22.6.2008 | 21:22
Rjómablíða
Góða kvöldið góðir hálsar
Eins og svo oft hefur verið hérna rjómablíða og við notið þess í botn Maður rembist við að halda litnum sem ég fékk í Flatlöndum og gengur bara nokkuð vel
Annars er þetta nú yfirleitt hérna svona
Nóg hefur verið að gera vinna sofa og gróðursetja. Er búin að setja niður afklippur af runnum sem ég fékk frá stóra bró fyrir norðan og fróðlegt verður að vita hvernig það tekst til
Keypti mér svo Hreggstaðarvíðir og setti niður líka til að loka runnabeðinu. Einnig voru keypt nokkur sumarblóm sem príða sólpallin minn og er orðið nokkuð kósý á pallinum
Átti reyndar að vera í frí þessa helgi en þurfti að koma inn smá stund á föstudag og svo aftur í dag en svo er vinnuhelgi hjá mér næst
Á laugardaginn buðu Aníta og fjölskylda okkur í grill svo var mjög gott og grillaði húsmóðirin sem er víst nokkuð sem ekki gerist oft og var fest á filmu hjá þeim væntanlega koma myndir af því hjá honum Ivani en takk fyrir okkur
Jæja en svo styttist í sumarfí hjá mér en ég fer væntanlega í frí um miðjan Júlí fram til loka Ágúst(ekki Hrafnsson) Veit ekki hvað við gerum en væntalega finnum við upp á einhverju skemmtilegu og segi frá því síðar
Lífið virðist svo skrítið stundum og óvænt en svo er bara Ísland í dag
En okkur fækkaði um einn á heimilinu þar sem elsti sonurinn(júnor) flutti í sína eigin íbúð sem hann festi kaup á núna í Júni en hann hafði búið hjá okkur í nokkra mánuð á meðan hann var að spara og lifði á hótel "pabba" i þessu tilviki ekki mömmu
Svo við erum nú orðin fjögur í kotinu
Húsbóndinn var búin að vera í rannsóknum á meðan ég var erlendis og fékk góðar fréttir allt í lagi og bara að fylgjast með eftir ár við erum virkilega ánægð og heppinn
Ekki eru allir sem eru í þeim sporum því miður. Jæja læt þetta nú gott heita í bili og kveð með sumarkveðju
HJ
11.6.2008 | 17:19
Jæja þá er maður komin heim
Góðan daginn góðir hálsar
Þá er maður nú komin heim úr sælunni í Danaveldi Mikið var nú samt gott að koma heim og fá að sofa í sínu fleti
Annars er ekki hægt að kvart yfir aðstæðunum í Danaveldi. Sumarhúsið sem við vorum með á leigu var hreint út sagt virkilega flott og allt til fyrirmyndar, flott og stórt baðkar með nuddi og næs
Og svo vorum við síðustu nóttina í íbúð sem er í eigu íslendinga og var það æðislega flott og kósý og garðurinn flottur. Jæja en við fórum víða um skoðuðum meira en var í áætlun vegna vegakerfis hjá dönum
Nei smá djók við vorum ekki með staðsetningartæki við hendina svo við urðum að reiða okkur á vegakort sem gekk svona og svona en alltaf skiluðum við okkur á leiðarenda eftir nokkra auka kílómetra en sáum þess í stað fullt að litlum kósý sveitaþorpum í staðinn
Sem við hefðum annars misst af
Fórum í dýragarð og tívolí í koben. Ein af vinnufélgögunum átti afmæli í ferðinni varð hálfraraldar gömul og komum við henni á óvart með morgunmat og svo tertu og grillveislu daginn eftir afmælið en deginum eyddi hún með vinarfólki sínu í danaveldi. Buðum Vigfúsi,Margith,Andrias og Arndísi í grill til okkar en Margith var svo elskuleg að gera fyrir okkur eina æðislega flotta köku handa afmælisbarninu
Var það alveg frábært að fá þau til sín var reyndar búin að fara eitt kvöldið til þeirra og hitta þau og var ég að sjá Arndísi í fyrsta skiptið
Þau voru yndisleg hún var aðeins feimin fyrstu mín en svo var það fljótt að hverfa var reyndar mikið með mér á meðan Andrias leitaði meira til vinnufélaga míns sem fór með mér til þeirra tók fullt af myndum af þeim
Sem sagt vel heppnuð ferð veðrið var hreint út sagt æðislegt 25-29 stiga hiti í forsælu ekki hægt að kvarta yfir því
Náði meira að segja smá lit öðrum en rauðum þó hann væri í meiri hluta og svo fékk ég smá blöðrur undan sólinni en ekki kvartar maður yfir því þegar sú gula á í hlut
Fékk reyndar smá sólarexem en hvað er það á milli vina nokkra mánuði á ári þegar maður þarf ekki að óttast það hina 9 mánuðina sem veturinn er
En sem sagt þreyttir en ánægðir ferðalangar skiluðu sér heim í gærkvöldi. Læt nú þetta gott heita í bili og kveð. HJ
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.6.2008 | 11:05
Hetjur hafsins til hamingju með daginn
Góðan daginn og velkomin á fætur
Þá er nú sjómannadagurinn runnin upp i allri sinni fegurð með sól og blíðu Vil ég óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn
Það hefur verið lítill tími til að setjast niður við tölvuna vegna anna stundum er það svo að annað hvort er í ökkla eða eyra
Og síðustu dagar hafa verið í eyra hjá mér og fjölskyldu minni
Hvað með það ekki þýðir að væla þá nennir engin að hlusta á mann svo að það er um að gera að horfa á björtu hliðarnar og hisja upp um sig
Fer svo í blogg frí í rúma viku
Eftir sólarhring verð ég á leiðinni til Danmerkur með vinnufélögum og íbúum á sambýlinu sem ég er að vinna á erum búin að opna blogg síðu fyrir okkur og hina sem vilja fylgjast með ferðinni okkar og er slóðin á henni www.blogg.visir.is/lyngmoi10 Svo endilega að fylgjast með okkur
Jæja en stundum er ekki á allt kosið eins og allir vita. Daginn eftir að ég verð komin til Danaveldis þarf maðurinn minn þessi elska
að leggjast inn á sjúkrahús og vera þar í nokkra daga í rannsóknum
Vona bara að allt komi gott út úr því svo ég fái góðar fréttir út vildi svo sannarlega geta verið hjá honum en verð með hug minn og hjarta í staðinn hjá honum
Jæja en verð að hætta þessu rausi í bil og fara að pakka niður fyrir íbúana er nefnilega að vinna go tók mér smá pásu er að vinna fram á kvöld og á nokkra tíma aflögu með fjölskyldunni áður en ég fer á vit ævintýranna. Kveð að sinni. HJ
21.5.2008 | 12:35
Jæja þá
Góðan daginn og velkomin á fætur
Mikið er nú tíminn fljótur að líða fyrr en varir er vikan búin og næsta komin á fulltEn um síðustu helgi brá ég mér norður yfir heiðar í heiðardalinn. Gisti á hótel mömmu og pabba
Strákarnir komu degi á eftir okkur og voru hjá systir minni
Vinnufélgi minn fékk far með okkur og settum við hana út á Dalvík og tókum svo systurson minn með okkur til baka
En nóg var að gera að heimsækja ættingja og vini
Náði sem betur fer að hitta eina góða vinkonu mína sem varð ekkja í fyrra og heimsótti ég manninn hennar að leiðinu hans sem var mér mikils virði að geta átt þar stund með vini
Ein æskuvinkona mín lagði akkúrtat land undir fót og brá sér suður svo við hittumst ekki í þetta skiptið
En á laugardeginum var opið hús í Hamri félagsheimili Þórs á Akureyri meðal annars sem þar fór fram var til heiðurs afrekum pabba míns á árumum 1979-1991 í lyftingum öldunga en hann var tvívegis heimsmeistari öldunga
Vígði hann skáp sem heldur utan um verðlaunapeninga hans og bikara sem Þórarar ætla að varðveita. Einnig mappa með myndum og úrklippum um hans feril í lyftingum og er ég sko mikið stolt af honum pabba mínum
Ein æskuvinkona mín var líka þarna til heiðurs pabba og hann var ekki að fatta hana strax frekar en Palli stóri bró held að þeir séu með tefflon
Fór svo tvisvar til Palla og Gretu náði mér þar í græðlinga sem fara von bráðar í garðinn minn ásamt tré sem mamma gaf mér svo ég er komin með nokkur tré héðan og þaðan af landinu
Jæja en stuttri en góðri heimsókn lokið haldið var heim í góðu veðri og gekk vel
Fór svo í smá læknisheimsókn í gær og fékk bara góða skoðun allt að ganga eins og ég vildi
Svo að það sem ég hef verið að gera er að skila sér. Maðurinn minn fór líka til sérfræðings í borg óttans hann þarf aðeins meira en ég nokkar blóðprufur sem við vonum að verði góðar og lofi góðu framhaldi
Að vera bjartsýnn á það sem framundan er lofar góðu og þá gerast líka góðir hlutir
Svo er komin smá spenningur varðandi ferðina okkar á sambýlinu til Danmerkur en það styttist óðum.
Yngsti sonurinn búin að fá sumarvinnu og byrjaði að vinna í morgun. Um helgina ætlum við svo að passa Ivan litla eina nótt kannski verður bara júrovision partý hjá okkur með honum
Læt nú þetta gott heita í bili og kveð. HJ
12.5.2008 | 21:54
Mikið á sig lagt fyrir gróðurinn
Góða kvöldið góðir hálsar
Jæja þá er nú hvítasunnan að renna sitt skeið og mæðradagurinn líka Ætla nú ekki að hafa mörg orð um það hvað var gert fyrir mig þennan merkisdag
Jæja en mikið leggur maður nú á sig til að bjarga gróðrinum
Við hjónin fórum ansi langa vegalengd til að bjarga nokkrum trjám frá því að mæta sínum dómsdegi
Já og þá meina ég mikið lant á sig. Þegar upp var staðið gátum við bjargað þremur trjám, Farið var með stunguskóflu nátturulega til að allt væri nú gert með varkárni
Þegar heim var komið seint um kvöld og setja átti tréin niður í garðinn vantaði skófluna góðu hún var sem sagt eftir á staðnum sem við fórum á til að ná í tréin
Ekki nenntum við að keyra aðra eins vegalengd eftir skólfunni góðu sem við áttum reyndar ekki heldur nágrannar okkar á efri hæð hússins
Geymt var að setja niður þangað til í dag þegar búið var að fá lánaða aðra skóflu
Og nágrannarnir hjálpuð okkur við að gróðursetja með hinni lánsskóflunni svo ég verð nú að fara og kaupa nýja til að skila nágrönnunum svo þau fá nú reyndar nýtt tæki í staðinn fyrir gamallt heppin
Annars er voða lítið að frétta í bili svo ég kveð að sinni úr trjáreitnum í Njarðvíkurborg. HJ
9.5.2008 | 07:45
Róleg heit
Góðan daginn og velkomin á fætur
Langaði aðeins að skirfa smá í dag Sit hérna við tölvuna í vinnunni er að enda aðra næturvaktina mína
Horfi út um gluggan á rigninguna sem mér finnst núna eitthvað svo góð hún er svo hljóðlát þegar maður situr inni í hlýjunni og hlustar á hana lemja þakið
Það er eitthvað svo róandi við það. Annars var mjög gott veður hérna í gær sól og hiti ekta sumarveður
Fór að labba með íþróttaálfunum og svo fórum við í morgunkaffi og spjallað um lífisns gangn og nauðsynjar
Er svo núna á eftir að fara í morgunmat til eins af íþróttaálfunum og hjálpa aðeins við undirbúning á prófi sem hún er að fara í
Skil reyndar ekki alveg hvað mér finnst orðið gaman að læra ekki þótti mér það nú neitt sérsaklega gaman þegar ég var aðeins yngri en ég er í dag
Er svo að lesa tvær bækur sem ég tók á bókasafninu önnur heitir Undarlegt háttarlag hunds um nótt. Og hin Ein til frásagnar. Er langt komin með þá síðarnefndu hreinlega dett á kaf í bækur og hætti ekki fyrr en ég er komin á leiðarenda les þá gjarnan við hvert tækifæri sem gefst
Svona getur maður nú verið skrítin
Jæja en svo lokin í minum róleg heitum við að hlusta á rigninguna þá er það að frétta af barnabarninu mínu honum Ivani að allt gengur að óskum og losnar hann við umbúðirna á mánudaginn
Hlakkar ábyggilega mikið til drengunum sá arna geta farið að labba úti og komast í langþráð bað
Njótið svo helgarinnar enda löng helgi framundan fyrir marga en ekki alla. Kveð að sinni. HJ
6.5.2008 | 14:45
Vor í lofti
Góðan daginn góðir hálsar
Styttist nú óðum í að maður fari að munda stuttbuxurnar og setja upp sólgleraugun á nefið Ósköp lítið svo sem að frétt héðan úr höfuðstað suðurnesja manna nema bara allt í gúddý
Helgin var rólega eins og flestar aðrar helgar. Pössuðum Ivan Freyr á laugardagskvöldið og svaf hann eins og engill hjá okkur enda ekki við öðru að búast
Af honum er það annars að frétta að allt gengur nú betur og horfir vel með hann og brunasárin sem hann hlaut
Sárin eru loksins farin að gróa og fær náttúrulega ör eftir þetta allt en ekki þurfi ígræðslu sem betur fer
Vil þakka öllum fyrir góðan hug og hlýjar hugsanir handa honum og foreldrum hans
Á sunnudeginum þegar hann var farin heim til sín skruppum við hjónin á sýningu sem haldin var í Fífunni í Kópavogi bílar og sport mikið um flotta bíla jafnt nýja sem gamla. Hitti þar af einskærri tilviljun mann vinkonu minnar en þau búa í Borgarfirði hann var á ferð með syni þeirra og frænda sínum en eiginkonan var heima
Jæja en svo í dag vorum við að ganga frá í vinnuni ferð sem við erum að fara með íbúa sambýlisins til Danmerkur og förum við 2 júni og komum aftur heim 10 júni. Við eru 5 starfsmenn sem förum með 5 íbúum og ætlum að hafa gaman og njóta þess að vera öll saman Við fljúgum á Kaupmannahöfn og tökum þar bílaleigubíl sem við keyrum til Velje og þaðan er stutt í sumarhús sem við tókum á leigu. Farið verður víða og skoðað hlakkar okkur mikið til
Þetta er í fyrsta skipið mitt sem ég fer til Danmerkur svo það veður gaman
Sem sagt þriðja utanlandferðin mín á 8 mánuðum annað hvort í ökla eða eyra hjá mér
Reyndar kvíður drengjunum mínum aðeins fyrir þeir voru nefnilega skildir einir eftir með pabba sínum fyrir nokkrum árum síðan meðan ég skrapp til Þýskalands og voru ansi fegnir þegar mamma kom heim höfðu fengið lítið annað en hamborgara á meðan
Þeir eru nú orðir aðeins eldri í dag svo vonandi bjarga þeir sér frá þessu
Jæja en svo eitt af lokum vil ég óska Þórsurum til hamingju með nýja leikmannin þeirra í körfubolta en Guðmundur Jónsson sem kemur frá UMFN var að undirrita samning sinn við Þórsara. Þekki Gumma vel enda nágrannar til fjölda ára óska ég honum góðs gengis fyrir norðan. Læt þetta svo gott heita í bili og kveð. HJ
28.4.2008 | 12:43
Helgin búin
Góðan daginn og velkomin á fætur
Já þá er helgin búin og ný vinnuvika að hefjast Á laugardaginn kom vinkona mín og dóttir hennar hingað suður með sjó. Við fórum á handverks sýningu sem haldin var á Vallarheiði og var mikið að sjá og skoa. Fengum að skoða líka leikskóla þar sem er rekin af Hjallastefnunni og leiðsögn um starfsemina þar
Vil ég þakka henni fyrir daginn. Fór svo með vinnufélaga mínu á kynningu hjá Miðstöð símenntunar fengum alls lags bæklinga til að skoða frá hinum og þessum skólum svo úr vöndu er að velja
Á laugardagskvöldinu fórum við svo á lokahóf hjá UMFN var góður maturinn og þó nokkuð af fólki. Verðlauna afhending og viðurkenningar veittar. Ætla nú ekki að fara mikið ofnaní þá sálma enda er nokkuð um hræringar innan körfuboltadeildar UMFN sem ég læt aðra um að segja frá og útskýra
Ágætis gluggaveður hefur verið hérna og stendur til að taka til á pallinum og setja fram borð og stóla sem hægt verður að njóta sín við að sitja við í sumar í allri þeirri sól og blíðu sem veður örugglega hérna hjá okkur Jæja en var svo að tala við Anítu en hún fór með Ivan í endurkomu á slysó í morgun
Og ekki voru þau ánægð þar með sárin hjá honum lita ekki vel út
