1.9.2008 | 12:38
Haustið að koma
Góðan daginn og velkomin á fætur
Tíminn hefur hlalupið frá manni og allt í einu er farið að hausta Ljósanótt framundan og mikið gaman
En í dag á frænka mín hún Dagbjört afmæli og óska ég henni til hamingju
Er búin að vera mikið að gera síðustu daga og vikur. Skrapp norður yfir heiðar og var þar í nokkra daga vegna jarðafarar og sýna samhug í verki. Náði samt að hitta þrjár vinkonur mínar og eiga með þeim góðar stundir sem mér eru ansi mikilvægar takk stelpur
Fórum á Mývatn og Vopnafjörð en fyrrverandi mágur minn var jarðsettur frá Vopnafriði og okkur var boðið í kaffi þar. Mikið er nú fallegt þarna enda á maður góðar minningar þaðan síðan að systir mín og fyrrverandi mágur bjuggu þar og var ég að passa fyrir þau og kynntist fullt af fólki en ein vinkona mín er þaðan
Jæja en svo var haldið heim á leið og Vigfús frændi fékk far með okkur suður og hélt svo heim á leið til Danmerkur til konu sinnar og barna en þau gátu því miður ekki komið með honum hingað til lands til að styðja hann en voru hjá honum í hug og hjarta
Systursynir mínir stóðu sig eins og hetjur og er ég stolt af þeim
Telma frænka og Ólöf komu og náðu að hitta Fúsa.
En svo tók nú við smá hausverkur hjá mér Ég hóf nám á háskólastigi og fyrstu dagarnir mínir sem voru í staðarnámi í bænum voru skemmtilegir en erfiðir alveg búin á því þegar heim kom á kvöldin og spurði mig margoft af því hvað ertu búin að koma þér út í
Var hreinlega lost fyrstu dagana og svo að vinna eftir sumarfrí mín er sprungin á limminu
Held alltaf að ég sé superkona en svo eru takmörk fyrir öllu þá er bara að hætta þessu væli spýta í lófana og nota þrjósku til að fleyta sér áfram og hætta að vorkenna sjálfum sér segi ég núna
Verð bara að muna að taka inn gænu töflurnar en ekki þær bláu. Læt þetta gott heita í bili og kveð HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir það Hrönn mín, þér er boðið í kaffi ef þú kemst
Þér á eftir að ganga fínt í skólanum, alveg veit ég það
Háskólanám er alltaf erfitt en það er bara ennþá skemmtilegra að geta leyst þau verkefni sem bíða manns & stoltari fyrir vikið
Knús & kossar til ykkar elskurnar 
Dagbjört Pálsdóttir, 1.9.2008 kl. 12:47
hæ, skil vel að þetta sé sjoll, í byrjun, en þú aðlagast, og skoðaðu með öll prósentin sem þú vinnur, kanski slaka á þar, knús
Helga
helga (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:58
Áfram stelpa áfram, hálfnað verk þá hafið er og nú er bara að klára dæmið,
Eigið góða helgi og njótið ljósanna í fallega bænum
Björg (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:11
Takk Björg mín verst að þú skulir ekki skjótast hingað og njóta ljósanna
Tekur bara önnu systir undir aðra hendina og komið báðar nóg pláss
Bærinn er fallegur en veður ennþá flottari með öllum ljósaskreytingunum
Hrönn Jóhannesdóttir, 1.9.2008 kl. 23:28
Úff Hrönn hvað ég vildi að ég hefði þessa orku þína.
gangi þér vel í þessu öllu saman.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 3.9.2008 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.