Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.9.2007 | 10:38
Ef ég væri rík(ur)
Góðan daginn og velkomin á fætur
Vil byrja á að óska frænda mínum honum Ragnari Þór til hamingju með daginn en hann er 16 ára í dag Í gær hefði afi minn átt afmæli. Hann hét Páll Friðfinnsson lést árið 2000 Ekki hefði ég geta kosið mér betri afa og er þakklát fyrir þau ár sem ég fékk að hafa henn hér í þessu lífi kynnast visku hans og fróðleik
En svo á fimmtudag á Dóri stóri bró afmæli. Hann verður þá 10 árum eldri en ég
Sem sagt elstur af okkur systkynunum og frumburður foreldra okkar
Jæja en í gær fór ég að skoða mig um hérna á svæðinu og lá leið mín á gamla varnarsvæðið þar sem nú er að myndast líf eftir að herinn fór. En er mikið af byggingum sem ekki eru nýttar og standa auðar Má þar meðal annars nefna íþróttahús,bíó,veitingarstaði,verslanir,sjúkrahús og margt annað. Ef ég væri rík eins og ég sagði myndi ég fara út í einhverja útrás sem gæti nýst á þessu svæði
Annars hlýtur það að koma að þjónusta við íbúa þarna fari að koma. Enda væri synd að nota ekki eitthvað af þeim stöðum sem standa auðir þarna. Hef ekki farið nema rétt til að keyra mannin minn í vinnu þarna en í gær fórum við að skoða gamla vinnustaðinn hans skrítið að sjá allt þetta hús sem var nýlega tekið í gegn standa autt og yfirgefið
Kíkti inn um glugga og en er dáltið af dóti sem ekki var tekið ljósritunarvelar húsgögn og svo jólaseríur
En það er allt önnur ella.
Oft er spurt unglinga að börn hvað ætlar þú að verða þegar þú veður stór? Ég er talin nokkuð stór og veit svei mér þá ekki en hvað ég vil verða Er reyndar aðeins búin að læra og hélt að það væri minn vetvangur nú er ég ekki viss hvort ég vilji vinna út ævina þar sem ég er í dag
finnst það reyndar ekki neitt voða leiðinlegt en eins og svo margir þá langar mig að gera eitthvað meira veit bara ekki alveg hvað það er. Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör þannig er það hjá mér?
Er að fara að vinna í dag eftir sumarfí sem var ansi langþráð veiktist svo og fóru 10 dagar í það. Vona að ég geti tekið þá út síðar þegar mig hentar. Á laugardaginn fór svo maðurinn minn í dagsferð með vini sínum í Landmannalaugar með B&L og átti þar góðan dag. Bað hann um að skoða vel í kringum sig eftir flottum steinum Var viss um að ég fengi þau svör að hann hafi ekki séð neina flotta steina. En öðru nær fékk nokkra flotta þegar hann kom heim og draumasteininn minn sem er Hrafnitnna
Og príðir nú sólpallinn í roki og rigningu. Enda haustið að koma með sínum flottu litum og veðri. Læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ
5.9.2007 | 12:21
Þarf að vita með góðum fyrirvara
Góðan daginn og velkomin á fætur
Já það þarf að vita með góðum fyrirvara ef maður verður veikur Er búin að vera veik í viku, hringdi á heilsugæslustöðina til að panta tíma og viti menn nokkura daga bið
Ég er ein af þeim sem fer ekki til læknis fyrr en öll önnur ráð eru þrotin og í þessu tilviki voru nokkrar flöskur af hóstamikstúru farnar ásamt nefúða og öðru eins af hálstöflum sem lítið virkaði fyrir mig
En sem sagt var svo ansk... heppin ef þannig má að orði komast að mágkona mín átti tíma í morgun hjá lækni sem ég tróð mér með inn á og fékk áheyrn frá
Komin með í lungun og fékk sýklalyf við því ásamt pústi til að ég geti nú aðeins sofið án þess að vekja alla nágranna
og vottorð vegna veikinda í sumarfrí svo vonandi fæ ég að taka þessa daga seinna í sumarfrí sem ég hef eitt hérna heima hóstandi og slefandi,sjúgandi upp í nefið ekki spennandi það. En helgin var mjög ánægjuleg samt sem áður þótt að heilsan hefði mátt vera betri. Farið á myndistasýningar og þá atburði sem höfðuðu til okkar. Rigning og rok var en sem betur fer sváfum við inni í húsi en ekki í tjaldi
Gestirinir fóru svo norður á mánudag og vil ég þakka þeim fyrir frábæra helgi. Byrja svo að vinna á þriðjudag og fer þá lífið að komast í fastar skorður. Læt þetta gott heita i bili og kveð. HJ
30.8.2007 | 11:58
Frumskógur
Góðan daginn og velkomin á fætur
Já nú er maður bara í því að sjúga upp í nefið og hósta Flensan komin í hús og Ljósanótt fram undan svo ekki er annað hægt en að harka af sér og segja flensunni stíð á hendur
Betra væri að það væri það eina sem maður þyrfti nú að kjást við.
