29.1.2008 | 12:23
Yfir kaldan eyðisand
Góðan daginn og velkomin á fætur
Um helgina þá fórum við hjónin í bíó að sjá íslensku myndina Brúðguminn og mæli ég eindregið með henni hló mikið og hafði gaman af Þessi mynd er ein sú skemmtilegasta íslenska mynd sem ég hef farið á. Annars var helgin frekar róleg ekkert djamm eins og fram hefur komið svo ekki vaknaði ég með timburmenn
Í gær var svo þorrablót hjá okkur í vinnunni og mikið sungið og haft gaman enda er ég hás í dag
Syng reyndar afburðarvel að eigin sögn og held því statt og stöðugt fram
Jæja en svo um komandi helgi ætla ég að breytast í kana og hafa það næs. Alveg búin að ákveða þetta og fer að framkvæma það innan stundar
Ætla sem sagt að hamstra allt sem ég held að okkur vanti nauðsynjavörur og eiga birgðir fyrir næstu daga, enda er spáð bruna gaddi svo ekki ætla ég að taka áhættuna af að fara út og frjósa í hel
Eftir vinnu á fimmtudagskvöld fer ég í ullarsokka og eldingarvaran dreg gardínur fyrir alla glugga læsi hurðinni og hleypi engum út né inn svo ekki komi kuldarboli og bíti mig
Verð sem sagt inni þangað til ég neyðist til að fara í vinnu eftir helgina. Þori ekki að taka sénsin á að frjósa ekki og fá kvef,nefrennsli,hósta og hnerra
Enda styttist óðum í að við förum af landi brott með Palla og Gretu og höldum til London svo nú er að verja sig svo að maður komist nú örugglega. Vona í það minnsta að þar verði aðeins hlýrra en hér og minni snjór. Er farin að hlakka óskaplega mikið til þessarra stundar
Hef fegngið nasa þef af því að fólk hafi haldið að við séum að flýja af landi til að sleppa við veilsuhöld come on
Það mætir þá bara helgina sem ég á afmæli hingað enda hagsýn hjón að eiga afmæli með nokkurra daga millibili svo fólk getur nú komið annað hvorn daginn heppin
Ef einhverjir þarna úti eiga svo lopapeysur ullarsokka og værðarvog þá endilega sendið mér
En svo að allt öðru horfði á spaugstofuna og varð fyrir miklum vonbrigðum fannst hún hundleiðinleg og stökk ekki bros á vör allan tíma Fannst þeir mega fara víðar yfir og þetta með hnífstungurnar var einum og ýkt come on. Er reyndar farin að hallast á að ég sé með fáranlegan húmor og reyndar finnst mér það allt í lagi. Missti svo reyndar af umfjöllunni í kastljósi um spaugstofuna. Þeir eiga bara að fara að hvíla sig og leggjast undir feld. Alla vega mun ég ekki sakana þeirra. Kveð að sinni. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og bless
Fann loksins síðuna þína
. Ég missti líka af spaugsstofunni, missi reyndar alltaf ad henni haha fíla þá engan vegin.
Vilborg (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:37
Söngrödd þín er nottla með eindæmum silkimjúk það höfum við alltaf vitað. Ég á engan lopapeysu til að lána þér en snjógalla á ég, sem ég er löngu, löngu hættur að nota en er ekki viss um að við notum sama númer, ef það skiptir einhverju? En endilega farðu vel með þig ekki viljum við hafa þig með eld rautt nef og þegjandi hása þegar við förum til London.
Já ég skellti mér í bíó á sunnudagskvöldið og horfði á ,,Brúðkaup" ég er sammála þér þessi mynd er snilld.
Páll Jóhannesson, 29.1.2008 kl. 15:14
Nei Palli það skiptir voða litlu máli hvort þú notir minni stærð af fötum en þú
Hrönn Jóhannesdóttir, 29.1.2008 kl. 17:14
Hæ hæ. Ég skal lána þér öll þykku og hlýju fötin mín á meðan ég er í sólinni og hitanum :) og þó held að þú passir ekki í mín föt þar sem ég er svo asskoti smávaxin :)
Sólarkveðja, Helga með öl í hendi, sól í hjarta og á hörund :))
Helga (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:38
kvittikvitt, gaman að hitta ykkur í dag, ég hlakka til að hitta ykkur næst :) kveðja úr borg óttans :)
Ólöf (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:31
Sömuleiðis Ólöf mín þú hefur komist á leiðarenda. Er enn að berja í mig hita. Sjáumst fljótlega.
Hrönn Jóhannesdóttir, 3.2.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.