2.1.2008 | 19:25
Áramótaheit!!
Góða kvöldið góðir hálsar
jæja þá er áramótin búin með öllum þeim sprengjum og látum sem því fylgdi en nískupúkin ég horfði bara á hina sprengja upp öllum stærðum og gerðum af flugeldum
Kalkúnn var snæddur hérna en Aníta,Davor og Ivan Freyr borðuðu með okkur og reyndist maturinn hreint út sagt lostæti. Var að vinna reyndar en húsbóndinn og drengirnir sáu um að ausa yfir fuglinn á meðan
Síðan var horft á sjónvarpið skaupið fannst mér frábært en kannski er ég bara með svona lélegan húmor en hvað um það
Yngri kynnslóðin hélt út á lífið en Ivan Freyr gisti hjá ömmu og afa og svaf af sér allan hamagangin þegar landinn skaut upp og svaf bara vært
kannski sofið bara betur undir góðum undirleik
Kúturinn sá um að við svæfum ekki yfir okkur enda fór ég að vinna á nýrárskvöld
Var að tala við Hrafnhildi í síma áðan en Kristín litla var í aðgerð í dag það var verið að lengja sinar á báðum fótunum hennar og gekk aðgerðin vel tók um klukkutíma og var daman að vakna og öll að koma til en þau mega svo fara með hana heim í dag og verður hún í gifsi í sex vikur þessi elska mikið langt í lítið barn
Svo er ég bara að fara að setjast niður og ákveða mig með vetrarfrí en ég á rétt á því í fyrsta skiptið á ævi minni en svo á ég reyndar eftir helling af tímum af sumarfrí og er verið að athuga hvort það bætist við frí í sumar svo kannski vinn ég bara ekki neitt í sumar ligg bara í leti
Það er rétt trúlegt að ég geri það. Kona ein hjá svæðisskrifstofu sem ég talaði við spurði mig hvort ég kynni ekki að vera í frí og nota minn áunna rétt enda á ég helling inni góð spurning það hef svo sem ekki verið mikið fyrir að gera ekki neitt alla vega viðurkenni ég það ekki hér og aðrir sem hafa einhverja skoðun á því eru ekki á sama máli eru vinsamlegast beðnir um að segja ekki frá því hérna
Áramóta heit já ég strendi ekki neitt enda er þá ekkert sem ég þarf að hætta við og segjast ekki hafa staðið við nei og aftur nei. Ætla bara að vona að eitthvað af mínum draumum rætist langar að gera svo margt sem ég vil ekki upplýsa hérna. Læt vita ef eitthvað af mínum draumum rætist. Jæja en aðeins af öðru Aníta Davor og Ivan Freyr eru að fara að flytja eftir um tvær vikur og eru að færa sig um set í Njarðvíkurborg
Verð ábyggilega að vinna þá helgi eða kölluð út í aukavinnu svo ég slíti mér ekki út í flutningum
Nei bara að djóka enda sé ég ekki eftir að hjálpa þeim veit ekki hvar við værum ef þau væru ekki svona dugleg að hjálpa okkur við að flytja og mála enda er tengdasonur minn tilvonandi besti málari sem ég hef kynnst og sér ekki eftir því að eyða sínum litla frítíma í að mála fyrir Pétur og Pál
Jæja en svo var ég sko asskoti dugleg að taka upp síman og tala við vinkonur mínar sem búa úti á landi og ætla að reyna að vera duglegri við að hafa samband við þær jú hey þarna kom gott áramóta heit Læt nú þessari ritgerð minni lokið í bili og kveð. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár :) Er alltaf að tala um að koma í "kaffi" og verð nú að fara að láta verða að því :)
Helga (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 00:53
Svona er smekkur manna misjafn hvað Skaupið varðar, ég glotti af og til ekki meira.
Hrönn, varðandi drauma þína þá er aðalmálið að hafa trú á þeim sjálfur, og ef þú trúir því sjálf að þeir geti ræst þá ertu í góðum málum.
Varðandi Anítu og Davor voru þau að stækka við sig?
Páll Jóhannesson, 3.1.2008 kl. 00:59
Við hér fengum nú frábæran Kalkún á gamlárskveldi hjá Páli og frú. Vonandi gengur allt vel hjá Kristínu litlu. Mikið lagt á litla stúlku. Ég veit að hann Davor
er ekki bara besti málari, heldur er hann sá besti í umönnun og aðstoð þegar bjátar á. Það sýndi sig best eftir slysið sem við lentum í. Ég reyni nú kannski að fá hann norður til að mála fyrir mig í vor eða sumar. 
Ég var líka ánægð með skaupið, enda öðruvísi en þau gömlu. Sjálfsagt að breyta um og láta fleiri spreyta sig. En auðvita er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.1.2008 kl. 10:53
Já Palli þau voru að stækka við sig um nokkra fermetra og Ivan fær sérherbergi ásamt að stelpurnar eiga líka sitt eigið herbergi
Já Helga þú verður að fara að kíkja í "kaffi" er alltaf heima nema stundum hehe
Hrönn Jóhannesdóttir, 3.1.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.