Smá pælingar í gangi

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Við göngugarparnir vorum að koma heim frá því að labba í Reykjaneshöllinni. Það var mikið fjör og mikið gaman spilað á gitar og harmoniku og sungiðWizard Boðið upp á kaffi og með því. Fjöldi fólks lagði leið sína í höllina til að sýna sig og sjá aðraGrin Við höfðum verið að fíflast með það að við séum að undirbúa okkur fyrir að ganga í félag eldriborgara og taka þátt í félagsstarfi með þeim en þeir eru án efa með þeim duglegust sem við sjáum mæta á hverjum morgni og gangaGrin Sannar hetjur þar á ferð.

Helgin var róleg hérna hjá mér. Yngsti sonurinn brá sér norður yfir heiðar til að vera á söngvakeppni framhaldsskóla.Smile Næst yngsti að vinna og fór út á lífið með vinunumWizard Elsti fór í höfuðborgina með vinnufélögum og svo var eiginmaðurinn að hitta árgang "58 og farið í leiki haft gaman og svo út að borða og ballWizard Frúin heima fékk að stjórna fjarstýringungunni á sjónvarpinu aldrei slíku vant og fann ekki neitt sem mér fannst gama afGrin Sem sagt sat ein heima og gerði lítið sem ekki neitt. Hringdi í æskuvinkonu mína fyrir norðan og mikið spjallað.

Jæja en svo eru smá pælingar í gangi hjá mérTounge Er að fara að sækja um skólavist í tveim skólum vonast til að fá inni í öðrum alla vegaTounge Langar að takast á við nýjar víddir og reyna hvað maður getur gert. Kemur svo bara í ljós hvernig þetta þróast hjá mérTounge Er svo núna að fara að vinna svo ég kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mér líst vel á að þú farir í skóla, en nægir þér ekki að fara í einn. Eru tveir ekki of mikið?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.4.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nú líst mér á þig - meiri skóli gott hjá þér. En tveir enn flottara lýsandi fyrir Fíragott að taka þetta með trompi. Já mikið er nú þessi 58 kynslóð flott - enn að leika sér

kv Palli

Páll Jóhannesson, 15.4.2008 kl. 17:17

3 identicon

Núna er mér öllum lokið.Sú sæta komin í yfir gír.Og ekki er lokum fyrir það skotið.Að skólarnir þeir verði þrír.

joi m (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Já flott hjá þér frænka, drífa sig í meira nám  Styð það heilshugar  Verð nú samt að segja að mér finnst þú góð, betri en ég, ekki þorði ég nema í einn skóla & finnst bara alveg yfirdrifið nóg  Hlakka til að heyra hvaða nám það er sem heillar þig svona mikið, vonandi sem fyrst 

Ástarkveðjur að norðan

Dagbjört Pálsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:30

5 identicon

hæhæ vinkona

ég skal styðja þig í skóla göngunni og hlakka til að fylgjast með þér. En skemmtilegt að segja frá því að systir hennar mömmu var líka á svona '58 árgang hitting um helgina en hún heitir Sigríður Björnsdóttir

En verðum að fara hittast er farinn að sakna þín annsi mikið og ykkar á Lyngmóanum. Valur hitti mig í dag og hann alveg ríghélt í mig.

Kossar og knús Villa

Villa (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Rosalega ertu dugleg að drífa þig svona í skóla.

Gangi þér bara frábærlega með það.

ps. dömurnar litlu biðja að heilsa  

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk fyrir öll kommentin en ég er bara að fara í einn skóla ekki tvo sótti um í tveim til að fá inni í öðrum alla vega Ásta bið að heilsa dömunum sé þær vonandi um næstu helgi

Hrönn Jóhannesdóttir, 16.4.2008 kl. 16:38

8 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Jæja Jói hagyrðingur. Flottar vísurnar þínar Vona að þú haldir þeim til haga og geymir vel 

Hrönn Jóhannesdóttir, 18.4.2008 kl. 04:02

9 Smámynd: Margith Eysturtún

Alltaf gott að fara í skóla. Gangi þér vel með þetta alt. Verður ekkert vandamál hjá þér .

Margith Eysturtún, 18.4.2008 kl. 09:52

10 identicon

Þessar vísur ég skal reina að geima.En því miður ég virðist öllu gleima.Þetta rugl mitt kemur í belg og bunu.Ég þyrfti að skrifa niður heila runu.Skriftir eru bara ekki mitt fag.Og á því hef ég bara ekkért lag.Held ég verði hana Björgu að byðja.Hún gera það mun enda algjör gyðja.Svo í hendur hennar ég þetta fel.Allt annað ég algjöra vitleisu tel.

joi m (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:49

11 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Góður Jói Eins og talað úr mínum munni sammála þér í þessu öllu Knús til ykkar

Hrönn Jóhannesdóttir, 18.4.2008 kl. 16:33

12 identicon

Á ekkert að segja manni hvaða nám það er sem heillar þig svona mikið?? Ég verð að fara að skella mér í heimsókn til ykkar áður en prófadæmið byrjar, það er loksins allt að hægjast hjá manni:)

Já eitthvað verður pabbi að hafa fyrir stafni, hann getur ekki eytt öllum deginum í að þrífa :) ég vildí nú að ég hefði ekki nema brot af þessum hæfileikum, ekki var manni gefið neitt af þessum hæfileikum =)

Ólöf (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband