Helgin búin

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Já þá er helgin búin og ný vinnuvika að hefjastTounge Á laugardaginn kom vinkona mín og dóttir hennar hingað suður með sjó. Við fórum á handverks sýningu sem haldin var á Vallarheiði og var mikið að sjá og skoa. Fengum að skoða líka leikskóla þar sem er rekin af Hjallastefnunni og leiðsögn um starfsemina þarGrin Vil ég þakka henni fyrir daginn. Fór svo með vinnufélaga mínu á kynningu hjá Miðstöð símenntunar fengum alls lags bæklinga til að skoða frá hinum og þessum skólum svo úr vöndu er að veljaTounge Á laugardagskvöldinu fórum við svo á lokahóf hjá UMFN var góður maturinn og þó nokkuð af fólki. Verðlauna afhending og viðurkenningar veittar. Ætla nú ekki að fara mikið ofnaní þá sálma enda er nokkuð um hræringar innan körfuboltadeildar UMFN sem ég læt aðra um að segja frá og útskýraTounge 

Ágætis gluggaveður hefur verið hérna og stendur til að taka til á pallinum og setja fram borð og stóla sem hægt verður að njóta sín við að sitja við í sumar í allri þeirri sól og blíðu sem veður örugglega hérna hjá okkurCool Jæja en var svo að tala við Anítu en hún fór með Ivan í endurkomu á slysó í morgunCrying Og ekki voru þau ánægð þar með sárin hjá honum lita ekki vel útCrying Hann á að koma aftur á föstudaginn og halda læknarnir sem skoðuðu hann að þetta sé djúpur annars stigs bruni á hægri fæti og eru jafnvel hræddir um að þetta gæti hafa verið þriggja stigs bruni eftir alllt samanCrying En það veður reglulega fylgst með honum á næstunni og vonandi tekst þetta vel svo ekki þurfi að græða á hann nýja húð. Ef gróandinn hann er góður er von til þess að það þurfi ekki. Svo nú er bara að krossa hendur og fætur og vona það bestaGrin Verð nú að hætta í bili er að fara að vinna svo ég kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Oh hvað er alltaf erfitt að lesa/heyra um þessi litlu kríli þegar þau lenda í svona óhöppum  Við vonum það besta með ykkur & þangað til við hittumst sendum við kossa & endalaus knús til ykkar allra

Sumar/vetur kveðjur að norðan

Dagbjört Pálsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Æi hann er svo duglegur drengurinn......fæ að sjá hann á föstudaginn

Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.4.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sendum okkar bestu kveðjur og hugur okkar er hjá Ivani litla og fólkinu hans.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Unnur R. H.

Já það er best að liggja á bæn og vona það besta fyrir litla kallinn

Unnur R. H., 28.4.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hræringar hér og þar og allstaðar - bíðum og sjáum.

Varðandi Ívan þá má aldrei hætta halda í vonina og vera bjartsýnn -

Páll Jóhannesson, 29.4.2008 kl. 21:13

6 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk fyrir allan þann hlýhug sem hefur verið sýndur vegna Ivans litla Þetta kemur allt með kaldavatninu þó svo það renni hægt

Hrönn Jóhannesdóttir, 30.4.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband