Nýjustu fréttir af litlu hetjunni

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Jæja annasamur dagur í gær að bakiTounge Það er stundum þannig að annað hvort er í ökla eða eyra og þannig var það í gærTounge

En aðalfréttinn er sú að Ivan var í skoðun á sjúkrahúsinu í morgun fór með mömmu sinni og ömmu stóð sig að vanda eins og sönn hetjaGrin Heyrðist ekki í honum og leyfði hjúkrunarfærðingnum að annast sigGrin Aníta stóð sig eins og hetja líkaGrin En málin eru þannig að hann brenndist á báðum fótum hægri fótur er meira brenndur en sá vinstriCrying Allar tær á hægri fæti eru brenndar og aðeins upp á ristina hjá honum. Á vinstri fæti er hann með eina stóra og tvær litlar blöðrur til hliðar en hann slapp sem betur fer við að brenna á iljunum svo hann getur gengiðGrin Þetta er annars stigs bruni sem hann hlaut. Á svo að koma í eftirlit á föstudaginn og svo verður nátturulega reglulegt eftilit með honum þangað til að þetta verður allt gróið sem getur tekið allt af tveim vikum. En sá stutti lætur þetta nú ekki mikið aftra sér brosið komið og allt á góðri leiðGrin Læt nú þetta gott heita í bili og kveð. HJ


Ivan Freyr hetja dagsins

Góðan daginn góðir hálsarTounge

Dagurinn byrjaði ágætlega farið var í höllina að labba með íþróttaálfunumTounge Fórum svo í okkar venjubundna morgunkaffi. Var rétt búin að fá mér kaffibolla þegar Aníta hringdi í mig og bað mig að koma með sér á sjúkrahúsiðCrying Ivan litli hafði brennt sig hjá dagmömmuni og vildi hún að hann færi niður á sjúkrahús og litið yrði á litla manninnFrown Það var gert þessi litla hetja hafði fengið yfir fæturnar á sér heitt vatnCrying Ekki fögur sjón og amma hreinlega var við það að fara að gráta við að sjá litla drenginn sinn svona sárkvalinn hann grét og grét þessi elskaCrying Það voru settar grisjur með deyfandi og kælandi áburði á fæturnar á honum en hann brenndist á rist og viðar um fæturnar og svo aðeins upp á sköflunginn. Ömmu hjartað var við það að bresta en mamman stóð sig eins og hetja og reyndi eftir fremsta megni að hugga litla drenginn sinnCrying Jæja en svo var farið heim og þar var pabbi hans komin til að hjálpa með hann. Með hálfgerða staurfætur bundinn á báðum fótum. Við tók svo að ganga með Ivan um gólf enda sársaukinn mikill og tók ansi langan tíma að virka stíll sem hann fékk við verkjum á sjúkrahúsinuFrown Amma var með þeim til hádegis en þurfti svo að fara að vinna en foreldarnir voru heima að sinna drengnumHeart Hann á svo að koma á sjúkrahúsið aftur á morgun kl 11 og kemur þá vonandi í ljós hvernig þetta lítur allt út hjá honum. Jæja læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ


Smá pælingar í gangi

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Við göngugarparnir vorum að koma heim frá því að labba í Reykjaneshöllinni. Það var mikið fjör og mikið gaman spilað á gitar og harmoniku og sungiðWizard Boðið upp á kaffi og með því. Fjöldi fólks lagði leið sína í höllina til að sýna sig og sjá aðraGrin Við höfðum verið að fíflast með það að við séum að undirbúa okkur fyrir að ganga í félag eldriborgara og taka þátt í félagsstarfi með þeim en þeir eru án efa með þeim duglegust sem við sjáum mæta á hverjum morgni og gangaGrin Sannar hetjur þar á ferð.

Helgin var róleg hérna hjá mér. Yngsti sonurinn brá sér norður yfir heiðar til að vera á söngvakeppni framhaldsskóla.Smile Næst yngsti að vinna og fór út á lífið með vinunumWizard Elsti fór í höfuðborgina með vinnufélögum og svo var eiginmaðurinn að hitta árgang "58 og farið í leiki haft gaman og svo út að borða og ballWizard Frúin heima fékk að stjórna fjarstýringungunni á sjónvarpinu aldrei slíku vant og fann ekki neitt sem mér fannst gama afGrin Sem sagt sat ein heima og gerði lítið sem ekki neitt. Hringdi í æskuvinkonu mína fyrir norðan og mikið spjallað.

