19.12.2008 | 06:38
Jólafrí
Góðan daginn og velkomin á fætur
Þá er loks að koma að því að ég fái langþráð jólafrí Undanfarin fjögur ár hef ég verið að vinna jól og áramót en eftir rúman klukkutíma er ég komin í frí til 28 ekki slæmt það er núna að enda seinni næturvaktina mín vinn svo tvær á milli jóla og nýjaárs og komin í tveggja daga frí um áramót kl 8 á gamlaársdag Annars gegnur lífið sinn vanagang hérna snjór og voða jólalegt en svo er spáð að snjólaust verið um jólin það kemur í ljós Karlarnir mínir komnir í jólafrí í skólanum og gekk vel. Fór að hitta ólöfu frænku og ætlar hún að vera jólasveinninn minn í ár Gott að eiga góða sveina að. Oft kemur það fyrir að maður rifjar upp eitthvað úr barnæsku sinni sem tengist jólunum. Man eftir því að þegar var verið að keyra út jólakortum var alltaf á vissum stöðum sem við fengum eitthvað gott í goggin systir ömmu okkar gaf okkur alltaf súkkulaði þegar við fórum með jólakort til hennar og á öðrum stað hjá frændfólki fengum við mandarínur eða appelsínur og fannst þetta voða gott og skemmtilegt Svo minnir mig að á jóladag mátti ekki spila en það kom fyrir að við fengum einhver spil sem okkur langði voða mikið að prófa og urðum að gera það áður en að jóladagur rann upp og svo eftir hann en oft var beðið með mikilli eftirvæntingu að við gætum hafist handa við að spila og frændi heitinn á Ljósstöðum var alltaf til i spil við okkur systkinin En alla vega man ég þetta svona. Svo var bara leikið sér lesið og mulað á laufabrauði sem notað var sem snakk. Ekki var hlaupið á milli húsa á aðfangadag eftir að hátíðin gekk í garð. En svo var oft spennandi að hitta krakkkana í hverfinu og skiptast á að segja hvað við fengum í jólagjafir enda á þeim tíma vorum við krakkarnir í hverfinu oft öll saman í hóp í leik enda nýtt hverfi þá og mikið hægt að gera sjaldan setið auðum höndum nóg um að vera við og víðáttan mikil stutt í sjóinn til að týna þar allslagt dót ein og krossfiska til að þurrka og ýmislegt annað sem endað svo í herberginu manns með ýmsu öðru dóti. Í dag held ég að lítið sé nú um það að börn leiki sér úti og þurfið að draga þau inn enda svo sem ekki nema von það er alls staðar byggt þar sem eitthvert autt svæði er til staðar. En læt nú þessu lokið í bili og kveð. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hrönn og til hamingju með að vera komin í jólafrí. Já það fer oft ýmislegt að gerat í kollinum þegar jólin nálgast. En veistu að hérna á AKureyri er ennþá heilmikið um að krakkarnir séu úti að leika og ég mjög oft í þessari aðstöðu að þurfa að draga yngsta soninn inn úr snjónum eða hinum ýmsu boltaleikjum úti á skólavelli þar sem sparkvöllurinn og körfuboltavöllurinn er óspart notaður. En kanski stærsti munurinn að krökkum dugði smá grasbali f.fótboltavöll og peysurnar notaðar til að marka f.mörkunum en í dag eru þetta gerfigrasvellir og ef þeir eru uppteknir er ekki hægt að spila bolta... annars hafðu það gott í fríinu elskan mín og njóttu
Björg (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:04
Gott að þú ert komin í jólafríið og njóttu vel. Ekki gleyma jólaboðunum bæði heima og að heiman. Já hann frændi ykkar á Ljósstöðum var ykkur nú góður og okkur þótti líka mjög vænt um hann. Oft sat hann nú með ykkur Jóa á hnjánum og nærvera hans var nú fastur liður hjá okkur ekki bara um jól heldur oft um helgar. Þó hann ætti ekkert barn sjálfur, þá voru mörg börn sem hændust að honum, enda var hann mjög barngóður. Hafðu það gott heillin.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.12.2008 kl. 13:21
Hæ! Svo er það í minni minningu þannig að á jólunum koma Óli svo oft með Frænda. Vá hvað þetta var yndislegur karl hann Frændi, og gaman að rifja upp sögur af honum..... maður saknar hans og þegar maður rifjar upp þá finnst mér eins og ég finni neftóbakslyktina enn.... Farið vel með ykkur. kv úr Drekagilinu
Páll Jóhannesson, 19.12.2008 kl. 14:36
Til hamingju með fríið , svo er það ég sem þar að vinna þessi jól . ( nema 24 des. ) Alltaf gaman að rifja upp úr barneskunni, finnst mér eins og lifið var eitthvað sorglaust á þeim tíma . Ekki eins og núnahehe . Er að fara í vinnu snemma á morgun svo ég hætti þessu í bili .
Jólakveðjur úr Danmörk
Margith Eysturtún, 20.12.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.