Jæja smá blogg

Góðan dagin góðir hálsar

Það var verið að segja við mig að ég væri latur bloggari já kannski rétt það eru flestir kominir með facebook svo minna er um að fólk almennt bloggi ég sakna nú þess að sjá hvað ég og aðrir eru orðnir latir bloggararFrown En kannsi reynir maður að gera bót á því hver veit. Jæja en ég er í sumarfrí og hef svo sem aðeins skroppið af bæ. Fór reyndar bara stuttar ferðir nokkrar helgar sem var gaman enda hefur sumarið verið með eindæmum gott hérna sunnanlands alla vegaCool Mikið búið að vera að gera hérna heima setja niður tré og rækta matjurtir sem er bara gaman að geraGrin Við skuppum svo norður yfir heiðar heim í heiðardalinn eins og sumir segja gjarnan vorum þar í 9 daga vorum með íbúð í viku og dvöldum svo hjá mömmu og pabba hina dagana takk fyrir okkurHeart Okkar árlega fjölskyldumót var haldið og góð mæting og virkilega gaman hjá okkur þetta er nokkuð sem við erum búin að gera í ein 14 ár og ætlum að halda þessu áfram um ókomin ár Grin En núna þetta árið voru Vigfús,Margith,Andrias og Arndís með okkur en þau búa í Middelfart í Danmörku. Fórum við svo dagferð að Goðafoss mamma og pabbi komu með og skoðað var  bílasafn sem er á leiðinni til Húsavíkur og þangað fórum við líka fengum reyndar ekkert sérsakt veður frekar en hina dagana en svo bregðast krosstré sem önnur og ég fékk vægast sagt svona hálfgert hausveður þarna frekar en að það væri hásumar en svona er bara Ísland í dag Cool Sæludagar í sveitinni voru haldnir líka og brugðum við okkur með mömmu og Önnu systir þangað en pabbi var heima og hvíldi sig. Þetta var skemmtileg ferð farið að Björgum þar sem frændur mínir búa og hitti ég þar nokkra ættingja sem ég hef ekki séð í mörg ár, svo var farið á Hjalteyri og endað á sveitamarkað i sem er í Arnarneshreppi og skoðað. Aftur var farið í sveitina en nú í Hrafnagilshrepp skoðaður sveitamarkaður verlaði ég þar aðeins meðal annars brodd sem mamma sauð svo fyrir okkur áður en haldið var suður á leið þessar ábrystir brögðuðust mjög vel endað svo góðan dag á sveitabæ þar sem við fegnum heimatilbúin ís sem er einn sá besti sem ég hef smakkaðGrin Síðan var farið suður á bógin fórum yfir kjöl stoppuðum á Áningu fengum okkur kaffi komum svo við hjá Anítu,Davori og börnunum gistum þar tvær nætur fegnum grill og höfðum það næs tekið í spil og notið þess að gera sem minnst takk fyrir okkur Heart Jæja en svo þegar við komum heim vorum við fegin að komast i okkar rúm en svo var farið að tala um hvort ekki væri rétt að leggja aftur land undir fót og fara á fiskidaginn mikla á Dalvík jú það var úr að við stefndum að því en eins og ég sagði áður með krosstré það lögðumst við bæði hjónin í bælið með flensu skít sem er búin að hrjá okkur núna í 6 daga og er en að hrella okkur svo ekki fórum við norðurFrown En hver veit hvað gert verður þegar flensan er á bak og burt Tounge Jæja læt nú þessari ferðasögu lokið í bili og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þið eru nú meiri flakkararnir

Páll Jóhannesson, 12.8.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband