Hvað maður getur verið skrítin

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þar sem ég hef nánast ekkert vit á pólitík og stjórnmálum læt ég aðra um að segja frá því og fylgist bara með hver veit nema ég læri eitthvað á þvíTounge Hefði kannski átt að læra og taka það fyrir að verða veðurfræðingurTounge Þar sem mér er ansi hugleikið þessa síðustu daga og reyndar síðasta mánuðinn er veðrið en reyndar hef ég sagt að það sé alltaf logn í kringum mig og stundum hreyfing á logninuCool Datt þetta í hug í gærkvöldi þegar ég talaði við Palla bróðir en þau fyrir norðan hafa sloppið ansi vel frá öllum þeim lægðum sem gengið hafa yfir landiðCool Eitt er ansi skrítið hjá mér það er að vera veðurhrædd get hreinlega ekki sofið stundum fyrir þessu. Sérstaklega þegar mikill vindur er og stendur á glugga en læt það ekki aftra mér að fara á milli landshluta í kolvitlausu veðri á bílGrin Sem sagt stór skrítin að vera ekki hrædd í bil en að deyja úr hræðslu inni í húsi sem fýkur varla svo glattGrin 

jæja en að allt öðru enda er logn þessa stundina hjá mér. Var að tala við vinkonu mína sem er að flytja norður frá Reyðarfriði okkur kom saman um að alveg sama hvursu lengi maður býr annarsstaðar en á æskustöðvunum þær toga alltaf í mannGrin Rifjuðum upp margar æskuminningar og nokkur prakkarastrik sem við gerðum og hlógum eins og vitleysingar en við erum það nátturulega ekki eins og allir vitaGrin Hlakka til að fara á æskustöðvarnar hvernær sem það verður. En við hjónin erum að fara í næsta mánuði í okkar aðra utanlandsferð til London við förum með Palla bróðir og Margreti konuni hans og hlakkar alveg gífurlega til að eiga með þeim góða og notarlega dagaGrin Tilefnið er að þeir Páll og Ágúst verða 50 ára daginn sem haldið veður af landi. Það munaði heldur ekki um það loksins þegar við fórum í okkar fyrstu ferð getum ekki stoppaðGrin Svo maður er farin að telja niður. Verð í sumarfrí frá 11-25 feb ekki seinna vænna áður en sumarið kemur á inn dálítin slatta af frí síðan síðastliðið sumar. Svo nú veður chillað og tærnar upp í loftSleeping 

Á föstudagskvöldið ætlum við svo að bregða okkur í leikhús í boði DM að sjá leikritið Viltu finna miljón.(já takk) og Aníta og Davor ætla að reyna að komst með ef þau fá barnapíu fyrir Ivan? Svör óskast straxTounge Kvöldið eftir stendur til að hafa starfsmannapartý ef við fáum einhvern til að vinna á sambýlinu og svo í feb er annað partý sem allar starfsstöðvar hérna á suðurnesjum hafa boðað til svo nóg er að gera ef maður fer á allt og stutt inn á Vog ef þurfa þykirGrin Tengdapabbi á svo afmæli núna 28jan. Í feb eru sko nóg af afmælum held að hálf ættin sé þá. Dagin áður en að Palli og Gústi komast í fullorðinar manna tölu verður Hrafnhildur 30ára. Svo kemur fullt af fólki í kjölfarið. Tryggvi sonur Jóhönnu vinkonu, Sigþór(30ára líka),Ivan Freyr, Gústi yngri sama dag og aðalkonan sem er ég að sjálfsögðu á sjálfan konudagin hugsa sér allan þann munað sem því fylgirGrin Er eflaust að gleyma einhverjum enda er ég með tefflon heila svo þið verðið bara að afsaka. Jæja læt þessari ritgerð lokið að sinni og kveð úr logininu á suðurnesjum. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hæ! Hér er spenningu þar er spenningur - mikið verður gaman, London fær sko að vita af okkur.

Þetta með tefflon heila skemmtileg samlíking, ég er sko í þessu hópi líka. 

Páll Jóhannesson, 23.1.2008 kl. 12:54

2 identicon

Hæ Hrönn .

Já  ég er orðin   yfir  djamminu á þér

þú endar á snúrunni        

kveðja.,

kveðja (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er nú meira bröltið í þér . Gáðu bara að blóðþrýstingnum, að hann hækki ekki of. Ekki er víst að þú sleppir svo vel frá að halda veislu. Erum að hugsa um að safna í hópferð og mæta í afmælinu þínu. Kveðja

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já mamma hlíðin dóttir að vanda. En við förum ekki í leikhús vegna veðurs brautinn er nánast ófær og kolvitlaust veður hérna. Partý dettur upp fyrir núna í bili tll 8 feb fengum engan til að vinna fyrir okkur. Þið megið sko alveg koma í hópum eða kippum hingað á afmælisdaginn minn verð heima og síðasti dagur í frí svo ég tek alltaf á móti gestu allir velkomnir

Hrönn Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband