19.2.2008 | 14:51
Góðan daginn
Þá sest maður aðeins niður við tölvuna eftir nokkra daga hvíld Eins og flestum er kunnugt fórum við til London ásamt Palla bróðir og Margreti konuni hans. Voru þetta alveg yndislegir dagar sem við áttum með þeim og viljum við þakka þeim kærlega fyrir okkur
Fyrsta kvöldið okkar fórum við út að borða á góðan veitingarstað í tilefni afmæli þeirra og reyndar áttu þau skautuhjú brúðkaupsafmæli líka þann dag sem ég því miður mundi ekki
En samt sem áður til hamingju með það þótt aðeins seint sé.
Síðan var farið að skoða sig um á Oxfordstreet og eytt aðeins peningum ekki mikið eða þannig Og var gengið heil ósköp og tíndust fæturnir á okkur þar
En eitt verð ég að segja um hann bróðir minn að sá er sko hetja í mínum augum eftir allt þetta labb eins og hann er til fótanna við sem erum með báðar fætur heilar vorum að niðurlotum komin en ekki kvartaði hann frekar en fyrri daginn og fer þetta á sinni alkunnu Fíragotts þrjósku
Fórum svo í tveggja hæða strætó í útsýnisferð um London sem tók aðeins 3 klukkutíma. Fórum að skoða Vaxmyndasafnið sem er bara æðislegt. Einnig stríðsmynjasafn sem er tær snilld og er alveg ógleymanlegt allir þessir staðir Löbbuðum að skoða Big Ben og Lundúnaraugað sem var ætlunin að fara í en það var svo mikið af fólki að við hefðum þurft að bíða til myrkurs til að komast að svo við létum okkur nægja að ganga um og skoða
Ferðuðumst um með Undergrund flestar okkar ferðir og var það ævintýri útaf fyrir sig fyrir utan menginuna sem var að drepa mann í neðanjarðarlestar kerfinu þarna
Hittum svo Möggu systir Gústa og Frímann á hótelinu sem þau voru á og tókum leigubíl til baka prufðum sem sagt að ferðast neðanjarðar með lestum og ofanjarðar með strætó og leigubílum sem eru nátturulega bara fyndnir. Hótelið sem við vorum á var rétt hjá Palla og Gretu svo við vorum bara nokkrar mínótur á milli og lestarstöðin sem við notuðum mest rétt hjá þeirra hóteli svo þetta var allt í seilingar fjarlægð. Sem sagt búin með tröppuleikfimi fyrir næstu mánuði og göngutúra líka
Það var smá töf á flugi út og heim vegna flugumferðar í London. En okkur til mikillar gleði lentum við nú með forseta Íslands í flugi á leiðinni heim enda erum við sottlans sentilmenn Dagurinn í gær fór að mestu í að tala við fólk í síma eða yfir kaffibolla og reynt að hvíla sig enda mikið þreytt eftir skemmtilega og góða ferð með fullkomnum ferðafélögum. Er svo að reyna að taka aðeins til á von á gestum eftir nokkra daga sem ælta að dvelja hjá okkur um helgina
Læt nú þetta duga í bili og kveð HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vertu nú ekki að eyða kröftunum í tiltektir, við komum fyrir helgina og setjum allt á hvolf. He. he.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:42
Hæ didda og velkomin heim,það held ég nú að Óli verði montinn að hafa verið með þér í vélinni.Hei vonandi hefur þú fundið lappirnar aftur,ekki á þessa fjölskildu bætandi ef þú ert orðin fótalaus:)Hei ef þau gömlu fara að rusla til hjá þér um helgina þá skaltu bara láta þau þrífa eftir sig sjálf he he.Kv:Fýrinn
johannes m (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:48
Sæl frænka
Velkomin heim & það var nú gaman að heyra aðeins í þér þarna úti
Hafðu það svo gott í fríinu þínu & skemmtið ykkur með norðanmönnum um helgina
Bestu kveðjur frá okku öllum
Dagga & family (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:03
Hæ Hrönn! enn og aftur takk fyrir okkur. Veistu ég er næstum handviss um að Ólafur var bara á ferð vegna þess að vitað var að við yrðum í vélinni.
Páll Jóhannesson, 20.2.2008 kl. 10:17
Hei didda:Koma nú þessari vélardruslu í lag svo maður geti skoðað myndir frá ferðinni:KV:Fýrinn
johannesm (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.