Miðvikudagur

Góðan daginn góðir hálsarGrin

Þá er runnin upp 8 ÁgústCool Í dag á hún Árbjört afmæli og óska ég henni til hamingju með daginn. Sama dag og hún fæddist fyrir 24 árum síðan lenti ég í slysi á bílnum minum og með í för voru Telma frænka og Aníta rétt árs gömul en Telma 9 ára. Var hún algjör hetja og fór með litlu frænku sína til langömmu sinnar sem bjó rétt hjá slysstaðnum og passaði hana. En ekki vissi ég þá að Jóhanna vinkona mín væri að eiga stelpu sama dag fyrr en ég kom á slysadeildina. Jæja en í dag núna fyrir nokkrum mínótum síðan fékk hann Ævar minn bílprófið sitt langþráðaPolice En svo í gær fengum við að sjá barnabörnin okkar sem búa úti í USA en þau komu til landsins í gærmorgun og sáum hana Kristínu í fyrsta skiptiðGrin Hún og James Haukur bróðir hennar voru ansi dugleg að taka öllu ókunna fólkinu sem þau voru að sjá og ekki mikið mannafælinSmile Aníta og fjölskylda komu svo í gærkvöldi heim frá KróatíuCool  Þannig að allir eru nú komnir á frónið. Svo er nú stefnan tekin á norðurlandið á föstudaginn mikið að gerast þar fiskidagurinn mikli á Dalvík og handverksýning á HrafnagiliWizard og svo á að skýra hana Kristínu en hún er bara nefnd það verður á Dalvík en Hrafnhildur fór með börnin sín þangað í dag í för með mömmu sinni og bróður sínum honum Ágústi yngri. Yngri strákarnir þeir Ævar og Sævar eru svo að vinna hjá DM alla vega þangað til að skólinn byrjar og fá kannski einhverja vinnu með skóla. Annars er nú ekki mikið meira að frétta héðan í bili svo ég læt þetta gott heita núna og kveð. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er greinilega mikið gaman og mikið fjör hjá ykkur - til hamingju með Ævar og bílprófið hans. Ég verð á ferðinni í gegnum bæinn ykkar milli kl. 04:00 og 05:00 í nótt svo endilega haldið honum í rúminu á meðan- þ.e.a.s. Ævari

Páll Jóhannesson, 8.8.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mér finnst nú þú hafa þónokkur að segja í fréttum. Til hamingju með að vera komin í frí og skilaðu kveðju og hamingjuóskum til nýja bílsstjórans í ættinni.Ég vissi ekki að þér þykir fiskur svona góður að þú legðir á þig að koma norður til að borða hann.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:11

3 identicon

til hamingju með drenginn og síðuna. Gaman að Hrafnhildur og co séu komin landsins og þið fáið loksins að sjá prinsessuna og prisinn  Bið að heilsa.

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband