Morgun kaffi

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Stundum er svo mikið sem hægt er að skirfa um eða tala svo sest maður niður og veit ekki hvað segja skal eða hvar á að byrjaTounge En svona er Ísland í dag. Í gærmorgun var glatt á hjalla hérna við göngugarparnir komum saman í morgun kaffi eins og undanfarna morgna en svo bættist í hópin hún systir mín kom hér og var fram undir miðjan dagGrin Tókum okkur til með einum göngugarpinum sem er í veikindarfrí og fórum á flakk skoðuðum nýja verslun hjá Húsasmiðjunni og fórum svo að skoða okkur um á gamla "varnarliðssvæðinu" rifjuðust upp gamlir tímar þegar maður var að vinna þarGrin Það hefur verið annars ansi flott og gott glugga veður hérna ætli þetta sé sýnishorn af komandi sumriCool Er svo reyndar að vinna um helgina og næstu helgi líka ætla þá að vinna auka fyrir einn vinnufélaga minn sem ætlar að skreppa til VestmannaeyjaCool Í næstu viku heldur svo næst yngsti sonur minn í borg óttans verður þar í nokkra daga og gistir hjá frænku sinniGrin Veit að hún passar hann fyrir mig og takk elskan fyrir að vera svona góð frænkaHeart Hann er að fara í slysavarnaskóla sjómanna. Og vonast til að komast á sjóinn í sumar þessi drengur er nú ekki feimin við að prófa ýmislegt er búin að prófa landbúnaðinn og næst er sjávarútvegurinnGrin Endilega að njóta sín á meðan maður er ungur og liðugurWhistling Karlinn er búin að liggja í flensu þessa vikuna og er að koma til. Hef sem betur fer sloppið við það. Hef reyndar verið ansi heppin með það að gera verið hraust og sjaldan veik. 7,9,13, Og getur maður sko verið þakklátur fyrir slíkt. Það eru ekki allir sem eru jafn heppnir og aðrirWink Horfði á bandið hans Bubba eins og margir aðrir fannst og hef alltaf fundist dalvíkingurinn Eyþór bera af öðrum keppendumGrin Dómararnir bara skemmtilegir nema Bubbi finnst hann vera orðin ansi leiðinlegur og snobbaður. Hef alltaf verið eins og sagt er Bubba fan og finnst tónlistin hans mjög góð en hann sem karkter alla vega hvernig hann kemur fram í sjónvarpi finnst mér alveg hrútleiðinlegur karlTounge Svo ætli ég fari ekki bara að setja múski á fóninn og spili eina af mínum uppáhalds múskik sem er Papar og sálin hans Jóns míns. Læt þetta nú gott heita í bili og kveð. HJ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála þér með Bubba - stutt í hrokann hjá honum. Þarf oft að bíta í tunguna mína þegar ég hlusta á athugasemdirnar hans, er samt mikill aðdáandi að tónlist hans.

Þarf nokkuð að passa strákinn - hann er svo þroskaður og vel upp alinn? Endar á sjónum? hann yrði flottur sjóari stór og kraftmikill járnkarl.

Þú passar þig að stjana ekki um of við sjúklinginn, hann gæti komist upp á lagið og nýtt sér ástandið  nei ég segi bara svona.

kv Palli

Páll Jóhannesson, 5.4.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Sammála ykkur með Bubba, ekki sá skemmtilegasti í þessum þáttum  Mér finnst hann yfirleitt líka svo leiðinlegur við Eyþór, sem á það yfirleitt ekki skilið. Það er eins & hann hafi eitthvað á móti honum stundum en já vá hrokinn í manninum.....  

Vona að þú haldist svo áfram frísk & gott að heyra að Gústa sé farið að líða betur  

Kuldakveðjur að norðan

Dagbjört Pálsdóttir, 5.4.2008 kl. 23:37

3 identicon

ég skal reyna að passa litla strákinn þinn:)

Ólöf (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 20:30

4 identicon

Bubbi var mjög góður tónlistarmaður,en það er nú liðin tíð.Og maðurinn er hundleiðinlegur hrokagikkur,og segir allt sem segja þarf um hann að lesa hvernig hann hefur verið að gera lítið úr öðrum og hæða á netinu.Það mun nú fara vel um gutta í borginni hjá Ólöfu og Tedda,og ekki verður nú mikið mál að koma honum á sjóinn sjáðu til,ég skal sko sjá til þess didda.

joi m (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband