19.3.2008 | 09:14
Titillaust
Góðan daginn og velkomin á fætur
Körfubolti og Kompás eru mér efst í huga í dag. Mínir menn komust í undanúrslit í gærkvöldi í Ljónagryfjunni svo mikið verður gaman á næstunni hérna suður með sjó Einnig komust Þórsarar áfram og óska ég öllum mínum ættingjum fyrir norðan til hamingju með sína menn og áfram.........
Horfði á Kompás í gærkvöldi og eins og oft áður þá er maður hreinlega orðlaus Hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona vondur eða vond persóna í sér að geta gert börnum mein
Sem betur fer skilur maður ekki svona lagað og vill ekki skilja það. Eitt sem vakti mikla furðu hjá mér var konan sem sagði frá dóttur sinni sem var beitt ofbeldi að hálfu pabba síns
Svo er hægt að beyta hana dagsektum af því að hún vill ekki láta dóttur sína fara til hans hvaða rugl er þetta eiginlega spyr maður
Á virkilega að leyfa manninum að umgangast barnið og beyta því ofbeldi bara af því að hann er pabbi þess. Og ef fólk vill vermda börin sín gangvart þeim sem stendur þeim næst þá ertu bara sektuð og púnktur og basta.
Hér fyrr á árum var tíðin sú að ef kona eignaðist barn í lausaleik eins og það er kallað Þá var það happa og glappa aðferð hvort barnsfaðirinn hafði sambandi við barnið eða tók einhvern þátt í lífi þess hvort sem var með því að umgangast barnið eða taka þátt í kostnaði við uppeldi barns
Honum var sem sagt í sjálf vald sett hvort hann vildi hafa einhver afskipti af sínu barni. Ekki voru tll neinar reglur sem sögðu til um það að faðirinn ætti að sinna barninu eða bæri skilda til þess ekki kom til greina þá að beita dagsektum sama hvernig í pottinn var búið. Móðirin skildi bara hugsa um sitt barn enda kom hún því í heiminn engin pældi í rétti barns til að þekkja báða foreldra enda var það ekki til siðs ef menn vildu hafa sína henti sem var það gott og gilt. Hvar var þá Barnavermd sem á að bera hagsmuni barna fyrir brjósti.
Í dag hins vegar þá skiptir engu máli hvort að fólk sem eignast börn/barn þekkist eitthvað áður. Faðirinn hefur fullan rétt á að umgangast sitt eigið barn. Nú ef það gengur ekki eftir þá er móðirin beytt dagsektum. Hvaða bull er þetta eiginlega. Ef barn er beytt ofbeldi hvort sem er líkamlegu eða andlegu af hálfu forledra eða aðstandenda þá skal það samt sem áður umgangast viðkomanda sama hvort sem því líkar betur eða verr
Til eru fjölda mörg ævintýri sem fjalla um vondu stjúpuna. Alltaf voru það feðurnir sem lentu í því að þurfa að velja á milli stjúpu og barnana. Þessi ævintýri eru vinsæl og lesin fyrir börin og þykir bara flott ævintýri. Sett upp í leikhúsum og búnar til bíómyndir um. Dálítið skrítið hvað yrði sagt í dag ef ævintýri fjölluðu um misnotkun á börnum að hálfu föðurs eða einhvers annars karlmanns Ætli það yrði vinsælt og lifði um aldir?
Réttarkerfið hérna mætti nú aðeins fara að laga sig að breyttum aðstæðum sama svo sem á hvaða sviði það er. Í öðrum löndum komast glæpamenn ekki með tærnar þar sem við erum með hælana hvað þessi mál varðar þá skiptir engu máli hvað er verið að tala um hvor sem er fíkniefna mála manndráps mál eða ofbeldi dómarnir eru til skammar. Jæja ætla nú ekki að vera með lengri pistil um þetta og kveð að sinni. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl dóttir góð. Ekki get ég tjáð mig um "Kompás" þáttinn, horfði ekki á hann. En ég er sammála þér að maður verður alveg orðlaus yfir réttarkerfinu. Þar þarf nú ýmislegt að endurskoða.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:20
Ég segi það sama og mamma, ég sá ekki þáttinn svo ég get ekki tjáð mig um hann. En víst er að mannvonskan er víða.
Og þetta með dómana er skrítið, maður spyr sig hverju sætir þegar menn fá stórfé í miskabætur vegna orða t.d. ,,Fallinn" Fullorðnir menn með þykkan skráp á sama tíma og óharðnað barn sem er beitt grófu ofbeldi horfir á sökudólginn hljóta skilorðsbundna dóma? Kyssa á bágtið, fyrirgefðu og málið dautt - stór undarlegt, ekki satt?
Páll Jóhannesson, 19.3.2008 kl. 15:54
Ég sá sko þáttinn & segi eins & þú, maður var hreint orðlaus yfir þessari helv... vitleysu
Það er með ólikindum hvað hægt er að gera börnum hér á landi & sleppa með það ásamt því að leggja barnið & þolendur þess í gegnum áframhaldandi martröð
Þetta er jú Ísland í dag .......
Úff hvað maður verður reiður bara af því að hugsa um þetta ..... 
Dagbjört Pálsdóttir, 19.3.2008 kl. 21:50
Sá þáttinn endursýndan í gærkvöld - Mig setur hljóðan
Páll Jóhannesson, 20.3.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.