Já frumskógur sagði ég og meina það. Er með tvo drengi í framhaldsskóla annar þeirra er á öðru ári en hin var að byrja Fór með þeim yngri í vor í að láta skrá sig í skólan og tala við námsráðgjafa. Hann hefur átt erftitt með nám í gegnum árin og þurft á sérkennslu að halda en kom samt með ágætum út úr grunnskóla
enda útskrifast allir þaðan áháð einkunum
Svo kemur að framhaldsnámi og þar eru gerðar kröfur um einkannir til að komast inn á vissar brautir. Eftir að hafa talað við námsráðgjafa með sráknum bendir hún okkur á leið sem heitir starfsbraut. Ég er að vinna á sambýli fatlaðra og einn af íbúunum þar fór á starfsbraut og vinnur á hæfingarstöð engin úrræði til fyrir hann
En okkur var tjáð að það væru tvær starfsbrautir1-2 og hann færi á 2. Jæja viti menn skólinn settur og minn maður lendir með öllum sem eru á starfsbraut og öllum blandað saman í einn bekk og hann ekki hrifinn fannst hann ekki eiga heima með þessum krökkum
Við pöntuðum tíma hjá námsráðgjafa en biðin var ein vika. Fór samt og náði tali af umsjónarkennara sem var sömu skoðunar og við hann ætti ekki heima með þeim krökkum sem væru á starfsbraut 1. Við tók að púsla saman aftur stundartöflu fyrir hann og bið eftir að tala við námsráðgjafa og hvað hún kom ofan af fjöllum með að þessum tveim brautum væri blandað saman í tímum
En einn hængur á það var búið að raða niður á allar brautir og allt yfirfullt
En ég var ekki að gefa mig og kom því til leiðar að hann fékk viður unandi breytingar hjá sér. Ég spyr til hvers eru námsráðgjafar og fræðingar sem ekki kunna að vinna vinnuna sína eða vita ekki hvað þeir eiga að gera. Það er full vinna fyrir foreldra sem eiga börn sem þurfa aðstoð hvort sem er í leikskóla,grunnskóla eða framhaldsskóla.
Það var tekin upp sú nýbreytni hérna á Suðurnesjum að greiða svo kallað ummönunarbætur fyrir foreldra með börn til að koma upp á móti þeim kostnaði sem hefur í för með sér að láta börn sín til dagmæðra eða vilja nota þennan pening til að vera lengur heima með börnum sínum Sniðugt dæmi ekki satt. En svo þegar börnin vaxa og þurfa að fara í leikskóla þá bara getum við borgað sjálf úr eigin vasa og engar refjar með það.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Bæjarstjórnir flestra bæja að ég held gerir sér enga grein fyrir því að það er fullt af börnum og unglingum sem þurfa hjálp og aðstoð í skóla. Hvar er þá aðstoðin við það að sinna þeim Góðir vinnuveitendur gera oft kraftaverk. Málefni fatlaðra hefur verið í umræðunni eins og svo oft áður. Hef ég sjálf reynslu af því að kljást við það batterý bæði sem foreldri og aðstandendi fatlaðra. Og því líkur frumskógur þar þarf sko virkilega að vera með meiri háttar menntun til að vita rétt sinn og hvað viðkomandi bæjarfélag á að gera til að létta fólki lífið. Og viti menn það voru nokkur bæjarfélög sem tóku yfir svæðisskrifstofur fatlaðra og eru lofaðar í hásert fyrir sín störf
Auglýsa bæinn sinn sem fjölskylduvænana og fjölskyldan í fyrirrúmi
Gott og blessað ef að engin í viðkomandi fjölskyldu þarfnast hjálpar frá þessu batterý er allt í góðu en hvað ef einhver er ekki svo heppinn fær hann þá þjónustu sem hann eða fjölskylda hans þarfnast. Nei al deilis ekki. Þá visar hver á annan engin veit hver ber ábyrgð á hinu og þessu og svo til að kóróna allt vinnur þetta fólk sem er orðið hámenntað á sínum sviðum ekki nema til 3 mesta lagi 4 en við hin sem vinnum verkamannavinnu og þrufum að vinna meira erum ekki búin á þeim tíma að vinna svo það sér hver heilvita maður að ekki næst í þetta fólk. Svo biður maður fyrir skilaboð og guð og lukkan ein ræður hvernær þau komast til skila og hvort það sé kannski orðið of seint þegar þau loks koma.
