4.2.2008 | 11:48
Við eldhúsborðið
Góðan daginn og velkomin á fætur
Það er alveg magnað hvað margar hugmyndir fæðast oft við eldhúsborðið yfir kaffibolla Var að koma heim frá því að versla og hitti í búðinni eina kunningjakonu mína til margra ára. Við vorum að spjalla um lífið og tilveruna
Þessi kunningjakona mín á einn son sem var mikið hjá okkur á sínum yngri árum hann og yngsti sonur minn voru óaðskiljanlegir vinir þegar þeir voru yngri
Var hún að spyrja frétta af honum og okkur. Við bjuggum þá í húsi sem var gamall læknabústaður og hafði hún búið þar þegar hún var krakki sniðugt hvernig hlutirnir hittast oft á
Jæja en svo eftir dálitið spjall kom hún inn á það að yfir einum kaffibollanum af nokkuð mörgum fæddist sú hugmynd að við myndum bara skella okkur í skóla
Gústi tók það að sér að passa drenginn hennar og fórum við í kvöldskóla í FS. Endist ég eina önn og tók mér þá smá hvíld en hún hélt áfram bar því við að ég væri að vinna svo mikið og þreytt þegar ég kæmi heim eftir vinnu léleg afsökun það
Fór svo reyndar aftur af stað og endaði svo í Borgarholtsskóla sem ég kláraði í fyrra
Þessi kona skellti sér svo í dagskóla þegar herinn yfirgaf okkur en hún var að vinna þar og kláraði svo núna í vor og útskrifaðist sem stúdent flott hjá henni
Hver veit nema þetta samtal okkar leiði til einhvers meira aldrei að vita
Maður fer bara í búðir til að hitta fólk ef það kemur engin að heimsækja mann alltaf hittir maður einhverja til að tala við. Jæja annars hafa margar hugmyndir kveiknað við svipaðar aðstæður og langt mál að telja þær allar upp sumar hafa ræst og komist í framkvæmd meðan aðrar hafa fjarðað út. En um helgina hitti ég Ólöfu Kristínu frænku hún kom hingað suður með sjó í heimsókn til Anítu og var gaman að hitta hana hún býr núna í borg óttans
Svo styttist óðum í að ég fari í smá frí hlakka ekki smá til reyndar verður nóg að gera þangað til vinna fundir starfsdagar og fleira. Ekki eru nema níu dagar í að við förum til London með Palla og Gretu og ekki laust við að það sé komin smá fiðringur í mann
Að lokum vil ég minna á smáfuglana og vera dugleg að gefa þeim. Læt þetta duga í bili og kveð. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú og vinkona þín eru gott dæmi um að það er aldrei of seint að setjast á skólabekk, allt er hægt er viljinn er fyrir hendi, til lukku báðar.
Já blessaðir smáfuglarnir þeim má ekki gleyma nú er hart í ári.
Spenningur hér og þar - niðurtalningin er hafin
Páll Jóhannesson, 4.2.2008 kl. 13:23
Það er aldrei of seint að setjast á skólabekk og ekki síst fyrir svona unga konu sem þig. En kannski erfitt þar sem karlinn er að komast á elli strikið og þarf þá kannski meiri umhyggju. Ha ha.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:03
Góða ferð .
Hafið það sem best.
leiðrétta smá í sambandi við Ellistirkin (það vann ein gömul með mér og hún sagði alltaf ellistrikið eftir það var þetta alltaf sagt mikið verður það gott að komast á ellistriki
kveðja .
Raffy (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:37
Hei systir farðu nú að verða dugleg við að skrifa,það er synd hvað þú ert að verða löt við skriftir,því það er alveg frábært að lesa það sem þú ert að skrifa um.Ávalt gaman að lesa þitt blogg því það er svo jákvætt og upplífgandi,vona svo bara að veðrið skemmi ekki fyrir ferðinni hjá þér og Gústa Kv:jói mar
joi mar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:51
Hæ! 4 dagar, spenningur og svo mikið gaman mikið fjör.
Páll Jóhannesson, 9.2.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.