Jæja en svo eru smá pælingar í gangi hjá mérTounge Er að fara að sækja um skólavist í tveim skólum vonast til að fá inni í öðrum alla vegaTounge Langar að takast á við nýjar víddir og reyna hvað maður getur gert. Kemur svo bara í ljós hvernig þetta þróast hjá mérTounge Er svo núna að fara að vinna svo ég kveð að sinni. HJ


Morgun kaffi

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Stundum er svo mikið sem hægt er að skirfa um eða tala svo sest maður niður og veit ekki hvað segja skal eða hvar á að byrjaTounge En svona er Ísland í dag. Í gærmorgun var glatt á hjalla hérna við göngugarparnir komum saman í morgun kaffi eins og undanfarna morgna en svo bættist í hópin hún systir mín kom hér og var fram undir miðjan dagGrin Tókum okkur til með einum göngugarpinum sem er í veikindarfrí og fórum á flakk skoðuðum nýja verslun hjá Húsasmiðjunni og fórum svo að skoða okkur um á gamla "varnarliðssvæðinu" rifjuðust upp gamlir tímar þegar maður var að vinna þarGrin Það hefur verið annars ansi flott og gott glugga veður hérna ætli þetta sé sýnishorn af komandi sumriCool Er svo reyndar að vinna um helgina og næstu helgi líka ætla þá að vinna auka fyrir einn vinnufélaga minn sem ætlar að skreppa til VestmannaeyjaCool Í næstu viku heldur svo næst yngsti sonur minn í borg óttans verður þar í nokkra daga og gistir hjá frænku sinniGrin Veit að hún passar hann fyrir mig og takk elskan fyrir að vera svona góð frænkaHeart Hann er að fara í slysavarnaskóla sjómanna. Og vonast til að komast á sjóinn í sumar þessi drengur er nú ekki feimin við að prófa ýmislegt er búin að prófa landbúnaðinn og næst er sjávarútvegurinnGrin Endilega að njóta sín á meðan maður er ungur og liðugurWhistling Karlinn er búin að liggja í flensu þessa vikuna og er að koma til. Hef sem betur fer sloppið við það. Hef reyndar verið ansi heppin með það að gera verið hraust og sjaldan veik. 7,9,13, Og getur maður sko verið þakklátur fyrir slíkt. Það eru ekki allir sem eru jafn heppnir og aðrirWink Horfði á bandið hans Bubba eins og margir aðrir fannst og hef alltaf fundist dalvíkingurinn Eyþór bera af öðrum keppendumGrin Dómararnir bara skemmtilegir nema Bubbi finnst hann vera orðin ansi leiðinlegur og snobbaður. Hef alltaf verið eins og sagt er Bubba fan og finnst tónlistin hans mjög góð en hann sem karkter alla vega hvernig hann kemur fram í sjónvarpi finnst mér alveg hrútleiðinlegur karlTounge Svo ætli ég fari ekki bara að setja múski á fóninn og spili eina af mínum uppáhalds múskik sem er Papar og sálin hans Jóns míns. Læt þetta nú gott heita í bili og kveð. HJ

 


Gospel

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þá eru páskarnir á næsta leiti. Er þetta í fyrsta skiptið í mörg ár sem við erum ekki með gesti eða höfum farið norður um páskahelginaGrin En svona er það bara nennti hreinlega ekki að fara neitt eftir vinnu á skírdag og koma heim aftur á páskadag þarf að vinna á annan í páskum. Svo ég segi bara við þá sem lesa þetta Gleðilega páskaWizard

Fórum hjónin ásamt Halldóru á Gospel tónleika í gærkvöldi sem voru haldnir í NjarðvíkurkirkjuGrin Þar sungu Gospel kór Krossins í Kópavogi og Gospel kór Hvítasunnukirkjunar ungir strákar sem eru nýbúnir að stofna hljómsveit en man ekki nafnið á fluttu nokkur kristileg lög og var það hreint út sagt hrein snilld hjá þeim. Lokahnikkurinn var svo gestir frá Færeyjum sem sungu líka og var þetta hreint út sagt æðisleg tónlistar veislaGrin

Þegar heim var komið var kveikt á sjónvarpinu og á stöð 2 var mynd sem ég vildi ólm sjá enda hefur mikið verið talað um hana. Hún heitir Passon of the Christ. Í stuttu máli sagt þá sleppti ég að horfa á restina af henniFrown Hún er vægast sagt hreinn viðbjóður á köflum skil vel að prestar og aðrir hafi labbað út af henni þegar hún var sýnd í bíó. Hefði ekki viljað sjá sum atriði á breiðtjaldi eins og í bíóFrown En læt nú þessu lokið í bili og kveð. HJ


Titillaust

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Körfubolti og Kompás eru mér efst í huga í dag. Mínir menn komust í undanúrslit í gærkvöldi í Ljónagryfjunni svo mikið verður gaman á næstunni hérna suður með sjóGrin Einnig komust Þórsarar áfram og óska ég öllum mínum ættingjum fyrir norðan til hamingju með sína menn og áfram.........Grin

Horfði á Kompás í gærkvöldi og eins og oft áður þá er maður hreinlega orðlausDevil Hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona vondur eða vond persóna í sér að geta gert börnum meinCrying Sem betur fer skilur maður ekki svona lagað og vill ekki skilja það. Eitt sem vakti mikla furðu hjá mér var konan sem sagði frá dóttur sinni sem var beitt ofbeldi að hálfu pabba sínsDevil Svo er hægt að beyta hana dagsektum af því að hún vill ekki láta dóttur sína fara til hans hvaða rugl er þetta eiginlega spyr maðurCrying Á virkilega að leyfa manninum að umgangast barnið og beyta því ofbeldi bara af því að hann er pabbi þess. Og ef fólk vill vermda börin sín gangvart þeim sem stendur þeim næst þá ertu bara sektuð og púnktur og basta.

Hér fyrr á árum var tíðin sú að ef kona eignaðist barn í lausaleik eins og það er kallaðTounge Þá var það happa og glappa aðferð hvort barnsfaðirinn hafði sambandi við barnið eða tók einhvern þátt í lífi þess hvort sem var með því að umgangast barnið eða taka þátt í kostnaði við uppeldi barnsWhistling Honum var sem sagt í sjálf vald sett hvort hann vildi hafa einhver afskipti af sínu barni. Ekki voru tll neinar reglur sem sögðu til um það að faðirinn ætti að sinna barninu eða bæri skilda til þess ekki kom til greina þá að beita dagsektum sama hvernig í pottinn var búið. Móðirin skildi bara hugsa um sitt barn enda kom hún því í heiminn engin pældi í rétti barns til að þekkja báða foreldra enda var það ekki til siðs ef menn vildu hafa sína henti sem var það gott og gilt. Hvar var þá Barnavermd sem á að bera hagsmuni barna fyrir brjósti.

Í dag hins vegar þá skiptir engu máli hvort að fólk sem eignast börn/barn þekkist eitthvað áður. Faðirinn hefur fullan rétt á að umgangast sitt eigið barn. Nú ef það gengur ekki eftir þá er móðirin beytt dagsektum. Hvaða bull er þetta eiginlega. Ef barn er beytt ofbeldi hvort sem er líkamlegu eða andlegu af hálfu forledra eða aðstandenda þá skal það samt sem áður umgangast viðkomanda sama hvort sem því líkar betur eða verrDevil

Til eru fjölda mörg ævintýri sem fjalla um vondu stjúpuna. Alltaf voru það feðurnir sem lentu í því að þurfa að velja á milli stjúpu og barnana. Þessi ævintýri eru vinsæl og lesin fyrir börin og þykir bara flott ævintýri. Sett upp í leikhúsum og búnar til bíómyndir um. Dálítið skrítið hvað yrði sagt í dag ef ævintýri fjölluðu um misnotkun á börnum að hálfu föðurs eða einhvers annars karlmannsDevil Ætli það yrði vinsælt og lifði um aldir?

Réttarkerfið hérna mætti nú aðeins fara að laga sig að breyttum aðstæðum sama svo sem á hvaða sviði það er. Í öðrum löndum komast glæpamenn ekki með tærnar þar sem við erum með hælana hvað þessi mál varðar þá skiptir engu máli hvað er verið að tala um hvor sem er fíkniefna mála manndráps mál eða ofbeldi dómarnir eru til skammar. Jæja ætla nú ekki að vera með lengri pistil um þetta og kveð að sinni. HJ


Blessuð sólin elskar allt

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Já sólin elskar allt og kemur líka upp um mannTounge Það hefur verðið alveg yndislegt veður hérna sólin Coolskín bjart en það er samt ansi kalt. Svo tekur hún upp á þvi að skína á allt sem fyrir henni er og þar af leiðandi rykið og drulluna hjá manniDevil En samt er hún okkur nauðsynleg og alltaf fæ ég orku þegar hún skín svo skært enda veitir ekki af orku núna í pásunni frá þrifunumTounge 

Var að vinna síðustu tvær nætur. Mikið er ég nú stolt af mínum börnum. Í gærkvöldi hringdi Ævar í mig en hann var að vinna. Hann vinnur sem pizza sendill hjá Dominos. Spurði mig um símanúmerið á sambýlinu sem ég er að vinna áGrin Það kom til þeirra pöntun sem átti að afgreiða í Hafnarfirði en ruglingur varð svo eftir stóðu þau með nokkrar pizzur sem enginn átti hérna suðurfráUndecided Þessi elska hringdi og bauð fólkinu á sambýlinu fríar pizzur sem þau þáðu með þökkumGrin Fallega hugsað hjá honum að vilja gleðja aðra en ekki að hugsa bara um sjálfan sigGrin

Mikið getur nú tónlist gert mikið fyrir mann alla vega mig. Er núna með musikina á fullu að hlusta á Sálina og Gospel það er að mér finnst hrein snilldWoundering Hlusta mikið á íslenska tónlist og þar á meðal Papana sem ég kalla stundum meðalið mitt við depurð og þunglyndi það er ekki annað hægt en að komast í gott skap við að hlusta á þáGrin Enda eru þeir komnir í geislaspilarann núnaGrin

Sævar karlinn komin í páskafrí í skólanum og finnst að ég held fullt að þurfa að taka sér fríTounge Hann er á fullu núna við að keyra okkur foreldrunum í æfingarakstri og gengur mjög vel enda ekki við öðru að búastTounge Styttist í Færeyjar ferð hjá hinum syninum en hann fer á mánudaginnFrown 

Verð svo sjálf að vinna á skírdag og annan í páskum á meðan hinir í fjölskyldunni eru bara í frí og gera ekki neittTounge Enda verður einhver að vinna fyrir heimilinuGrin Læt nú þessu lokið í bili og kveð. SólarkveðjurCool úr Njarðvíkurborg. HJ


Afmælisbarn dagsins

Í dag á hún Jóhanna vinkona mín afmæli Wizardvið erum jafngamlar í dag og finnst mér það ekki leiðinlegt að hún skuli vera búin að ná mérGrin Hún býr á Akureyri en við kynntumst þegar ég var á Vopnafirði forðum að passa hann Vigfús frænda minn en Anna systir bjó þar í nokkur ár og var ég oft hjá henni og kynntist Jóhönnu þar en hún er sem sagt vopnfirðingurGrin Er að vinna núna blessunin enda hörkudugleg kona sem mér þykir mjög vænt um hringi nún í hana í kvöld til að óska t-113015137 henni til hamingju með daginn. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum síðan í einni heimsókn minni norður en við reynum alltaf að hittast þegar við erum á ferðinniGrin.

Annars er lítið að frétta úr Njarðvíkurborg nema að við fáum en dálítin skammt af snjóCool Bíð spennt eftir sumrinu með allri sinni sól og blíðuCool Páskarnir að nálgast og verður eitthvað lítið um súkkulaði og páskaegg núna enda þarf maður ekki lengur að gefa börnunum páskaegg þau bara kaupa þau sjálf ef þeim langar íGrin Ævar er svo að skreppa til Færeyjar að kíkja þar á úrvalið og sjá hvernig honum líst á þaðGrin Á svo von á þvi að við hjónin verðum bara heima um páskana engin vinna og bara leti. Kveð að sinni HJ


Ferming Konna

Jæja þá er komin sunnudagur og Konni að fermast í dag til hamingju með það Konni minnGrin 

Annars hafa síðustu dagar verið dálítið skrítnirTounge Hugurinn hefur verið annars staðar hjá mömmu og hennar fólki vegna andláts Braga bróðir hennarCrying Hann var borinn til grafar í gær og komst ég ekki til að fylgja honum síðasta spölinnCrying En svona er það stundum að það er ekki allt hægt og verður svo að vera.

Annars hefur verið nóg að gera hjá mér í hinu og þessu stússi sem ég reyndar átti ekki von á en verð að gera samt sem áður. Stundum er það svo að það þarf spark í rassin og eitthvað að ské til þess að hlutirnir breytist af hverju þarf yfirleitt að gerast eitthvað svo maður vakni upp af Þyrnirósar svefnTounge En þá er bara eitt ráð hætta þessu rausi og fara að gera eitthvað í málunumWoundering Er reyndar aðeins byrjuð á því og vona að mér takist til ætlaður árangur.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Njarðvíkurborg lífið er allt svo miklu bjartara núna með hækkandi sólCool allur snjór að fara og kemur vonandi ekki aftur fyrr en næsta veturGrin Kíktum á Ivan Frey í gær og var hann þar að leika sér úti með systrum sínum sem voru hjá pabba sínum og Anítu þessa helgi alltaf stuð hjá þeim systkynumGrin Erum svo að fara í fermingar veislu til Konna í dag og verður þar margt um manninn. Læt nú þessum hugrenningum mínum lokið í bili og kveð. HJ 

 


Tattú hans Ævars.

IM000130

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband