14.10.2009 | 09:00
Að setja sér markmið
Góðan daginn og velkomin á fætur
Var að velta því fyrir mér hvort fólk væri almennt hætt að blogga og allir komnir á facebook Stend reyndar í þeirri trú að það sé ekki allra að vera þar og skoða fór sjálf þar inn og sat þar lengi föst en í dag er ég ekki eins dugleg að fara á facebook og finnst gaman að rölta um blogg heima Sagði frá því í síðustu færslu að við hjónin ætluðum á Hótel en ekkert varð úr því þar sem ég lagðist í annað skiptið á stuttum tíma í bælið með þessa svæsnu flensu og eldri strákurinn lá einnig fárveikur heima En hótelið bíður betri tíma svo var bara þessi helgi held ég ekki ætluð okkur vegna ófyrirsjáanlegra atvika sem komu upp. Fyrir tæpu ári síðan setti ég mér markmið sem þokast hægt og sígandi í rétta átt. Hélt reyndar að það myndi taka stuttan tíma enda er ég dálítið óþolinmóð það sem á að gera í dag ætti helst að hafa gerst í gær En að kenna gömlum hundi að sitja er að takast hehe. Það máltæki hefur komið mikið á óvart hérna hjá mér undanfarið Einginmaður minn tók sig til og skellti sér á matreiðslunámskeið og viti menn hefur tvisvar sinnum eldað einn og óstuddur síðan svo að undur og stórmerki gerast enn af öllu átti ég sko ekki von á þessu Hann skellti sér svo á útskurðarnámskeið sem honum finnst mjög gaman á og á sko vafalaust eftir að búa til flott listaverk Þessi árstími er oft svo skrítinn veðurfar með ólíkindum og aldrei að vita hvernig maður á að fara klæddur út í regngalla kuldagalla eða stuttbuxum kannski svolíið ýkt en allt í lagi með það Ég er strax farin að hlakka til sumarsins sem kemur eftir nokkra mánuði er meira fyrir þann árstíma Er kannski kaldhæðni í því þar sem ég er fædd að vetri til á einum óveðursældasta mánuði ársins En maður ræður víst ekki sjálfur hvenær maður fæðist svo ég get ekkert að þessu gert. Jæja en hvað um það svona er bara Ísland í dag. Kveð að sinni. HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ Hrönn,já líklega margir hættir að blogga, ennþá kíki ég eins og áður á bloggsíðunu þína og viti mrnn hún var komin með nýja færslu.já sannarlega búið að vera skrítið veðurfar undanfarið og skrítin tími en nú er bara að setja sig í gírinn fyrir veturinn og tjútta inn í skemmtilegan tíma. og mundu svo á láta Gústa í friði í eldhúsinu nema ef vera kinni að þú þurfir að áreita hann eithv.úbbssss... knús og kveðjur Björg
Björg (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 22:25
Hæ, farið vel með ykkur á þessum síðustu og verstu flensutímum. Eins gott að hafa vírusvörnina í lagi
Páll Jóhannesson, 21.10.2009 kl. 16:28
Ja það eru nú fleiri en þú latir við bloggið, en kannski ég reyni að taka mig á. Mér líst vel á það sem tengdasonurinn er að gera, enda þekki ég til í þeim fögum. Kær kveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.10.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.