13.7.2009 | 14:40
Góðan daginn
Þá er maður komin í sumarfrí eftir langan og ansi strangan vetur
Sólin komin á loft og gleður landsmenn alla til sjávar og sveitar. Við höfum nú ekki farið mikið það sem af er en tókum okkur til einn laugardag settum kaffi á brúsa smurðum okkur brauð og brunuðum af stað
Fórum Krýsjuvíkurleið og stoppuðum við Strandakirkju fengum okkur nesti þar síðan lá leið okkar í Hveragerði og Selfoss veðrið lék við okkur og skemmtileg ferð hjá okkur
Um síðustu helgi var haldið með nesti af stað enduðum á Þingvöllum þar sem við snæddum nesti og nutum góða veðursins þar. Síðan lá leið okkar í Kjós til Dóra stóra bró og Ingu fengum þar kaffi spjallað um heima og geyma alltaf gaman að hitta þau
Jæja svo eru ansi mörg afmæli framundan í minni fjölskyldu mamma átti afmæli á laugardaginn til hamingju með daginn mamma
Gréta mágkona á afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með dagin
En eins og svo oft áður er maður ekki á staðnum til að gleðjast með sínu fólki. Fúsi frændi minn á svo afmæli á föstudaginn næsta en hann er staddur á Akureyri með börnunum sínum en konan hans kemur svo til landsins 24 en þau eru búsett í Danmörku svo ég vil óska frænda mínum líka til hamingju með daginn á föstudagin
En svo til gamans þá eru 22 ár síðan ég flutti hingað suður með sjó þann sama dag og frændi minn á afmæli svo að það er margs að minnast þann dag
Seinna í mánuðinum á æskuvinkona mín afmæli og svo pabbi minn og litli bróðir en ég verð þá á staðnum. Annars gengur bara lífið sinn vanagang hérna er búin að vera á fullu að gróðursetja tré og matjurtir voða gaman enda finnst mér gott að hafa grænt í kringum mig og svo þá gulu líka þá er lífið svo dásamlegt og gaman að lifa
Ef maður reynir ekki að sjá það góða og fallega í lífinu er það ansi dapurlegt vona að þessi bjartsýni sé komin til að vera enda er ég ein af þeim sem lifna við á vorin og sumrin en á það til að detta í vetrardvala hmm
Stefnan er svo tekin á eina að minnsta kosti tjaldútilegu svona upp á gamal móðin með gamla góða tjaldið frá Seglagerðinni svo maður þekkist auðveldlega frá hinum sem eru með fellihýsi, tjaldvagna eða hjólhýsi við voða ánægð með okkar primus til að hella upp á kaffi og elda sér þá er lífið fullkomið ekki hægt annað en að vera með bros á vör og þakka fyrir að vera til
Ætla framvegis að þakka fyrir hvern dag sem maður fær með fjölskyldu sinni og vinum það er það dýrmætasta sem við eigum og megum aldrei gleyma því. Bið að heilsa í bili og kveð. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað þú ert glöð og ánægð . Hlakka til að hitta ykkur er þið komið norður. Lífið hér er líka yndislegt. Hafið þið það sem berst og njótið frísins.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.7.2009 kl. 21:45
Maður endurnærist við að lesa bloggið þitt Hrönn mín...þú ert svo jákvæð...bestu kveðjur frá okkur Gunna á spító...
Erla Sveins (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:57
Takk fyrir þetta Erla mín. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur hjá Gunna Vonum að allt gangi vel og baráttukveðjur til ykkar þið eruð hetjur bæði tvö Gústi biður að heilsa frænda sínum.
Hrönn Jóhannesdóttir, 22.7.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.