Gæti haldið en lengra áfram með þessi málefni og aðstæður þeirra sem við þau búa en ég veit ekki hvort að hægt sé að koma því til skila nógu skilmerkilega. Kann ekki þá list að skirfa vel og koma orðum rétt frá mér svo ég læt aðra um þá list.
En svo bara eitt í lokin nóg um að vera hérna um helgina og hvet ég alla þá landsmenn sem geta og hafa kost á því að koma á Ljósanótt og njóta þess sem er í boði hérna um helgina. Vonum bara að allt fari friðsamlega og fallega fram og fólk taki tillit til náungans Á von á gestum til mín í dag mamma,pabbi,Anna systir og Ragnar Þór ætla að koma en þau síðast nefndu voru hér fyrir ári síðan og var ákveðið að koma aftur. Bið að heilsa í bili og kveð. HJ
18.8.2007 | 12:53
Frábærir tónleikar
Góðan daginn og velkomin á fætur
Já í gærkvöldi brá ég mér á tónleika með manninum mínum og stákunum okkar Þetta voru tónleikar sem haldnir voru á Laugadalsvellinum í boði KB banka. Þarna var saman komið fullt af fólki og fór allt mjög vel fram í góðu veðri
Það er víst sagt að íslandsmet hafi verið slegið í fjölda á þessum tónleikum
Ekki skemmdi fyrir að hægt var að sitja í stúku og horfa á tónleikana á breiðtjaldi og svo í stæðum fyrir þá sem vildu og fórum við þangað þegar líða tók á tónleikana. Eitt orð fyrir þá frábærir þar má nefna SSSól. Toddmobil, Mugison, Garðar Thor, og svo sjálfan kónginn Bubbi Morteins. Veislustjóri var Páll Óskar sem fór á kostum. sem sagt góð skemmtun. Kveðja HJ
16.8.2007 | 20:56
Í fréttum er þetta helst
Góða kvöldið góðir hálsar
Já það er stundum svo að annað hvort er í ökla eða eyra hjá manni og undanfarna daga hefur það verið hvoru tveggja Við ákváðum að fara ekki norður yfir heiðar á fiskidaginn mikla enda varð ekki úr skýrn hjá henni Kristínu litlu en veður þess i stað laugardaginn 18 ágúst(ekki Hrafnsson)
Svo við skelltum okkur þess i stað í sumarbústað rétt fyrir utan Flúði sem DM á og ef ekki allir skyldu vita er þetta orðið svona hálgert fjölskyldufyrirtæki enda eru allir mínir karlar að vinna þar þangað til á morgun en þá er síðasti vinnudagur hjá Ævari og Sævar hætti í dag enda er hann að fara á skólasetningu á morgun
Litla barnið mitt sem sagt að fara í framhaldsskóla. Við fórum svo í heimsókn á Laugarvatn til systir hans Gústa svo var náttúrulega grillað farið í heitapott og chillað
Strákarnir fóru svo heim á sunnudag og vorum við ein þá en á mánudag komu svo Aníta, Davor og Ivan til okkar og voru þangað til við fórum heim í gær
Á leiðinni heim fórum við í heimsókn til Ninnu Boggu frænku Gústa og þar fékk hann vægt sjokk á reyndar fleiri sem þangað komu meðal annars tendapabbi minn
En þar hittu þeir feðgar konu eina sem er uppeldissystir tengdapabba míns en hún flutti til USA fyrir 24 árum síðan og hefur ekki komið hingað fyrr en núna
Þetta var svona surprice eins og sagt er á ensku. Ég vissi af þessu og átti reyndar að reyna að koma því í kring að þau myndu hittast fyrr en það var bara eins og hlutirnir ættu ekki að gerast fyrr því Gústa datt i hug að athuga með sumarbústað sem ég hélt að gengi ekki upp svona einn tveir og snell
Svo átti að keyra drengjunum heim á sunnudag og þá átti þetta að gerast en nei þá fengu þeir far og við þurftum ekki að keyra þeim svo að beðið var og loks gerðist það svo í gær og var það hreint æðislegt að sjá þá feðga þótt reyndar að ég heldi um tíma að tendapabbi væri að fá hjartastopp
En allt var þetta samt sem áður alveg hrikalega skemmtilegt að sjá. Um helgina förum við svo í afmæli til Stínu systir Gústa en hún og maðurinn hennar halda upp á sameiginlegt afmæli sem er 100ára
Og á sunnudaginn kemur svo Hrafnhildur með krakkana til okkar frá Dalvík svo aftur veður kátt í kotinu
Nóg að gera við að ditta að fyrir Ljósanótt sem óðum nálgast og verður bara gaman þá vonandi kemur fullt af fólki og nóg um að vera. Ætlum svo að skella okkur á tónleika á morgun á laugardagsvöllin og hafa gaman og njóta góðra tónlistar. En svo eitt að lokum hún Aníta er að fara að vinna aftur eftir fæðingarorlof sem hún lýkur 20 og getið hvar hún er að fara að vinna
Rétt svar: DM
Læt þetta gott heita í bili og kveð. HJ
8.8.2007 | 16:14
Miðvikudagur
Góðan daginn góðir hálsar
Þá er runnin upp 8 Ágúst Í dag á hún Árbjört afmæli og óska ég henni til hamingju með daginn. Sama dag og hún fæddist fyrir 24 árum síðan lenti ég í slysi á bílnum minum og með í för voru Telma frænka og Aníta rétt árs gömul en Telma 9 ára. Var hún algjör hetja og fór með litlu frænku sína til langömmu sinnar sem bjó rétt hjá slysstaðnum og passaði hana. En ekki vissi ég þá að Jóhanna vinkona mín væri að eiga stelpu sama dag fyrr en ég kom á slysadeildina. Jæja en í dag núna fyrir nokkrum mínótum síðan fékk hann Ævar minn bílprófið sitt langþráða
En svo í gær fengum við að sjá barnabörnin okkar sem búa úti í USA en þau komu til landsins í gærmorgun og sáum hana Kristínu í fyrsta skiptið
Hún og James Haukur bróðir hennar voru ansi dugleg að taka öllu ókunna fólkinu sem þau voru að sjá og ekki mikið mannafælin
Aníta og fjölskylda komu svo í gærkvöldi heim frá Króatíu
Þannig að allir eru nú komnir á frónið. Svo er nú stefnan tekin á norðurlandið á föstudaginn mikið að gerast þar fiskidagurinn mikli á Dalvík og handverksýning á Hrafnagili
og svo á að skýra hana Kristínu en hún er bara nefnd það verður á Dalvík en Hrafnhildur fór með börnin sín þangað í dag í för með mömmu sinni og bróður sínum honum Ágústi yngri. Yngri strákarnir þeir Ævar og Sævar eru svo að vinna hjá DM alla vega þangað til að skólinn byrjar og fá kannski einhverja vinnu með skóla. Annars er nú ekki mikið meira að frétta héðan í bili svo ég læt þetta gott heita núna og kveð. HJ
5.8.2007 | 14:37
Sumarfrí
Góðan daginn góðir hálsar
Jæja þá er víst best að vera ekki eftir bátur annarra og fara að halda þessari síðu úti En maður er nú hálfgert utan velta hérna því að ekki kem ég til með að blogga um stjórnmál enda skil ég lítið í þeim
En það er nú allt önnur ella. Já ég er komin í langþráð sumarfrí sem ég telst formlega komin í á morgun en í helgarfrí þangað til
Finnst það reyndar ekki leiðinlegt þar sem ég er búin að vera að vinna á fullu í 14 mánuði og búin að klára nám líka. Helgin hefur verið róleg fram að þessu enda erum við turtildúfurnar bara tvo heima
Strákarnir fóru í Þjórsárdal með vinum og foreldrum þeirra svo vel er hugsað um þau enda eru ekki aldurstakmörk þar eins og á sumum stöðum annarstaðar á landinu okkar fagra
Við erum að njóta þess að slaka á og gera sem minnst enda veður nóg að gera hérna í kotinu næstu daga. Hrafnhildur er að koma til landsins á þriðjudagsmorgun með bæði börnin sín og fáum við þá að sjá hana Kristínu litlu í fyrsta skiptið og hlakkar okkur mikið til
Aníta og fjölskylda kemur svo heim sama dag bara um kvöldið svo að þá eru öll barnabörnin okkar saman komin í fyrsta skiptið sem okkur á nú örugglega ekki eftir að leiðast.
Annars er það svo að frétta að Ævar er komin með vinnu hjá DM í Garðabæ alla vega tímabundið og vonar hann til þess að fá svo vinnu með skólanum en DM er að flytja lager sinn frá Garðabæ hingað á völlinn. Svo er stefnt að því að fara norður yfir heiðar um næstu helgi og vera á fiskidögum á Dalvík og svo er handverkssýning á Hrafnagili svo af nógu er að taka. Helgin svo þar á eftir er afmæli hjá mágkonu minni og manninum hennar en samanlagt verða þau 100 ára núna í ágúst og sept
Annað en sumir. Að síðustu er svo náttúrulega Ljósanótt sem er fystur helgina í sept og verður þá mikið fjör og mikið gaman
Jæja ég ætla að reyna að vera dugleg að henda einhverju inn hérna og standa mig eða hvað. Bið að heilsa í bili og kveð. HJ
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar