Silfur hafsins

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping

Jæja þá er hið árlega jólaföndur búið þær komu hingað til mín þessar yndislegu konur og föndruðu hina glæsilegustu aðventukarnsaGrin Barnabarnið var hérna hjá okkur afa sínum og gisti voða gaman hjá honum enda fékk hann mikla athygli frá konunumHeart

Ivan standandiog hérna er prinsinn.

Jæja en eins og við var að búast gerði ég mína flottu skeytinguGrinaðeins öðruvísi en hjá hinumTounge

skreitt kamínaFinnst ykkur hún ekki flott mjög ánægð sjáf með það mér tókst vel til????. En svo aðeins að silfri hafsins það kom hingað og var ekki smá gaman að sjá skipin veiða hérna alveg nánast upp í túnfætinum og sumir fengu sting og hreinlega kiknuðu í hnjánum við þessa fögru sjón. Grin Reyndi að taka myndir en tókst ekki er með heldur lélega myndvél sem nær ekki að summa nógCrying en gengur vonandi betur næst. Um næstu helgi er svo hin árlega laufabrauðsgerð sem verður í Kópavoginu eins og vanalega og verður þar mikið bakað, flatt út og skorði út Blush Annars er lítið að frétta héðan fyrir utan fimbur kulda sem ætti nátturlega að banna það liggur við að frjósi munnvatnið og horið.GrinGrin Er ekki búin að skreyta mikið eignilega varla neitt komin ljós á sólpallinn og ekki mikið meira enda svo sem ekki hundrað í hættunni ennþá jólin koma og fara þrátt fyrir allt. Jæja ætli maður fari ekki að hætt þessu bulli í bili enda ekki mikill fróðleikur á ferð né viska. Tounge  Hvað um það enda er þetta meira gert í gamni heldur en alvöru. Bið að heilsa öllum enda nenni ég ekki að hringja í fólk og hef fáa að tala við þegar maður er að vinna þegar aðrir eru heima og svo framvegis. Kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe litli töffarinn bara flottastur

Aníta (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Ohh hvað maður er nú mikil dúlla

Dagbjört Pálsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ef sultardroparnir frjósa þá geta þeir sem vilja sleikt þá eins og frostpinna Mér skilst að skipin hafi verið svo stutt frá landi að menn hafi geta stokkið í land - skotist í sjoppu meðan á dælingu stóð og svo aftur um borð..... já sjómennskan er skrítin mennska.

Aðventu og jólastuðsstemming úr frosti og snjó á Akureyri.

Páll Jóhannesson, 3.12.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mér var hugsað til ykkar föndurkvennanna. Flott skreyting hjá þér, ekki séð svona skreytingu áður. Alltaf hægt að finna upp á einhverju. Sjálf hef ég lítið skreytt og föndrað. Það er af sem áður var. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.12.2008 kl. 13:33

5 identicon

Ekki hefur litla þótt það leiðinlegt að fá smá athygli. Þessi skreyting er bara flott hjá þér. Ekki hefur föndrið gengið í arf til mín. Er ekki með það gen í mér hehe. Kveðja úr RVK

Ólöf (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband