Í sátt við guð og menn

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þá er hversdagsleikinn tekin við búin að vera í frí og vinnan byrjuð afturTounge Helgin var hin skemmtilegasta fékk fullt af gestum hingað til mín. Mamma og pabbi komu og gistu hjá mér einnig systir mínGrin Litli bróðir og kærasta hans komu ásamt dóttur hansGrin Haldið var upp á afmælið hjá honum Ivani á laugardaginn fengum nóg af kræsingum þar takk fyrir okkurGrin Um kvöldið bauð ég svo öllum í mat var með lambakjötspottrétt og meðlæti með honum. Fékk góðar gjafir og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir migGrin Notarleg helgi að baki með ættingjum og vinum vonandi líður ekki langt á milli þangað til við hittumst næstGrin

Jæja en svo aðeins að öðru var að hugsa um að læsa blogginu mínu eftir að sjá hvað margir koma hingað inn en fáir sem skilja eftir sporTounge Það kom upp smá atvik sem ég ætla ekki að tala um á þessum vettvangi enda finnst mér þegar fólk er að skrifa þá þurfi það aðeins að passa sig hvað það er að tjá sig umAngry Enda þegar síður eru ekki læstar bíður það upp á að allir geta lesið það sem viðkomandi er að skrifa um. Jú reyndar er málfrelsi eins og allir vita og ekki þarf að ritskoða. Það er nefnilega dálitið skritið hvað sumir eru duglegir að tjá skoðanir sínar án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum þar sem margir eru duglegir við að vafra um á netinu og komast inn á síður hjá hinum og þessum þetta er jú miðill sem er öllum landsmönnum aðgengilegurGrin Ætla aðeins að leggja hausinn í bleyti yfir þessu enda skil ég ekki alveg hvað fólk er duglegt við að vafra um á netinu. Margur maðurinn hefur varla orðið samskipti við aðra nema á msn eða með sms og í gegn um tölvupóst. það er eins og fólk sé hrætt við að hringja í hvert annað eða fara í heimsóknir og tala auglitist við viðkomandiUndecided 

En nóg um þessar hugleiðingar mínar á meðan ég er sátt við sjálfan mig og held mínum stirki þrátt fyrir hvað öðrum finnst er ég í ágætis málum. Því þannig er nú einu sinni farið að ef maður getur ekki hjálpað sér sjálfur getur maður ekki hjálpað öðrumSmile Að vera sáttur við guð og menn tel ég mikilvægara heldur en að pæla í hvað öðrum finnst um mig. Það er nefnilega nokkuð sem fólk ætti að pæla í að það er bara til eitt eintak af okkur og við eigum að njóta þess. Kveð að sinni HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Ég er nú sammála mörgu af því sem þú segir en mér finnst þetta nú samt ótrúlega þægilegt að geta farið inn á t.d bloggið þitt & lesið um hvað þið ættingjarnir mínir eru að gera á suðurlandinu  Ég viðurkenni það að ég hefði bara ekki tíma í að fara hringja í alla ættingjana annað slagið, bara til að fá fréttir & annað  Ég nýti alltaf tímann á meðan ég er yfirleitt að læra & vantar smá hlé, eins og núna & kíki á bloggin hjá ættingjunum & barnalandssíður  Ég skil þig samt, ég er með mína barnalandssíðu læsta því ég vil ekki að allir viti marga hluti um börnin mín en inn á bloggið, sem hefur verið til síðan 2004, þá hef ég það opið því ég set ekki þar inn hluti sem skiptir mig engu máli þótt fólk sem ég þekki ekki viti um mig, þó svo bloggið sé ætlað þeim sem þekkja mig  Ég er kannski bara svona frjálslynd varðandi þessa hluti en ég styð ákvörðun þína alveg & ætla þá að vera fyrst um að biðja um lykilorðið svo ég geti haldið áfram að fylgjast með ykkur  Sakna ykkar voða mikið elskurnar & sjáumst vonandi fljótt

Knús & kossar frá norðurlandinu

Dagga & family

Dagga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn mín láttu það ekki trufla þig hvort á Íslandi ríki mál-tal og prentfrelsi það er þinn réttur að læsa blogginu ef þér finnst það rétt þetta er þitt blogg og þú átt ráða því sjálf hvernig það er - enginn annar. Og það er rétt hjá þér þú ert í góðum málum - haltu þínu striki. kv að norðan

Páll Jóhannesson, 26.2.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir helgina Hrönn mín, hún var indæl og við pabbi þinn ánægð með okkur. Ég er sammála þér um að fólk á að gæta að því sem það er að segja, óþarfi að særa aðra. Ég minnist vísubrots sem hljóðar svo." Aldrei skaltu að ljótum lesti leita í sálu nokkurs manns, heldur grafa ennþá dýpra eftir sálarkostum hans."

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:09

4 identicon

Hæ Hrönn   mín.

Þú er yndisleg  

Ég skal koma og syngja með þér  NÚ ER ÉG Í G'OÐUM   M'ALUM TRALA lala

Pant vera Boggi   eigu við að fara og syngja fyrir maddömuna

kveðja .Vallý

ps ég þori ekki að senda þér hina kveðjuna

Vallý (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:35

5 identicon

Hrönn, þú talar um að þú skiljir ekki hvað fólk vafri mikið á netinu og sem virðist að fólk sé hætt að getað talað saman nema í formi tölvupósta sms eða hvað þetta heitir allt saman.Og mikið rétt hjá þér.En það er nú tilfellið að margir virðast ekki hafa neitt annað við tímann að gera.Og virðist því miður alltof mikið um það að þetta fólk hafi meira gaman að setja út á aðra og dæma,þetta fólk mætti taka þig til fyrirmyndar og skrifa eithvað uppbyggjandi og jákvætt.það er leitt ef það er þess valdandi að þú sjáir þig tilneidda itl að læsa blogginu en eitt mátt þú vita að ég mun halda áfram við að hringja og ónáða þig reglulega,því ég kann enn að tala eins og þú manna best veist. kveðja að norðan

Jói (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:17

6 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Jæja nú er ég búin að stofna mér moggablogg svo ef/þegar þú læsir þá kemst ég til þín Hrönn mín

Dagbjört Pálsdóttir, 27.2.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband