Fróðleiks þorsti

Góðan daginn og velkomin á fæturSleeping

Jæja þá er mars gegnin í garð með allri sinni dýrð. Langar að byrja á því að segja að í síðasta mánuði átti ég afmæli og varð einu ári eldri og vitrari fyrir vikiðGrin Fullt af fólki gekk reyndar lika í gegn um það sama og ég. En í gær fékk yngsti sonur minn bílpróf og þá eru öll okkar börn búin með þann kvóta okkur foreldrunum til mikillar ánægjuGrin Enda eru þau öll bara yndisleg hver á sinn háttHeart Jæja en svona er bara lífið og tilvernan. Skellti mér á námskeið í gær og verð næstu tvo miðvikudaga á því. Það er haldið hérna á Vallarheiði eða gamla varnarsvæði hersins. Það svæði hefur verið óðum að taka á sig nýja mynd menningar og fræðslusetursGrin Námskeiðið heitir Virkjum hugmyndir til framkvæmda og var í stuttu máli ansi skemmtilegt og bíð spennt eftir næsta tímaGrin En hvort ég fari úti í það að finna mér atvinnurekstur eða nýjungar í þeim málum á svo eftir að koma í ljós. Alla vega vantaði ekki hugmyndir hjá fólkinu og hugur þeirra alveg á flugi enda eru að ég held flottir tímar akkúrat núna fyrir sprotafyrirtæki að komast á legg. Gaman verður að sjá hvort eitthvað af þeim hugmyndum sem koma fram og verða gerðar þarna skili sér svo til almennings það verður spennandi að sjáGrin Jæja annars er flott veður og vorið er að ég held alveg að koma bráðum og þá lifnar sko vonandi yfir manni enda er það sá tími sem ég bíð eftir með óþreigju og svo sumarið hlakka sko tilCool Enda á ég inni ansi gott sumarfrí og finnst það ekki leiðinlegt að geta notið þess þegar græni liturinn fer að láta ljós sitt skínaCool Og sú gula fer að ylja manni um kroppinCool En svo á föstudagskvöldið ætlum við hjónin að bregða okkur í bæjarferð og fara í Borgarleikhúsið að sjá Sannleikann með Pétri Jóhanni vona að það standist mínar væntingarTounge Bið svo bara að heilsa í bili. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Til hamingju með soninn. Já Hrönn mín það sést á börnunum hvað tíminn líður..... ekki sést það á foreldrunum sem eru alltaf jafn ungleg

Páll Jóhannesson, 5.3.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Greinilega hefur verið nóg að gera hjá þér eins og mér, hef varla haft tíma til að opna tölvuna. Fallegt veður hérna fyrir norðan og fólk flykkist í fjallið til að leika sér á skíðum. Til hamingju með drenginn. Kveðja héðan úr snjónum og sólinni.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.3.2009 kl. 10:16

3 identicon

mér finnst svo gaman þegar þú, móðir og Páll talið um afmæli og aldur því að þið virðist ekki eldast neitt og þið hafið ekkert elst síðan að ég man eftir mér, því hvert skipti sem einhver á afmæli þá virðist þið bara vera yngri ef eitthvað er. Þetta er frábært og hvernig farið þið að? haha

Ævar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er rétt Ævar minn! og með hverju árinu sem líður þá styttist í að þú öðlast þessa þekkingu og visku

Páll Jóhannesson, 14.3.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband