Andlaus

Góðan daginn góðir hálsarTounge

Já ég er andlaus þessa daga og veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa um eða hvort ég hef eitthvað boðlegt fram að færaTounge Vildi bara segja að það er allt á kafi í snjó hérna og ekki er maður orðin óvanur þvíGrin Er reyndar að stelast til að skrifa núna er í vinnuni tók aukavakt vegna veikinda starfsmannsFrown Svaf eitthvað minna i nótt en vanalega var nefnilega að passa barnabarnið hann Ivan Frey foreldar hans buðu fólki heim til sín og nutu þess að vera barnlausGrin Maður er svo óvanur að hafa svona lítinn gutta að ég svaf eignlega bara með annað augað lokað var hrædd um að vakna ekki við hannTounge Gekk allt vel afi var svo með hann í morgun þegar ég fór i vinnu þangað til hann var sóttur. Ævar erfðarprinsinn á heimilinu var heima við alla helgina ekki af ástæðulausu en hann var veikur karlinn ekki vanur að hanga annar heimaTounge Fékk sér flott tattú um daginn þegar amma hans og afi voru hérna svaka flott þótt ég segi sjálf fráGrin Svo um miðjan Mars fer hann í viku til Færeyjar með vini sínum og verður örgglega gaman hjá þeimGrin Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira enda svo sem ekki mikið að gerast hérna hjá mér. Læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ


Í sátt við guð og menn

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þá er hversdagsleikinn tekin við búin að vera í frí og vinnan byrjuð afturTounge Helgin var hin skemmtilegasta fékk fullt af gestum hingað til mín. Mamma og pabbi komu og gistu hjá mér einnig systir mínGrin Litli bróðir og kærasta hans komu ásamt dóttur hansGrin Haldið var upp á afmælið hjá honum Ivani á laugardaginn fengum nóg af kræsingum þar takk fyrir okkurGrin Um kvöldið bauð ég svo öllum í mat var með lambakjötspottrétt og meðlæti með honum. Fékk góðar gjafir og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir migGrin Notarleg helgi að baki með ættingjum og vinum vonandi líður ekki langt á milli þangað til við hittumst næstGrin

Jæja en svo aðeins að öðru var að hugsa um að læsa blogginu mínu eftir að sjá hvað margir koma hingað inn en fáir sem skilja eftir sporTounge Það kom upp smá atvik sem ég ætla ekki að tala um á þessum vettvangi enda finnst mér þegar fólk er að skrifa þá þurfi það aðeins að passa sig hvað það er að tjá sig umAngry Enda þegar síður eru ekki læstar bíður það upp á að allir geta lesið það sem viðkomandi er að skrifa um. Jú reyndar er málfrelsi eins og allir vita og ekki þarf að ritskoða. Það er nefnilega dálitið skritið hvað sumir eru duglegir að tjá skoðanir sínar án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum þar sem margir eru duglegir við að vafra um á netinu og komast inn á síður hjá hinum og þessum þetta er jú miðill sem er öllum landsmönnum aðgengilegurGrin Ætla aðeins að leggja hausinn í bleyti yfir þessu enda skil ég ekki alveg hvað fólk er duglegt við að vafra um á netinu. Margur maðurinn hefur varla orðið samskipti við aðra nema á msn eða með sms og í gegn um tölvupóst. það er eins og fólk sé hrætt við að hringja í hvert annað eða fara í heimsóknir og tala auglitist við viðkomandiUndecided 

En nóg um þessar hugleiðingar mínar á meðan ég er sátt við sjálfan mig og held mínum stirki þrátt fyrir hvað öðrum finnst er ég í ágætis málum. Því þannig er nú einu sinni farið að ef maður getur ekki hjálpað sér sjálfur getur maður ekki hjálpað öðrumSmile Að vera sáttur við guð og menn tel ég mikilvægara heldur en að pæla í hvað öðrum finnst um mig. Það er nefnilega nokkuð sem fólk ætti að pæla í að það er bara til eitt eintak af okkur og við eigum að njóta þess. Kveð að sinni HJ


Ivan Freyr

Hann á afmæli í dag. Jæja þá er eitt ár síðan að Ivan Freyr leit dagsins ljós. Vil ég óska foreldrum hans og systrum til hamingju með þenna fallega dreng. Kveðjur frá Ömmu og afaIM000462

Góðan daginn

Þá sest maður aðeins niður við tölvuna eftir nokkra daga hvíldTounge Eins og flestum er kunnugt fórum við til London ásamt Palla bróðir og Margreti konuni hans. Voru þetta alveg yndislegir dagar sem við áttum með þeim og viljum við þakka þeim kærlega fyrir okkurGrin Fyrsta kvöldið okkar fórum við út að borða á góðan veitingarstað í tilefni afmæli þeirra og reyndar áttu þau skautuhjú brúðkaupsafmæli líka þann dag sem ég því miður mundi ekkiFrown En samt sem áður til hamingju með það þótt aðeins seint sé.

Síðan var farið að skoða sig um á Oxfordstreet og eytt aðeins peningum ekki mikið eða þannigTounge Og var gengið heil ósköp og tíndust fæturnir á okkur þarTounge En eitt verð ég að segja um hann bróðir minn að sá er sko hetja í mínum augum eftir allt þetta labb eins og hann er til fótanna við sem erum með báðar fætur heilar vorum að niðurlotum komin en ekki kvartaði hann frekar en fyrri daginn og fer þetta á sinni alkunnu Fíragotts þrjóskuGrin

Fórum svo í tveggja hæða strætó í útsýnisferð um London sem tók aðeins 3 klukkutíma. Fórum að skoða Vaxmyndasafnið sem er bara æðislegt. Einnig stríðsmynjasafn sem er tær snilld og er alveg ógleymanlegt allir þessir staðirGrin Löbbuðum að skoða Big Ben og Lundúnaraugað sem var ætlunin að fara í en það var svo mikið af fólki að við hefðum þurft að bíða til myrkurs til að komast að svo við létum okkur nægja að ganga um og skoðaGrin Ferðuðumst um með Undergrund flestar okkar ferðir og var það ævintýri útaf fyrir sig fyrir utan menginuna sem var að drepa mann í neðanjarðarlestar kerfinu þarnaShocking 

Hittum svo Möggu systir Gústa og Frímann á hótelinu sem þau voru á og tókum leigubíl til baka prufðum sem sagt að ferðast neðanjarðar með lestum og ofanjarðar með strætó og leigubílumGrin sem eru nátturulega bara fyndnir. Hótelið sem við vorum á var rétt hjá Palla og Gretu svo við vorum bara nokkrar mínótur á milli og lestarstöðin sem við notuðum mest rétt hjá þeirra hóteli svo þetta var allt í seilingar fjarlægð. Sem sagt búin með tröppuleikfimi fyrir næstu mánuði og göngutúra líkaGrin 

Það var smá töf á flugi út og heim vegna flugumferðar í London. En okkur til mikillar gleði lentum við nú með forseta Íslands í flugi á leiðinni heim enda erum við sottlans sentilmennGrin Dagurinn í gær fór að mestu í að tala við fólk í síma eða yfir kaffibolla og reynt að hvíla sig enda mikið þreytt eftir skemmtilega og góða ferð með fullkomnum ferðafélögum. Er svo að reyna að taka aðeins til á von á gestum eftir nokkra daga sem ælta að dvelja hjá okkur um helginaGrin Læt nú þetta duga í bili og kveð HJ


Guten tag

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Í dag á hún Hrafnhildur okkar afmæli hún er orðin 30 ára þessi elskaWizard Hún er vafalaust sofandi núna enda er klukkan hjá henni bara að verða 5 að morgniTounge En þegar líður á daginn munum við hringja í hana og syngja fyrir hana afmælissönginGrin Gústi var bara ungur þegar hún kom í heimin aðeins 19 ára greyTounge En í gær átti hún Magga vinnufélagi minn afmæli og óska ég henni til hamingju með daginnWizard Svo á morgun eiga Palli bróðir og Gústi minn afmæli og verða samanlagt 100 ára til hamingju með morgundaginn stákar þar sem ég verð ekki nálægt tölvu á morgun til að óska ykkur til hamingjuWink Við Margret verðum að lenda í London með afmælisbörnunum þann daginn og halda í hendurnar á þeim svo þeir hafa stuðning af okkur þegar þeir ganga í gengn um þennan áfanga í lífi sínuGrin Jæja læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ


Sumarfrí

Cool Góðan daginn og velkomin á fæturTounge

Nú styttist óðum í sumarfrí hjá mér á bara eftir að vinna tvær vaktir eina í dag og svo á morgun er þá komin í sumarfrí jíbbííGrin Verð í frí í tvær vikur og finnst það svo sem ekki leiðinlegtWink Fyndin tími til að fara í sumarfrí en eins og margir vita þá er það aðalsmerki okkar að vera ekki eins og aðrirGrin Annars er það að frétta að ég er að hugsa alvarlega um það að flytja búferlum til Honolúlu og vera þar dansandi á ströndinni í strápilsi með kókoshnetu mér við hlið og liggja á sólbekk undir pálmatrjám með Pinacolada í kókoshnetunniCool Þeir sem vilja leggja mér lið við þetta er bent á að ég hef stofnað bankareikning á Sparisjóð Njarðvíkur og getur fólk lagt sitt að mörkum með frjálsum framlögum. Góður eða þannig.

Nú er niðurtalning hafin á fullu og ekki seinna vænna en að komast í burtu og má þá veðurguðinn vera í sínu besta formi á meðan ég er ekki heimaCool Alla vega að ég komist í burtu þó svo að ég þurfi að vera lengur að heiman en áætlað er. Sem sagt búin að fá nóg af snjó,rigningu,roki og fárviðri nenni þessu varla legur og bíð spennt eftir vorinu sumrinu og sólinni sem skín alltaf á migGrin Læt nú þessu lokið í bili og held til vinnu tvær vaktir eftir og þá sumarfrí. HJ


Við eldhúsborðið

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Það er alveg magnað hvað margar hugmyndir fæðast oft við eldhúsborðið yfir kaffibollaGrin Var að koma heim frá því að versla og hitti í búðinni eina kunningjakonu mína til margra ára. Við vorum að spjalla um lífið og tilverunaGrin Þessi kunningjakona mín á einn son sem var mikið hjá okkur á sínum yngri árum hann og yngsti sonur minn voru óaðskiljanlegir vinir þegar þeir voru yngriGrin Var hún að spyrja frétta af honum og okkur. Við bjuggum þá í húsi sem var gamall læknabústaður og hafði hún búið þar þegar hún var krakki sniðugt hvernig hlutirnir hittast oft áWink Jæja en svo eftir dálitið spjall kom hún inn á það að yfir einum kaffibollanum af nokkuð mörgum fæddist sú hugmynd að við myndum bara skella okkur í skólaTounge Gústi tók það að sér að passa drenginn hennar og fórum við í kvöldskóla í FS. Endist ég eina önn og tók mér þá smá hvíld en hún hélt áfram bar því við að ég væri að vinna svo mikið og þreytt þegar ég kæmi heim eftir vinnu léleg afsökun þaðTounge Fór svo reyndar aftur af stað og endaði svo í Borgarholtsskóla sem ég kláraði í fyrraGrin Þessi kona skellti sér svo í dagskóla þegar herinn yfirgaf okkur en hún var að vinna þar og kláraði svo núna í vor og útskrifaðist sem stúdent flott hjá henniGrin Hver veit nema þetta samtal okkar leiði til einhvers meira aldrei að vitaGrin Maður fer bara í búðir til að hitta fólk ef það kemur engin að heimsækja mann alltaf hittir maður einhverja til að tala við. Jæja annars hafa margar hugmyndir kveiknað við svipaðar aðstæður og langt mál að telja þær allar upp sumar hafa ræst og komist í framkvæmd meðan aðrar hafa fjarðað út.  En um helgina hitti ég Ólöfu Kristínu frænku hún kom hingað suður með sjó í heimsókn til Anítu og var gaman að hitta hana hún býr núna í borg óttansWink Svo styttist óðum í að ég fari í smá frí hlakka ekki smá til reyndar verður nóg að gera þangað til vinna fundir starfsdagar og fleira. Ekki eru nema níu dagar í að við förum til London með Palla og Gretu og ekki laust við að það sé komin smá fiðringur í mannGrin Að lokum vil ég minna á smáfuglana og vera dugleg að gefa þeim. Læt þetta duga í bili og kveð. HJ


Yfir kaldan eyðisand

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Um helgina þá fórum við hjónin í bíó að sjá íslensku myndina Brúðguminn og mæli ég eindregið með henni hló mikið og hafði gaman afGrin Þessi mynd er ein sú skemmtilegasta íslenska mynd sem ég hef farið á. Annars var helgin frekar róleg ekkert djamm eins og fram hefur komið svo ekki vaknaði ég með timburmennTounge Í gær var svo þorrablót hjá okkur í vinnunni og mikið sungið og haft gaman enda er ég hás í dagGrin Syng reyndar afburðarvel að eigin sögn og held því statt og stöðugt framTounge Jæja en svo um komandi helgi ætla ég að breytast í kana og hafa það næs. Alveg búin að ákveða þetta og fer að framkvæma það innan stundarHalo Ætla sem sagt að hamstra allt sem ég held að okkur vanti nauðsynjavörur og eiga birgðir fyrir næstu daga, enda er spáð bruna gaddi svo ekki ætla ég að taka áhættuna af að fara út og frjósa í helCool Eftir vinnu á fimmtudagskvöld fer ég í ullarsokka og eldingarvaran dreg gardínur fyrir alla glugga læsi hurðinni og hleypi engum út né inn svo ekki komi kuldarboli og bíti migBlush Verð sem sagt inni þangað til ég neyðist til að fara í vinnu eftir helgina. Þori ekki að taka sénsin á að frjósa ekki og fá kvef,nefrennsli,hósta og hnerraDevil Enda styttist óðum í að við förum af landi brott með Palla og Gretu og höldum til London svo nú er að verja sig svo að maður komist nú örugglega. Vona í það minnsta að þar verði aðeins hlýrra en hér og minni snjór. Er farin að hlakka óskaplega mikið til þessarra stundarGrin Hef fegngið nasa þef af því að fólk hafi haldið að við séum að flýja af landi til að sleppa við veilsuhöld come onTounge Það mætir þá bara helgina sem ég á afmæli hingað enda hagsýn hjón að eiga afmæli með nokkurra daga millibili svo fólk getur nú komið annað hvorn daginn heppinFootinMouth Ef einhverjir þarna úti eiga svo lopapeysur ullarsokka og værðarvog þá endilega sendið mérGrin 

En svo að allt öðru horfði á spaugstofuna og varð fyrir miklum vonbrigðum fannst hún hundleiðinleg og stökk ekki bros á vör allan tímaGrin Fannst þeir mega fara víðar yfir og þetta með hnífstungurnar var einum og ýkt come on. Er reyndar farin að hallast á að ég sé með fáranlegan húmor og reyndar finnst mér það allt í lagi. Missti svo reyndar af umfjöllunni í kastljósi um spaugstofuna. Þeir eiga bara að fara að hvíla sig og leggjast undir feld. Alla vega mun ég ekki sakana þeirra. Kveð að sinni. HJ


Ekki kalla ég nú allt ömmu mína en núna

Góðan daginn góðir hálsarTounge

Svei mér þá ekki tókst nú vel til með að fara í leikhús og ætla að djamma með vinnufélögumDevil Ekki fékkst neinn til að vinna fyrir okkur svo partý var frestað Leikhúsferðin sem átti að fara í dag sáu veðurguðirnir um að frestaCool Kolvitlaust veður úr loft ekki borgarstjórn geysar hér á suðurnesjumW00t er farin að halda að við höfum færst óvart á norðurhelming landsins þar sem þeir eru vanir að klofa snjó upp í mitti og götur ófærar en svo bregðast krosstré sem önnur tréBlush Jæja en svona fór um sjóferð þá alla vega verð ég þá bara að halda áfram að gera ekki neittGrin Lentum í heldur óþægilegu atviki í gærkvöld en Ágúst yngri stóð hérna í útihurðinni að fá sér að reykja og við vorum inni aldrey slíku vant ekki að smókaTounge allt í einu kemur hann hlaupandi inn og segir okkur að hringja á neyðarlínuna sem við gerðum. Keyrt hafði verið á gangandi vegfarenda hérna rétt hjá hann var að fara yfir á rauðu gangbrautarljósi og bíll með grænt svo hann var ekki ólöglegur bíllinn. Jæja en í stuttu máli var hlaupið til og veitt fyrstu hjálp teppi breytt yfir hinn slasaða og hlúð að honum þangað til að sjúkrabíllinn kom.Crying En betur fór en virtist í fyrstu. Hinn slasaði slapp ótúleg vel með mar en óbrortinnGrin Þegar inn var svo komið og sest niður fann ég að mér var orðið ansi kalt og fattaði að ég hljóp út á náttbuxum berfætt og í inniskóm sit núna með nefrennsli og næs. En mikð er ég nú samt glöð að þetta fór allt nokkuð vel og einhver hefur verið þarna að vermda viðkomandi. En svo bíð ég bara eftir að það fari að rigna hérna svo maður fari nú að komast út úr húsiCool 

Hef nú ekki mikið vit á pólitík eins og fram hefur komið en mikið fannst mér nú gaman í gær að fylgjast með mótmælunum í ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt að þeim fáu skiptum sem ég beið spennt eftir að fréttir hæfust í sjónvarpinu. Var nefnileg að vinna í gær og kveikt var á sjónvarpinu og ætlaði að horfa á nágranna sem frestuðust og fannst þetta ekki síðri skemmtun heldur en hinn þátturinnGrin Jæja en nú ætla ég að fara að ljúka þessu og vona að vorið komi fljótt með sól og blíðu og engan snjó þetta fer nú alveg að verða ágætt og aðeins meira en það. En svo allir karlar til hamingju með daginn. HJ


Hvað maður getur verið skrítin

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Þar sem ég hef nánast ekkert vit á pólitík og stjórnmálum læt ég aðra um að segja frá því og fylgist bara með hver veit nema ég læri eitthvað á þvíTounge Hefði kannski átt að læra og taka það fyrir að verða veðurfræðingurTounge Þar sem mér er ansi hugleikið þessa síðustu daga og reyndar síðasta mánuðinn er veðrið en reyndar hef ég sagt að það sé alltaf logn í kringum mig og stundum hreyfing á logninuCool Datt þetta í hug í gærkvöldi þegar ég talaði við Palla bróðir en þau fyrir norðan hafa sloppið ansi vel frá öllum þeim lægðum sem gengið hafa yfir landiðCool Eitt er ansi skrítið hjá mér það er að vera veðurhrædd get hreinlega ekki sofið stundum fyrir þessu. Sérstaklega þegar mikill vindur er og stendur á glugga en læt það ekki aftra mér að fara á milli landshluta í kolvitlausu veðri á bílGrin Sem sagt stór skrítin að vera ekki hrædd í bil en að deyja úr hræðslu inni í húsi sem fýkur varla svo glattGrin 

jæja en að allt öðru enda er logn þessa stundina hjá mér. Var að tala við vinkonu mína sem er að flytja norður frá Reyðarfriði okkur kom saman um að alveg sama hvursu lengi maður býr annarsstaðar en á æskustöðvunum þær toga alltaf í mannGrin Rifjuðum upp margar æskuminningar og nokkur prakkarastrik sem við gerðum og hlógum eins og vitleysingar en við erum það nátturulega ekki eins og allir vitaGrin Hlakka til að fara á æskustöðvarnar hvernær sem það verður. En við hjónin erum að fara í næsta mánuði í okkar aðra utanlandsferð til London við förum með Palla bróðir og Margreti konuni hans og hlakkar alveg gífurlega til að eiga með þeim góða og notarlega dagaGrin Tilefnið er að þeir Páll og Ágúst verða 50 ára daginn sem haldið veður af landi. Það munaði heldur ekki um það loksins þegar við fórum í okkar fyrstu ferð getum ekki stoppaðGrin Svo maður er farin að telja niður. Verð í sumarfrí frá 11-25 feb ekki seinna vænna áður en sumarið kemur á inn dálítin slatta af frí síðan síðastliðið sumar. Svo nú veður chillað og tærnar upp í loftSleeping 

Á föstudagskvöldið ætlum við svo að bregða okkur í leikhús í boði DM að sjá leikritið Viltu finna miljón.(já takk) og Aníta og Davor ætla að reyna að komst með ef þau fá barnapíu fyrir Ivan? Svör óskast straxTounge Kvöldið eftir stendur til að hafa starfsmannapartý ef við fáum einhvern til að vinna á sambýlinu og svo í feb er annað partý sem allar starfsstöðvar hérna á suðurnesjum hafa boðað til svo nóg er að gera ef maður fer á allt og stutt inn á Vog ef þurfa þykirGrin Tengdapabbi á svo afmæli núna 28jan. Í feb eru sko nóg af afmælum held að hálf ættin sé þá. Dagin áður en að Palli og Gústi komast í fullorðinar manna tölu verður Hrafnhildur 30ára. Svo kemur fullt af fólki í kjölfarið. Tryggvi sonur Jóhönnu vinkonu, Sigþór(30ára líka),Ivan Freyr, Gústi yngri sama dag og aðalkonan sem er ég að sjálfsögðu á sjálfan konudagin hugsa sér allan þann munað sem því fylgirGrin Er eflaust að gleyma einhverjum enda er ég með tefflon heila svo þið verðið bara að afsaka. Jæja læt þessari ritgerð lokið að sinni og kveð úr logininu á suðurnesjum. HJ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband