun náungans

Dagga, Jói & börn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:50

5 identicon

Hrönn Gústi og viðhengi,, gleðileg jól elskurnar okkar öll sömul og hafið það nú gott um jólin og ekki borða ykkur til óbóta,,,

jólakveðjur

Jói og Björg (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 10:52

6 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk fyrir kveðjurnar og gleðileg jól. Jói og Björg ég lofa engu en skal reyna að borða ekki til óbóta hehe.

Hrönn Jóhannesdóttir, 24.12.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband