Haustið

Góðan daginn og velkomin á fætur Sleeping Þá er haustið að koma í öllu sinu veldi og með sína fallegu liti. Lægðirnar koma að ég held allar við hérna hjá mér og sýna allar tegundir sem þær hafa upp á að bjóða Cool En eftir að þessu líkur kemur svo veturkonungur og síðan minn uppáhalds tími sumarið en ég er farin að telja niður og bíð spennt eftir sumrinu sem kemur aftur Cool Hef verið ótrúlega löt að fara og taka myndir enda á ég bara svona kreppu myndvél sem er ekki upp á marga fiska enda er ég lítið að taka myndir af þeim hehe Grin Þykist vera listakona en er búin að fatta að það er regin misskilningur svo ég verð að finna mér eitthvað annað að leika mér við en list hm Blush Jæja en svona er bara Ísland í dag sumarið var yndislegt svo ekki sé meira sagt fórum víða hitti vini ættingja og annað fólk sem var gaman Ljósanótt var svo haldin hérna með pompi og prakt viti menn ein af mínum æskuvinkonum kom var búin að vera á leiðinni í nokkuð mörg ár svo kom þessi elska og virkilega gaman að hafa hana Grin Hittum svo tilvonandi tengdaforeldra Gústa yngri yndislegt fólk sem við kynntumst þarna og svona til að segja öllum frá þá eiga Gústi og hans kærasta von á sínum fyrsta erfingja í Des svo við erum ansi rík Grin Hrafnhildur og börnin hennar koma svo hingað til landsins í des og verða yfir jól og áramót svo það verður kátt á hjalla Grin Kannski bara komin þá fjórða barnabarnið hver veit Wink Annars gegngur lífið sinn vana gang vinna sofa éta og gera sem minnst það er mitt móttó sem ég held fast í og er dugleg við það Tounge Strákarnir í skóla og vinna með skólanum líka duglegir blessaðir enda er ég alveg hrikalega stolt af öllum mínum börnum. Ævar fór um daginn til augnlæknis og var að vonast til að fá gleraugu honum finnst það svo töff en æj greyið fékk engin gleraugu en þarf að fara í augnaðgerð á báðum augum er með galla eins og ég var með Frown en sjóntaugarnar hans eru of slakar svo það þarf að skera og strekkja á þeim hann er á biðlista eftir aðgerð sem verður líklegast gerð með vorinu Sideways en ekki er hægt að laga þetta öðruvísi. Við hjónin erum svo að fara á hótel 10 okt og ætlum að njóta þess en Aníta, Davor og Ivan Freyr gáfu okkur gjafabréf á hótel í jólagjöf í fyrra svo ekki er seinna vænna en að nota það fyrir næstu jól.Tounge Fer nú þessu pári mínu að ljúka í bili og kveð. HJ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Veistu Hrönn það eru allir listamenn í sér og það má einu gilda hvort þú ert með kreppumyndavél eða eitthvað fínna, kallaðu fram listagyðjuna í þér og njóttu þess. Það er góð tilhugsun þegar vel gengur hjá börnum manns víst er það og ég tala nú ekki um þegar frjósemisgyðja er kölluð til - til hamingju með það.

Gjafabréf á Hótel........................... grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr þá er að kalla fram villidýrið og njóta dvalarinnar. 

Páll Jóhannesson, 28.9.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk Palli ég er að reyna að kalla gyðjuna fram og hver veit hver útkoman verður. Já þetta með frósemisgyðjuna hún er núna hjá börnunum okkar búin að heimsækja okkur ;) Villidýrið kemur sko örugglega í ljós og jú ætla að njóta dvalarinnar.

Hrönn Jóhannesdóttir, 28.9.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband