14.3.2008 | 14:43
Blessuð sólin elskar allt
Góðan daginn og velkomin á fætur
Já sólin elskar allt og kemur líka upp um mann Það hefur verðið alveg yndislegt veður hérna sólin
skín bjart en það er samt ansi kalt. Svo tekur hún upp á þvi að skína á allt sem fyrir henni er og þar af leiðandi rykið og drulluna hjá manni
En samt er hún okkur nauðsynleg og alltaf fæ ég orku þegar hún skín svo skært enda veitir ekki af orku núna í pásunni frá þrifunum
Var að vinna síðustu tvær nætur. Mikið er ég nú stolt af mínum börnum. Í gærkvöldi hringdi Ævar í mig en hann var að vinna. Hann vinnur sem pizza sendill hjá Dominos. Spurði mig um símanúmerið á sambýlinu sem ég er að vinna á Það kom til þeirra pöntun sem átti að afgreiða í Hafnarfirði en ruglingur varð svo eftir stóðu þau með nokkrar pizzur sem enginn átti hérna suðurfrá
Þessi elska hringdi og bauð fólkinu á sambýlinu fríar pizzur sem þau þáðu með þökkum
Fallega hugsað hjá honum að vilja gleðja aðra en ekki að hugsa bara um sjálfan sig
Mikið getur nú tónlist gert mikið fyrir mann alla vega mig. Er núna með musikina á fullu að hlusta á Sálina og Gospel það er að mér finnst hrein snilld Hlusta mikið á íslenska tónlist og þar á meðal Papana sem ég kalla stundum meðalið mitt við depurð og þunglyndi það er ekki annað hægt en að komast í gott skap við að hlusta á þá
Enda eru þeir komnir í geislaspilarann núna
Sævar karlinn komin í páskafrí í skólanum og finnst að ég held fullt að þurfa að taka sér frí Hann er á fullu núna við að keyra okkur foreldrunum í æfingarakstri og gengur mjög vel enda ekki við öðru að búast
Styttist í Færeyjar ferð hjá hinum syninum en hann fer á mánudaginn
Verð svo sjálf að vinna á skírdag og annan í páskum á meðan hinir í fjölskyldunni eru bara í frí og gera ekki neitt Enda verður einhver að vinna fyrir heimilinu
Læt nú þessu lokið í bili og kveð. Sólarkveðjur
úr Njarðvíkurborg. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með rykið dragðu bara niður gluggatjöldin. Skilaðu kveðju til Færeyjar farans og víst var hann sætur í sér eins og ævinlega að gefa sambýlinu pissur. Ég gaf pabba þínum líka pissu í gær, sem ég bakaði sjálf. Kveðja til ökumannsins unga.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.3.2008 kl. 15:51
Ég er sammála þér í músíkinni ,,íslenskt já takk". Bið að heilsa öllum.
Páll Jóhannesson, 14.3.2008 kl. 23:11
Tek undir með þér með Sálina & gospelið, góð blanda
Stelpurnar mínar aftur á móti dýrkuðu alveg papana & var eitthvað lag í uppáhaldi hjá þeim sem innihélt í textanum "éta mat, éta mat" en þegar þær voru yngri þá sögðu þær alltaf "grét´amma" eins & í Gréta amma, fannst þetta alveg passa 
Skilaðu svo góðri ferðakveðju til Ævars, spyr ekki að góðmennskunni í honum, er það ekki annars í ættinni
Dagbjört Pálsdóttir, 15.3.2008 kl. 01:43
Hva! ertu ekki íslendingur? Vera bara eins og sannur Íslendingur hætta að vinna og skella sér bara á bætur.Já Paparnir klikka ekki,svo er nú alveg frábært að skella Marlyn Mansson á fóninn eða Motorhead og allt þunglyndi er á bak og burt he he.Já Ævar er nú eingum líkur,segðu honum að passa sig á gellunum í Færeyjum:)Hugsaðu þér litla barnið þitt að fara að fá bílpróf,og þú sem ert rétt skriðin yfir 25 árin.Og þetta með rikið það fer nú ekkért frá þér,hér er nú sólin farin að láta sjá sig.Og að sjálfsögðu var ég snöggur að draga fyrir:)
Jói litli bró (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 13:15
Já alltaf gaman þegar sólin skín
Óska Ævar góða ferð og mikla skemmtun
. Vorkveðjur frá okkur í Danmörk
.
Margith (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:20
Heyrðu Hrönsa mín .
Bíddu nú við
Ertu flutt í Njarðvík
Hér í Njarðvíkurborg er nefnilega alltaf logn og sól
Það er annað en Keblavíkini alltaf rok og rigning

sý jú
Vallý (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:05
Heyrðu Vallý mín það fer dálítið í taugarnar á mér að vera kölluð Hrönnsa
. Hef ekki verið kölluð annað en mínu nafni. Já ég bý í Njarðvíkurborg nánar tiltekið í keflavíkurhverfi
Sólarkveðjur úr Njarðvíkurborg
Hrönn Jóhannesdóttir, 18.3.2008 kl. 13:42
Vó Vó Bið innilegar afsökunar hér.
Vallý (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:09
Ekkert að afsaka
Gleðilega páska og njóttu þeirra vel
Hrönn Jóhannesdóttir, 19.3.2008 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.