Annasöm vika að baki :)

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Já þá er komin ný vinnuvika og annasöm vika að baki var að vinna eiginlega út í eitt og fegin að það sé búiðGrin Karlinn minn sat einn heima að horfa á jurovision voða gaman og ég að vinna Grin Það reyndar rættist svo úr veðrinu hérna þegar nær dróg helgi búið að vera aðeins mikil hreyfing á loginu en það er alltaf eins aldrei sé  hægt að gera öllum til hæfis Cool Nóg um það. Á fimmtudaginn kom ein vinkona mín í heimsókn en hún var að koma heim frá Noregi var þar í heimsókn kom með börnin sín tvo og barnabarn sitt Grin Það var alveg frábært að hitta þau og fá að sjá litlu prinsessuna þeirra enda var hún svo góð og vær heyrðist varla í þessari fallegu dömu Grin Það er svo skrítið stundum koma engir eða fáir í heimsókn svo kemur sprengja og allir láta sjá sig og þá er sko gaman Grin Það er svo skrítið að geta bæði verið félagsvera og hálfgerður einbúi ein það er bara gaman að því Grin Sumarið komið með allri sinni dýrð og mér til hrellingar eru röndóttar þyrlur á ferð sem suða hátt og þó svo að ég sé ansi stór og stæðileg þá einhvern vegin finnst mér þessar flugur vera í mínum augum halfgerðir krókódílar eða fílar eins og pabbi minn sagði oft þegar ég var að öskra á hann á mínum yngri árum og biðja hann um að fjarlægja þær sagði hann að samkvæmt öskrunum í mér væru þetta annað hvort krókódílar eða fílar Crying En núna hef ég ekki pabba nálægt enda býr hann langt frá mér ásamt mömmu svo ég verð bara að vera drulluhrædd og forða mér i burtu Grin Reyndar gaf hún mamma mér eina sem er gerð úr tré sem situr alltaf hérna hjá mér við tölvuna fyndið ekki satt Grin Nú styttis í sumarfrí hjá mér fer að öllum líkindum í frí í byrjun Júlí og svo er stefnan tekin á Akureyri 24-31 Júlí við verðum með íbúð á leigu og okkar árlega fjölskyldumót veður haldið helgina 24-26 þarGrin Hlakkar mig mikið til að hitta fjölskylduna og vini sem þar búa og svo er mikill spenningur að hitta Fúsa.Margith,Andrias og Arndísi en þau koma til Akureyrar frá Danmörku þar sem þau búa og verður fagnaðarfundir fyrir alla að hitta þau HeartSvo fer maður vonandi í eina eða fleiri útilegur í sumar og gerist útilegu kind me Tounge Verð að fara að ljúka þessu en í dag er frídagur hjá mér sem fer reyndar í að halda starfsmannafund GetLost Mætti alveg halda hann utandyra vegna veðurs svo ég vona að hann standi ekki lengur en 3-4 tíma gaman að eyða fríinu sínu í fundi haha. Vona að allir eigi góðan og yndislegan dag. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já Hrönn..majurnar eru bara sætar með sínar svörtu loðnu lappir..og röndóttu peysuna;) mér finnst þær nú bara búbbulínukrútt..

En skrítið eitt sem Aníta var að tala um við mig nýlega..Margith..sem er mágkona þín ef ég skildi þetta rétt..er systir hans Niels...lol sem bjó í Grindavík og djammaði með okkur vinkonunum...sýnir bara hvað heimurinn er lítill..

Við mæðgur mætum svo eftir virka 11 daga á klakann..og maður kíkir nú kannski í einn kaffi með Anítu;)..
Stelpurnar bíða með tilhlökkun og já ég veit ég líka..þetta verður bara frábært

þar til þá..kveðja úr Eyjum

Ásta Björk Hermannsdóttir, 18.5.2009 kl. 20:03

2 identicon

Ég held nú Hrönn mín að það myndi breita litlu að hafa hann föður þinn nálægt gagnvart blessuðum flugunum,ekki vildi ég nú sjá þann gamla eltast við þær eins og hann er nú á sig komin he he.KV:Jói bró

joi mar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæl Hrönn. það er gott að heyra frá þér og verður  ánægjulegt að fá fólkið sitt í bæinn. Ekki hefur það verið svo duglegt að koma í vetur, enda komin kreppa. Þessar gulu og svörtu eru nú líka að flögra hér um feitar og þunglamalegar, eins og litlir fuglar. Ég hélt að ef þú hefðir eina svona úr tré fyrir augunum alla daga myndir þú venjast þeim, enda sjá þær okkur fyrir hunangi þessar elskur. Finnst þér ekki hunang got ?  KV.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.5.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Jói nei ég veit nú ekki mikið um hvernig pabbi er á sig komin en hann hefði nú gaman að eltast við þær fyrir dóttur sína ekki satt

Mamma nei við höfum ekki komið neitt í vetur enda kreppa eins og þú segir nóg verið að gera við að vinna og læra svo stundum nægði ekki klukkutímarnir í sólarhringnum Jú mér finnst sko hunang vera gott en þessar gulu röndóttu þyrlur eiga bara að vera annarsstaðar en ég er og mæja bífluga sem situr hjá mér er vinkona mín enda úr tré

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.5.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn - pabbi er fínn með flugnaspaðann enn hleypur ekki mikið á eftir flugunum. Hann situr og bíður rólegur eftir að bráðin kemur þá sveiflar hann spaðanum hraðar en auga fær á fest og ....... blessuð sé minning flugunnar

Páll Jóhannesson, 20.5.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband