Ivan Freyr hetja dagsins

Góðan daginn góðir hálsarTounge

Dagurinn byrjaði ágætlega farið var í höllina að labba með íþróttaálfunumTounge Fórum svo í okkar venjubundna morgunkaffi. Var rétt búin að fá mér kaffibolla þegar Aníta hringdi í mig og bað mig að koma með sér á sjúkrahúsiðCrying Ivan litli hafði brennt sig hjá dagmömmuni og vildi hún að hann færi niður á sjúkrahús og litið yrði á litla manninnFrown Það var gert þessi litla hetja hafði fengið yfir fæturnar á sér heitt vatnCrying Ekki fögur sjón og amma hreinlega var við það að fara að gráta við að sjá litla drenginn sinn svona sárkvalinn hann grét og grét þessi elskaCrying Það voru settar grisjur með deyfandi og kælandi áburði á fæturnar á honum en hann brenndist á rist og viðar um fæturnar og svo aðeins upp á sköflunginn. Ömmu hjartað var við það að bresta en mamman stóð sig eins og hetja og reyndi eftir fremsta megni að hugga litla drenginn sinnCrying Jæja en svo var farið heim og þar var pabbi hans komin til að hjálpa með hann. Með hálfgerða staurfætur bundinn á báðum fótum. Við tók svo að ganga með Ivan um gólf enda sársaukinn mikill og tók ansi langan tíma að virka stíll sem hann fékk við verkjum á sjúkrahúsinuFrown Amma var með þeim til hádegis en þurfti svo að fara að vinna en foreldarnir voru heima að sinna drengnumHeart Hann á svo að koma á sjúkrahúsið aftur á morgun kl 11 og kemur þá vonandi í ljós hvernig þetta lítur allt út hjá honum. Jæja læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Úff hvað þetta hlýtur að hafa verið erfitt, sérstaklega fyrir litla engilinn  Hugur okkar er hjá ykkur núna & vonandi fer þetta allt saman vel bara  Knús & kossar til ykkar allra elskurnar  Bestu kveðjur að norðan

Dagbjört Pálsdóttir, 21.4.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Úfff - ekki gott að heyra. Vonandi fer þetta allt vel að lokum. Við hér norðan heiða hugsum hlýtt til ykkar.

kv Palli og Gréta.

Páll Jóhannesson, 21.4.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Margith Eysturtún

Æjj greyið stráksi. Vonandi batnar þetta fljótt hjá honum. Send kveðju til foreldur hans og ykkur líka

Margith Eysturtún, 22.4.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Æ, æi hvað þetta er allt erfitt hjá ykkur. Eftir að þú hringdir í gærkveldi hefur hugurinn verið hjá ykkur og honum Ivan litla. Nú bíð ég eftir fréttum af honum og hvað þeir segja um þetta á sjúkrahúsinu. Aumingja dagmamman hvað þetta er líka erfitt fyrir hana. Sendum hlýjar kveðjur og hugur okkar er hjá ykkur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.4.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Æ ég talaði einmitt við Anítu í gær og maður bara finnur til með litla skottinu.

Þarf einmitt að hringja í hana eftir hádegi til að fá update á fréttirnar.

kv úr Grindavíkinni 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.4.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband