Spennufall

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þá er maður komin næstum því í jólafrí úr skólanum var í prófi í gær og gekk ágætlega alla vega þangað til ég fæ að vita hvort ég náði eður ei kemur í ljós í janúar en ætla ekki að velta mér upp úr því fyrr en að því kemurTounge Það er eitt smá verk eftir og þá hrópa ég húrraHalo Á sunnudaginn var svo gert laufabrauð í kópavoginum en sú hefð hefur myndast í gegn um árin að vera þar enda gott að vera og Sigga höfðingi heim að sækja enda búin að þekkja hana síðan ég var krakkiGrin sem eru nokkur ár síðan ekki mjög mörgTounge En það er alltaf gaman að hitta þessar konur fékk reyndar smá athuga semd frá frænku minni sem vill halda því fram að ég og æskuvinkona mín hefðum verið leiðinlegar við sig kannast ekki við það enda man ég bara það sem ég vil muna og greinilega er þetta eitt af því sem ég man ekkiTounge Trúi því varla að ég hafi verið svona andstyggileg en hún segir það á ég að trúa þvíCrying Alla vega hefur þessi elska ekki hlotið varanlegan skaða af þessu afhæfi enda gisti hún stundum hjá mér þegar ég flutti suður svo eitthvað gott hef ég vonandi gert henniHalo Jæja en út í aðra sálma halelúja. Styttist í að forvitni minni og fleirum verði svalað þegar litla prinsessan hennar Lenu og Jóa frænda fær nafn en það veður um helgina svo ég verð að bíða smá tíma í viðbótWoundering Fer nú vonandi að komast í jólafílingin en reyndar er ég búin að skrifa nokkur jólakort og senda frá mér og kaupa nokkrar jólagjafir en ekki allar enda gef ég svo sem ekki margar en eins og sagt er skiptir ekki verðið máli heldur hugurinn á bak við. Var reyndar að spá i af hverju maður er að senda jólakort? Hver er tilgangurinn með þeim veit ekki ? suma reyndar hittir maður sjaldan eða aldrei en aðra oft og reglulega af hverju þá að senda jólakort hver fann eiginlega upp á þessu uppátækiBlush Það er ekki ódýrt í dag að senda kort kostar sitt þegar mörgum er sent. En hvað um það maður lætur sig hafa þetta einu sinni á ári verst að geta ekki bara copy paste kortinLoL Er bara hreinlega ekki að nenna þessu umstangi fyrir jólin þrífa,baka,skrúbba,bóna og gera stórhreingerningu sem sést svo ekki vegna myrkurs. Maður vaknar í myrkri og sofnar í myrkri á þessum árstíma það sést hvort sem er ekki hvort maður hreingeri allt húsið eða ekki svo ég er að hugsa um að sleppa því og njóta þess að gera sem minnstWink Jólin og hvað hátíðar sem er koma og fara hvort sem fólk fær eitthvert hreinlætis æði eða ekki. Sumir skreyta eins og óðir væru og fá svo taugaáfall þegar rafmagnsreikningurinn kemur eða fylla húsið af alls konar dóti svo ekki skiptir máli hvort þurrkað sé af eða ekki það sést hvort sem er ekki og þurfa að pakka niður hinu dótinu sem það á til að koma jóladótinu fyrir come on GetLost En  ég var samt voða ánægð einn daginn þegar ég koma heim höfðu drengirnir mínir tekið sig til og skúrað og þurkað af svo jólahreingerningin mín er búinTounge Jæja en hvað um það svona er ég og ekkert við því að gera í bili. Læt nú þessu rugli mínu lokið í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slökkva ljósin og kveikja á kertum. þá sést ekki rykið og allt verður rómó. Þrífa svo bara hátt og lágt þegar fer að vora og skíturinn að koma í ljós. brosa svo og njóta aðventunnar. Rykið fer ekkert og jólin koma , það er pottþétt.

Björg (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég að líkum lætur þá tókstu þessi próf með stæl og engar áhyggjur. Njóttu daganna til hins ýtrasta og berðu Siggu og familíu kveðju að norðan. Stemmings kveðjur að norðan.

Páll Jóhannesson, 12.12.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Haha snilldar ráð Björg...

Já Hrönn jólaföndur og laufabrauð..dugnaður þetta hjá ykkur...það er líka svo gaman þegar svona hefðir eru í kringum hátíðina

Stelpurnar biðja að heilsa öllum

kv úr Eyjum

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er snilld. Ég hef heyrt talað um ,,bjargræði" þetta er nýyrði ,,Ráðbjörg".

Páll Jóhannesson, 12.12.2008 kl. 13:06

5 identicon

Ætli maður fái það samþykkt hjá mannanafnanefnd

Björg (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:16

6 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk Björg mín fyrir góð og ódýr ráð enda minni rafmagnskostnaður af því að nota kerti fyrir utan rómatíkina

En hvað ætlar enginn að segja mér hvort ég sé í raun og veru svona vond eins og sumir halda fram come on Ásta stórt knús á stelpurnarKveðja til allra hinna.

Hrönn Jóhannesdóttir, 12.12.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband