4.7.2008 | 00:51
Sumarið er tíminn
Jæja gott fólk þá er best að nota tíman sem aðrir eru vonandi sofandi og skrifa Er nefninlega að vinna á næturvakt og sem betur fer rólegt eftir annars annasama byrjun á vakt
Nóg um það. Við hjónin erum að spá í að fara í eitt stykki útilegu ef veðurspáin stenst
Höfum ekki farið svoleiðis í mörg herrans ár og hvað þá bara við tvo úllalla
Vorum að spá í að skreppa á Þingvöll eða þar sem sólin er
Reyndar er hún yfirleitt þar sem ég er
En langar að skreppa aðeins út úr bænum ekki of langt enda kemst maður ekki langt á þeim launum sem maður er á og bensínverðið upp úr öllu valdi enda kannski bara í Laugardalnum
Maður verður að vera á ansi góðum launum nú til dags til að geta leyft sér eins og eitt stykki sumarfrí og hvað þá að fara eitthvað er svo allt önnur ella
Jæja en svo var ég að fá skemmtilegt bréf en svo er nú málum farið að það eru komin umm að ég held þrjátíu ár síðan að við sem vorum saman í bekk í Glerárskóla forðum enduðum okkar skeið í skólanum og ætla þau að reyna að fá sem flesta til að hittast á þessum tímamótum
Reyndar höfum við hist nokkrum sinnum áður en núna hittist svo á að þetta verður helgina sem að Ljósanótt er haldin hérna og ekki á ég von á því að sleppa henni enda verður nóg að gera hjá mér næstu árin vonandi
Sótti um í tveim skólum og fékk inngöngu í þá báða en annar skólin var Keilir net á Vallarheiði sem ég afþakkaði enda á svo lágum launum að ég hefði þurft að taka mér lán til að borga fyrir mig
Hin skólinn sem ég sótti um er Kennaraháskólinn sem heitir núna Háskóli Íslands Menntasvið sem ég fer á en ætla að fara í Þroskaþjálfanám fjarnám til að byrja með alla vega og er þetta BA nám sem tekur þrjú ár svo eins gott að bretta upp ermarnar ef maður ætlar að stunda nám og vinna með 80% vinnu
Við erum tvær sem förum í þetta saman erum að vinna á sama stað og svo er ein önnur sem er að vinna með okkur sem er á þriðja ári í sama skóla og við svo nóg verður að gera að púsla saman vinnu og námi fyrir okkur
Jæja en nóg um þetta raus um nóttu og vona ég að allir eigi góða nótt og ljúfa drauma
Takk fyrir kveðjuna Björg var þetta ekki það sem þú meintir?
Kveð að sinni. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sólinn er góð. Til hamingju með skólann, fer bara að ganga vel. Kveðjur úr danaveldi
Margith Eysturtún, 4.7.2008 kl. 08:10
jú svo sannarlega var þetta það sem ég átti við ,,og enn og aftur til hamingju , og góða ferðahelgi í blíðunni
Björg (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:56
Til hamingju með skólann og mér líst vel á það sem þú ert að gera. Vonandi eigi þið góða helgi í tjaldútilegunni. Um að gera að halda í svona siði, fara að tjalda og rifja upp útilegur í denn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:16
Magnað að þú fékkst inngöngu í skólann !!
Tl lukku
búin að setja þig sem link á mitt blog
knús Helga
helga (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 03:47
Til hamingju með skólann
Þér mun örugglega ganga vel eins & í flestu sem þú tekur þér fyrir hendi
Bara skemmtu þér vel í náminu & auðvitað útilegunni ykkar Gústa
Bestu kveðjur að norðan
Dagbjört Pálsdóttir, 7.7.2008 kl. 14:54
Til hamingju með þetta! Vegna anna var ég fyrst að sjá þetta í dag - flott hjá þér.
Páll Jóhannesson, 7.7.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.