22.6.2008 | 21:22
Rjómablíða
Góða kvöldið góðir hálsar
Eins og svo oft hefur verið hérna rjómablíða og við notið þess í botn Maður rembist við að halda litnum sem ég fékk í Flatlöndum og gengur bara nokkuð vel
Annars er þetta nú yfirleitt hérna svona
Nóg hefur verið að gera vinna sofa og gróðursetja. Er búin að setja niður afklippur af runnum sem ég fékk frá stóra bró fyrir norðan og fróðlegt verður að vita hvernig það tekst til
Keypti mér svo Hreggstaðarvíðir og setti niður líka til að loka runnabeðinu. Einnig voru keypt nokkur sumarblóm sem príða sólpallin minn og er orðið nokkuð kósý á pallinum
Átti reyndar að vera í frí þessa helgi en þurfti að koma inn smá stund á föstudag og svo aftur í dag en svo er vinnuhelgi hjá mér næst
Á laugardaginn buðu Aníta og fjölskylda okkur í grill svo var mjög gott og grillaði húsmóðirin sem er víst nokkuð sem ekki gerist oft og var fest á filmu hjá þeim væntanlega koma myndir af því hjá honum Ivani en takk fyrir okkur
Jæja en svo styttist í sumarfí hjá mér en ég fer væntanlega í frí um miðjan Júlí fram til loka Ágúst(ekki Hrafnsson) Veit ekki hvað við gerum en væntalega finnum við upp á einhverju skemmtilegu og segi frá því síðar
Lífið virðist svo skrítið stundum og óvænt en svo er bara Ísland í dag
En okkur fækkaði um einn á heimilinu þar sem elsti sonurinn(júnor) flutti í sína eigin íbúð sem hann festi kaup á núna í Júni en hann hafði búið hjá okkur í nokkra mánuð á meðan hann var að spara og lifði á hótel "pabba" i þessu tilviki ekki mömmu
Svo við erum nú orðin fjögur í kotinu
Húsbóndinn var búin að vera í rannsóknum á meðan ég var erlendis og fékk góðar fréttir allt í lagi og bara að fylgjast með eftir ár við erum virkilega ánægð og heppinn
Ekki eru allir sem eru í þeim sporum því miður. Jæja læt þetta nú gott heita í bili og kveð með sumarkveðju
HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að allt kom vel út úr rannsóknunum
Maður verður að fara koma í heimsókn á pallinn þinn & njóta sumarsins í blómayl
Hafið það gott í sumar & njóttu sumarfrísins
Bestu kveðjur frá okkur héðan í Lönguhlíðinni 
Dagbjört Pálsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:37
Hrönn mín þú hefur fengið grænufingurna úr minni ætt. Vonandi dafna sprotarnir þínir vel.
Gústi juníor sagði nú jafnan að það væri svo gott að vera á "Hótel Hrönn."Til hamingju með morgundaginn og börnin þín. Kveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.