Hann á að koma aftur á föstudaginn og halda læknarnir sem skoðuðu hann að þetta sé djúpur annars stigs bruni á hægri fæti og eru jafnvel hræddir um að þetta gæti hafa verið þriggja stigs bruni eftir alllt saman
En það veður reglulega fylgst með honum á næstunni og vonandi tekst þetta vel svo ekki þurfi að græða á hann nýja húð. Ef gróandinn hann er góður er von til þess að það þurfi ekki. Svo nú er bara að krossa hendur og fætur og vona það besta
Verð nú að hætta í bili er að fara að vinna svo ég kveð að sinni. HJ
25.4.2008 | 15:33
Íslandsmeistarar
Góðan daginn góðir hálsar
Jæja það er búið tímabilið í körfuboltanum og keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar Var nú reyndar búin að óska þess að Snæfell næði þeim titli en þeir stóðu sig ansi vel þeir drengir
Er svo að fara á lokahóf hjá UMFN á morgun.Svo ætla ég að hitta eina af mínum bestu vinkonum sem er stödd í borg óttans og ætlar að koma hingað til suðurnesja að hitta mig
Hlakkar óskaplega mikið til. Erum að spá í að kíkja á gamla varnarsvæðið en þar veður haldin stór og mikil handverksýning
Annars er ég í frí um helgina og ætla að reyna að njóta þess er búin að taka þrjár aukavaktir núna undanfarið svo frí er vel þegið
Jæja smá fréttir af litlu hetjunni honum Ivan hann fór á endukomu á slysó í dag og stóð sig eins og hetja að vanda Á að koma aftur á mánudag og þá lítur læknir aftur á hann. Þá kemur í ljós betur hvernig staðan er en þeir halda jafnvel að hann sé með þriðja stigs bruna á tveim stöðum
En nú er bara að vona það besta. Bið að heilsa í bili og kveð. HJ
24.4.2008 | 12:41
Sumardagurinn fyrsti
Góðan daginn og velkomin á fætur
Jæja þá er nú formlega komið sumar og allir að skella sér í stuttbuxurnar og sandalana og syngja í sól og sumaryl
Veturinn búinn og maður getur farið að hlakka til allra útlegurnar sem maður æltar í sofa úti grilla og gera allt á milli himins og jarðar
Alla vega hugsa ég um þetta allt en hvort að ég framkvæmi það svo er allt önnur ella
Hitti Ólöfu Kristínu frænku í gær en hún kom til Anítu í heimsókn og alltaf gaman að hitta hana takk fyrir Ólöf mín
Langar svo að óska öllum mínu vinum og ættingjum Gleðilegs sumars og takk fyrir veturinn
Annars veður þessi dagur örugglega ekki neitt öðruvísi en flestir allir hinir. Er að vinna eins og svo oft þegar sumir aðrir eru í frí
Að Ivani er það að frétta að brosið hans er nú komið aftur og litli vinurinn farinn að labba um eins og herforingi en úthaldið er reyndar ekki eins mikið og þarf að halda á honum er dálitið lítill ennþá í sér enda ekki skrítið
Hann fer á morgun að láta skipta um umbúðir hjá sér en pabbi hans er ansi mikill læknir eða hjúkka í sér og sér um að skipta og laga hjá stubbinum
Hann virðist samt en þá vera með einhverja verki vona bara að þetta fari nú allt vel
Jæja annars er svo sem ekki mikið að gerast hérna suður með sjó. Brosti reyndar mínu blíðasta við að lesa bloggið hjá Palla bróðir um þögnina hjá mér
Man eftir því þegar ég var lítil stelpa sem eru nokkur ár síðan þá sagði alla vega elsti bróðir minn og kannski hinn líka að ég væri eins og biluð grammafóns plata kynni ekki að þegja
Alla vega tókst mér það núna og ekki seinna vænna
Kannski er hægt að kenna gömlum hundi að sitja eftir allt. Kveð að sinni. HJ
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar