Njótið dagsins

Bæn fyrir kærleika.

 

Við ætlum að deila fallegum draumi - draumi sem þú vildir helst láta þig dreyma öllum stundum.  Í þessum draumi nýturðu ylsins frá hlýjum sólargeislum.  þú heyrir fuglasöng, þyt í laufi og nið frálitlum læk.  Þú gengur að ánni.  Við lækarbakkann situr gamal maður sem er í hugleiðslu og þú sérð bjart ljós streyma frá höfði hans í öllum regnbogalitums litum.  þú reynir að trufla hann ekki en maðurin verður var við nærveru þína og opna augun.  Augu hans ljóma af kærleika og brosið í þeim er einlægt.  Þú spyrð manninn hvernig hann fari að því að senda frá sér þetta fallega ljós, hvort hann geti kennt þér það sem hann sé að gera.  Hann segir fyrir löngu hafi hann einmitt spurt kennara sinn nákvæmlega sömu spurningar.  Gamli maðurinn byrjar að segja þér sögu sína:  Kennari minn opnaði brjóst sitt, tók úr því hjartað og út úr því fallegan loga.  Síðan opnaði hann brjóst mitt og setti logann inn í hjarta mitt.  Síðan setti hann það aftur á sinn stað og um leið fann ég kærleika streyma um mig því loginn sem hann setti í hjarta mitt var hans eigin kærleikur.  Þessi logi óx í hjarta mér og varð að risavöxnum eldi - eldi sem brennir ekki heldur hreinsar allt sem hann snertir.  Eldurinn snerti hverja einustu frumu líkama míns og frumurnar í líkamanum endurguldu ást mína.  Ég varð eitt með líkamanum en ást mín óx jafnvel enn meir.  Eldurinn snerti hverja einustu tilfinningu í huga mér og allar tilfinningarnar umbrettust í kærleika.  Ég elskaði sjálfan mig skilyrðislaust.  Eldurinn hélt áfram að brenna og ég vildi deila ást minni.  Því ákvað ég að gefa hverju einasta tré, öllum plöntunum, grasinu og jörðinni hluta af ást minni.  Þau endurguldu hana og við urðum eitt.  Enn magnaðist ást mín, ég varð fær um að elska öll dýrin á jörðinni.  Þau svöruðu ást minni og við urðum eitt.  Og ást mín magnaðist stöðugt.  Ég gaf steinum, málmum og moldinni hlutdeild af ást minni og þeir endurguldu hna og ég varð eitt með jörðinni.  Síðan ákvað ég að veita ást minni í vatnið, í hafið, regnið, og snjóinn og við urðum eitt.  Ég fann sterka samkennd með jörðinni, með vindinum, með hafinu, með nátturinni og enn magnaðist ást mín.  Ég sneri höfðinu í átt til himins og gaf hverrri stjörnu tungli og sól brot af ást minni og ég varð eitt með þeim og ást mín hélt áfram að magnast.  Ég gaf sérhverri manneskju brot af ást minni og varð eitt með gervöllu mannkyninu.  Hvert sem ég fer og hverjum sem ég mæti, þá sé ég sjálfan mig í augum þeirra, því ég er hluti af öllu sem ég elska.  Síðan opnar gamli maðurinn brjóst sitt, tekur út logandi hjarta sitt, og færir logann í hjarta þitt.  Núna er ástin að magnast  innra með þér.  Núna ert þú eitt með vindinum, vatninu, stjörnunum, með allri nátturunni, með dýrunum og mannfólkinu.  Þú finnur hitann og ljósið sem streymir frá loganum í hjarta þér.  Frá höfði þínu stafar björtu ljósi í öllum regnboganslitum og frá þér geislar bjarmi kærleikans og æþú biður: Þakka þér, alheimsskapari, fyrir þessa gjöf sem þú hefur fært mér.  Þakka þér fyrir að hafa gefið mér allt það sem ég þurfti á að halda.  Þakka þér fyrir tækifærið til þess að kynnast þessum fallega líkama og þessari einstöku sál.  Þakka þér fyrir að búa innra með allan þinn kærleik, með þinn hreina og óendanlega anda, með þitt hlýja og geislandi ljós.  Þakka þér fyrir að nota orð mín og augu, þakka þér fyrir að deila með mér ást þinni hvert sem ég fer.  Ég elska þig nákvæmlega eins og þú ert og vegna þess að ég er skapari þinn, þá elska ég mig nákvæmlega eins og ég er.  Hjálpaðu mér að varðveita ástina og friðinn í hjarta mínu og að láta kærleikann verða minn nýja lífsfarveg svo ég megi lifa í kærleika það sem eftir er.

 

Úr bókinni lífsregluar fjórar.

   

Gleði er bæn.

 

Þegar þið lítið á lífið með glettni sýnir það að þið treystið á umhyggju Guðs. Með kímninni kemur léttleikinn. Það er auðvelt að vera léttur í lund og kátur þegar þið eru áhyggjulaus og í raun og veru hafið þið engar áhyggjur  þegar þið vitið af tengingu ykkar við Guð og kærleika hans. Með því að viðhalda gleði og hamingju innra með ykkur fylgið þið áætlun Guðs. Áætlun Guðs fyrir hvert og eitt okkar er GÓÐ. Það erum við sem höldum að lífið sé erfitt. Það erum við sem lítum dökkum augum á tilveruna. Fólk heldur fast í erfileikana sína eins og það lætur sér annt um verðlaunagrip. Losið takið á vandamálunum, hleypið gleðinni og kímnini inn í lífið ykkar. Þegar þið opnið huga ykkar fyrir glettni , gleði og hamingju eruð þið að samstilla ykkur Guði. Um aldir hefur fólk reynt að finna gleði í lífinu gegnum ytri þætti, drykk, eiturlyf, og alls kyns samsull. Þessir ytri þættir veita ekki gleði. Sönn gleði er innri eiginleiki sem næst þegar við erum eitt með Guði. Þegar þið hafið sannarlega tengst Guði finnið þið fyrir innri gleði sem er upphefjandi og heilandi. Leggið ykkur fram við að vera með Guði. Gerið það að takmarki ykkar. Að vera EITT með Guði er að vera algjörlega með honum. Þá eruð þið samstillt Guði, mætti hans og kærleika. Í bæninni er ekkert sem hindrar ykkur í að vera með Guði. þegar þið biðjið bænir eruð þið að taka við flæðinu frá guðseðlinu.

 

Úr bókinni Boðskapur Maríu til mannkynsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fallegt, en eftir hvern eru þessar bækur?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er fallegt.

Páll Jóhannesson, 12.7.2008 kl. 11:37

3 identicon

hæhæ nei ég hætti við að fara í skólan og ætla bara klára stúdenti núna og ég býst við að fara svo til dk jólinn

Sakna þín og ykkar á L-10 

Villa (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 12:23

4 identicon

Hæ, það þarf hellings pælingar að gera athugasemdir hjá þér, ha, flott mynd af þér með kaffið

Helga

helga (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband