Róleg heit

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Langaði aðeins að skirfa smá í dagGrin Sit hérna við tölvuna í vinnunni er að enda aðra næturvaktina mínaSleeping Horfi út um gluggan á rigninguna sem mér finnst núna eitthvað svo góð hún er svo hljóðlát þegar maður situr inni í hlýjunni og hlustar á hana lemja þakiðGrin Það er eitthvað svo róandi við það. Annars var mjög gott veður hérna í gær sól og hiti ekta sumarveðurCool Fór að labba með íþróttaálfunum og svo fórum við í morgunkaffi og spjallað um lífisns gangn og nauðsynjarGrin Er svo núna á eftir að fara í morgunmat til eins af íþróttaálfunum og hjálpa aðeins við undirbúning á prófi sem hún er að fara íTounge Skil reyndar ekki alveg hvað mér finnst orðið gaman að læra ekki þótti mér það nú neitt sérsaklega gaman þegar ég var aðeins yngri en ég er í dagGrin Er svo að lesa tvær bækur sem ég tók á bókasafninu önnur heitir Undarlegt háttarlag hunds um nótt. Og hin Ein til frásagnar. Er langt komin með þá síðarnefndu hreinlega dett á kaf í bækur og hætti ekki fyrr en ég er komin á leiðarenda les þá gjarnan við hvert tækifæri sem gefstGrinSvona getur maður nú verið skrítinHalo Jæja en svo lokin í minum róleg heitum  við að hlusta á rigninguna þá er það að frétta af barnabarninu mínu honum Ivani að allt gengur að óskum og losnar hann við umbúðirna á mánudaginnWink Hlakkar ábyggilega mikið til drengunum sá arna geta farið að labba úti og komast í langþráð baðHeartNjótið svo helgarinnar enda löng helgi framundan fyrir marga en ekki alla. Kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn! þetta með lærdóminn er bara merki um hve vel þú hefur þroskast með aldrinum, ekki satt?

Gott að allt gengur vel með Ivan. kv að norðan.

Páll Jóhannesson, 9.5.2008 kl. 08:28

2 identicon

hæhæ vinkona!

Já ég sit hér ein heima núna að hlusta rigninguna og það er svo rólegt!

En þú ert nú bara orðinn afar þroskuð kona svo þá fer lærdómurinn að kalla á þig;)

Kossar og knús Villa 

Villa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæl dóttir góð . Hér er nú ekki rigning, það er eitthvað hvítt sem kemur niður hér og myndar slæðu yfir jörðina. En hvað um það, mikið að gera hjá mér þessa helgi við að mæta í veislur. Svo er hann elsti bróðir þinn og fjölskylda á leiðinni hingað. Ég er búin að lesa bókina Undarlegt háttarlag hunds um nótt. Hvernig er hin bókin sem þú ert að lesa?.

Bestu kveðjur til allra héðan úr Seljó.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk öll fyrir kommentin. Helt reyndar að ég væri þroskuð en annað koma á daginn Smá djók svona í sumarblíðunni í dag Enda æltar sá sem öllu ræður að vökva fyrir mig á morgun Villa mín vona að við hittumst fljótlega kannski verðum við skólasystur í vetur hver veit Mamma þessi bók er um konu sem komst af í þjóðarmorðunum sem framin voru í Rúanda. Bið að heilsa Dóra og fjölskyldu og auðvitað ykkur pabba líka

Hrönn Jóhannesdóttir, 10.5.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband