31.12.2007 | 12:07
Árið senn á enda
Góðan daginn og velkomin á fætur
Jæja þá er nú þessu ári senn að ljúka og nýtt ár í vændum með sínar væntingar. Ekki er nú auðvelt fyrir mig að rifja upp árið sem er að ganga í aldanna skaut enda er ég með teflon heila en ætla að stikla aðeins á stóru
Mitt helsta afrek á árinu var að útskrifast úr Borgarholtsskóla eftir tveggja ára nám sem félagliði og er bara ansi stolt af sjálfri mér fyrir vikið
Í byrjun árs eða í feb rétt áður en ég varð jafngömul og ég er í dag varð ég alvöru amma fékk myndarlegan strák frá dóttur minni
en hún Hrafnhildur fósturdóttir mín á tvö börn sták og stelpu sem búa núna í Las Vegas. Við hjónin afrekuðum það að fara erlendis saman í fyrsta skiptið okkar saman og héldum úti í hinn stóra heim Ameríku. Einn af mínum kærustu vinum var borin til grafar daginn sem við komum heim úr Ameríku hann Geiri minn og sakna ég hans verulega og vil óska vinkonu minni sem var eiginkona hans hún Gunna Vala velfarnaðar á nýju ári og hlakka til að heimsækja hana.
Stefnan á næsta ári er að fara aftur út en kannski ekki til Ameríku en mikið er um afmæli á komandi ári Gústi minn verður hálfraaldar gamall ásamt Palla bróðir en þeir eru svo samstíga að eiga afmæli sama dag
Gréta mákona mín varð einnig fimmtug á þessu ári. Stína mákona mín 40 ára og maðurinn hennar 60 ára og svo mætti lengi telja en ég sleppi því
Í sumar komu svo hingað til landsins Hrafnhildur með krakkana sína og sáum við hana Kristínu liltu í fyrsta skiptið þá og Iris frænka Gústa sem einnig býr í USA kom eftir 24 ár í heimsókn hingað og var það mjög gaman enda var ég að hitta hana í fyrsta skiptið
Okkar árlega fjölskyldumót var haldið af Palla og Margréti í skagafirði að Melsgili og var það vel heppnað og hin mesta skemmtun í alla staði takk fyrir okkur
Eflaust er ég að gleyma einhverju en það verður bara að hafa það
Ætla svo að enda þetta með að segja frá að á föstudaginn fórum við Gústi á körfuboltaleik í Grindavík þar sem þeir tóku á móti okkar mönnum í UMFN og skemmst er frá því að segja að mínir menn sigruðu og var þetta hin skemmtilegasti leikur. Vil að lokum óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Gangið hægt um gleðinar dyr í kvöld. Kveð að sinni HJ.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óhætt að segja að árið hafi verið stórt hjá þér, enn og aftur til hamingju með útskriftina, mættu fleiri taka dugnaðinn þinn sér til fyrirmyndar. Afar, ömmur geggjað hlutverk, skil stolt þitt. Stór afmæli hér og hvar, gaman en blendið.
Trúi því að utanlandsferðin hafi kveikt í ykkur, drífa sig aftur hið fyrsta út.
Njótið lífsins og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Áramótakveðja úr Drekagilinu.
e.s. Ævar kom aldrei til að sækja snjóinn sem bíður í frystinum
Páll Jóhannesson, 31.12.2007 kl. 13:30
Langaði bara kasta á ykkur áramótakveðjur & hafið það gott í kvöld & nótt
Vona að næsta ár verði ykkur jafn gæfuríkt & það sem fer senn að líða & jafnvel enn viðburðarríkara þó erfitt sé að toppa
Enn & aftur er maður auðvitað að rifna úr stolti með skólagönguna þína, ekki allir sem hafa þetta í sér, mátt sko alveg vera ánægð með sjálfa þig & meira til 
Söknum ykkar auðvitað & hlökkum til að hittast á nýju ári hress & kát
Áramótakveðjur frá okkur öllum
Dagga, Jói, Margrét Birta, Elín Alma & Jón Páll
Dagga & co (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:41
Gleðilegt ár og takk fyrir allar indælu stundirnar á liðnu ári. Megi nýtt ár fara vel með ykkur. Nýjárskveðja úr Seljahlíð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:27
Hæ elsku dúllan mín og gleðilegt árið,leiðinlegt að við náðum ekki að hittast um helgina en vonandi verður gerð bragabót á því fljótlega. Og mig er farið að hlakka til að koma suður í sæluna og samgleðsjast þér þegar Gústi verður 50 ára.Kveðja úr snægilinu. ps.en haltu áfram að vera dugleg að blogga því það er vandfundið að finna svona skemmtilegt og áhugavert blogg eins og þitt og mættu margir taka þig til fyrirmyndar þegar þeir setjast niður við tölvuna til að blogga.
Jói litli bró (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.