30.4.2009 | 15:37
Stífðar fjaðrir
Hellú
Gleðilegt sumar allir sem einn. Já þá er það komið samkvæmt dagatalinu en hm veit ekki alveg hvernig á að túlka það Undanfarið hefur blásið hressilega og sá sem öllu ræður hefur vökvað okkur líka töluvert en gott fyrir gróðurinn segja sumir alla vega pæling Hvað er málið að það er orðið bjart um miðja nótt vaknar fyrir allar aldir annað en á veturnar þá er hægt að sofa endalust .Annars er svo sem ekki mikið að gerast hérna fyrir utan leiðindi atvinnuleysi smá örvæntingu og kreppu hvað getur maður verið að kvarta fyrst maður hangir hérna megin ha Spyr heimskur sem ekkert veit og gefst upp á öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur eða svo telja sumir í það minnsta En so what hvað öðrum finnst ulla bara á þá Jæja en að öðru skemmtilegra var að passa barnabarnið á kostingakvöldið og ætlaði sko að vaka og tókst það næstum því eða þannig vissi daginn eftir hvernig svo allt fór heppin að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp Ætla svo að sitja hjá drengnum afltur í kvöld dugleg amma haha. Á eftir ætla ég svo að reyna að gera smá góðverk til að komast í þann hóp sem kallaðir eru hjálpsamir og aðstoða eina góða konu sem er að vinna með mér og klára stuðningsfulltrúa nám henni vantar smá leiðsögn á tölvu og ég er sú klára er það ekki Á laugardaginn ætlum við svo hjónin að bregða okkur í borg óttans á minningartónleika um Rúnar heitinn Júlíusson með vinarfólki okkar og er mikill spenningur fyrir það enda fyrstu tónleikarnir sem við förum á enda svo ung nógur tími framundan Helgina á eftir verður svo arkað í Blá lónið að fara að borða(samt ekki lónið eða kíslinn vona ég) með vinnufélögum Gústa og Anítu þau fara líka og svo Gústi júnor er boðin og kærasta hans líka svo þetta verður vonandi gama enda er stefnt að því að eyða þeim pening sem starfsmannasjóðurinn þeirra hefur safnað áður en að þeir gufa upp þegar þau hætta að vinna hjá DM svo um að gera að spreða og spreða Á svo eftir að vinna tvær næturvaktir í næstu viku og þar með er þeim kafla lokið í bili hjá mér. Sumarfrí vonandi í Júli og fram í Sept svo hægt sé að tana sig og verða eins og allir hinir Bíð voða spennt eftir sumrinu kannski vaknar maður af dvala hver veit. 1 Maí allir í kröfugöngu og krefjast bættra lífskjara til hvers eins og kreppan hverfi ha Nei ætli það og ríkisstjórnin tilvonandi hvað skildi hún standa við öll þau loforð um betri tíð með blóm í haga spurnig allir þessir bevítans apakettir lofa öllu fyrir kostingar og svo muna þeir ekki neitt þegar þeir komast til valda Heppin að vera bara ég og lofa engu svík þá ekki neitt á meðan Jæja ætla nú að láta þetta duga í bili og kveð. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á allt sinn upphaf og endi, eins og veturinn og vorið, þú lokar á eftir þér einni hurð og opnar aðra að nýju upphafi. Atvinnuleysi, kreppa og verkefni sem ekki eru kláruð þurfa ekki að vera endir. Þetta getur verið upphafið að einhverju nýju og spennandi, bara eftir því hvernig einstaklingurinn lítur á málin. Góða skemmtun á tónleikunum og í bláa lóninu.
Björg Th (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.