31.12.2008 | 00:46
Uppgjör ársins
Jæja þá er síðasti dagur árins að renna upp og ég að vinna á næturvakt rólegt svo ég ákvað að blogga bara
Þetta uppgjör verður nú ekki langt enda svo sem ekki mikið að gerast hjá manni alltaf logn og blíða í kringum mig
Við hjónin fórum til London í febrúar í tilefni fimmtugsafmæli húsbóndans og bróðir míns svo við slógum í för með þeim hjónunum og var ferðin hreint út sagt frábær
Í júní skrapp ég svo til Danmerkur með íbúunum á sambýlinu sem ég er að vinna á og samstarfsfólkið mitt fór með
Ferðin tók átta daga og fengum við æðislegt veður hitabylgju og næs og til að toppa allt hitti ég Vigfús frænda minn Margith konuna hans og börnin þeirra tvö þau Andrias og Arndísi var það ógleymanlega gaman að hitta þessar elskur
Fór tvisvar norður og stoppaði yfir helgi í annað skiptið en seinna varð lengra stopp. En í byrjun ágúst kvaddi fyrrverandi mágur minn þennan heim
og var jarðsungin á Akureyri og jarðsettur á Vopnafirði og synir hans sá alfarið um þetta og eiga allir sem einn heiður skilið enda stóðu þeir sig eins og hetjur
Vigfús kom heim frá Danmörku til að fylgja föður sínum síðasta spölinn en hann kom einn en konan hans og börn voru eftir úti og biðu þess að fá pabba sinn heim aftur
Jæja en sem betur fer er nú lífið óútreikanlegt og ein að mínum bestu vinkonum sem varð fyrir mikilli sorg á síðasta ári er hún missti manninn sinn snögglega
Fann ástina aftur og sem betur fer enda var sá tími er sorgin knúði dyra erfiður eins og alltaf en því miður gat ég ekki fylgt þessum vini mínum siðasta spölinn sem var mér ótúrlega erfitt
En sem sagt þessi elska orðin glöð aftur og búin að finna tilgang með lífinu upp á nýtt
Já svo um mitt sumar var hið árlega Fíragottsmót haldið í Kjósinni hjá Jóa og Björgu og var þar margt um manninn og æðislega gaman þar og sumarbústaðurinn þeirra sem þau eru að byggja sér hreint út sagt algjör paradís
Enda í costa del kjós
Fékk að ég held höfðuhögg sem varð þess valdandi að ég fór í skóla háskóla veit reyndar ekki hvernig það endar en það kemur í ljós
Maðurinn minn gerði slíkt hið sama fór í skóla hjá miðsöð símenntunar á námskeið sem heitir aftur í nám og stóð sig með glæsibrag þessi elska
jæja en ætli þetta sé nú ekki að verða gott í bili. Vil óska öllum ættingjum og vinum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári
HJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hrönn Jóhannesdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Flottir tenglar Flottir tenglar
- Seiðkonur, grasaguddur og allt það lið Flott síða
Fólk
Litlu krílin
Börnin
-
Camilla Rós
Camilla Rós -
Birna og Emilia
Birna Marija og Emilia Hrönn -
Jón Páll
Jón Páll Jóhannsson -
Elín Alma
Elín Alma Jóhannsdóttir -
Margret Birta
Margret Birta Jóhannsdóttir -
Sólrún Brynja
Sólrún Brynja -
Kristín Rae
Kristín Rae Baran -
James Haukur
James Haukur Baran -
Ivan Freyr
Ivan Freyr Lucic
Vinir og kunningjar
Hinir og þessir blogga
-
Ragnar Þór
Ísland er best -
Inga
kærastinn minn, hann dín -
Helga vinkona
stormur hvín í kjúkum -
Helga og Einar
isf2.bloggar.is -
Nýja síðan hennar Döggu
LITLA FJÖLKYLDAN -
Ellý vinnufélagi
Velkomin -
Margith og Vigfús
Okkara síða -
Villa vinnufélagi
Heimurinn minn í máli og myndum -
Sammi frændi
Funny photos -
Karen
HUGSANIR MÍNAR OG PÆLINGAR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ! já ferðin til London var snilld takk fyrir mig þar. Takk fyrir stundirnar á árinu sem er að líð og allra hinna. Skemmtið ykkur vel um áramótin og eigið skemmtilegt ár í vændum.
Páll Jóhannesson, 31.12.2008 kl. 16:46
Takk fyrir allar samverustundir á árinu. Vonandi verða þær fleiri á nýju ári. Megi þú og þín fjölskylda eiga góð og gleðileg áramót. Kærleikskveðjur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.