Hótel Jörð

 

Hótel Jörð

 

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.

Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.

Einir fara og aðrir koma í dag

því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.

 

Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá,

en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.

Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,

en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.

 

En það er margt um manninn á svona stað

og meðal gestanna er sífelldur þys og læti.

Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að

og krækja sér í nógu þægilegt sæti.

 

En þó eru margir sem láta sér lynda það

að lifa úti í horni óáreittir og spakir,

því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að

og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.

 

En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl

þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.

En við sem ferðumst eigum ei annars völ,

það er ekki um fleiri gististaði að ræða.

 

Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn

og viðbúnaður er gestirnir koma í bæinn.

Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn,

en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn.

 

Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss

að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,

er dauðinn, sá mikli rukkari, rétti oss

reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss.

 

Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst

né færi á að ráðstafa nokkru betur.

Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst

í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.

 

                                                         Tómas Guðmundsson

Hef mikið verið að velta þessu ljóði fyrir mér og en ekki komist að niðurstöðuAngry Af hverju sumir en ekki aðrir þurfa að kveðja þennan heim snögglega og jafnvel án undirbúnings það er stór spurning sem örugglega aldrei koma svör við. Í ofangreindu kvæði er talað um að sumir kvíði fyrir þessu og aðrir sem ferðalag þetta þrá. Já örgglega er það svo að sumir þrá en aðrir kvíða þá held ég að þeir sem standa fólkinu næst sem er að kveðja séu þeir sem kvíðaFrown Æj veit svo sem ekki hvernig ég get tjáð mig um sum mál án þess að upp komist um hverja maður talar og í þessu tilviki sem ég er að pæla núna þá er það svo að ég vil ekki að upp komist um hvern mínar pælingar eru FootinMouth En oft koma skrítnar hugsanir upp í hausinn á manni. Önnur pæling er sú að oft er talað um að fólk sé með ýmsa ósiði svo sem drekka áfengi, reykja og borða óhollan mat hjálpi fyrir að kallið komi of snemma. Hm en skrítnasta við þetta er að þó fólk geri ekkert af þessum ósóma þá sleppur það ekki. Man eftir einu maður sem drakk mikið hérna í denn tók sig til og hætti viti menn stuttu seinna dó hann og gárungarnir sögðu þá hann dó úr þurrkiErrm Hef velt þessu fyrir mér lifi ég eitthvað lengur ef ég verð eins og tannstöngull í laginu hætti að reykja og smakka áfengi er ég þá saveBlush Veit ekki held svei mér þá að það skipti ekki nokkru asskotans máli hvað ég geri. Jæja ætla að láta þessu hugrenningum mínum lokið í bili og fara að stunda vinnu sem ég annars nenni varla og skirfa niður óskir mínar um sumarfrí sem ég bíð spennt eftir og vona að ég geti notið. Kveð að sinni. HJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Er ekki gott ef það er gert í hófi, líka hófið sjálft? Um að gera setja niður sumarfríið sem fyrst, átt þú ekki að stjórna fjölskyldumóti í ár? hvar og hvenær verður það?

Páll Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég mæli nú með því að fólk hætti að reykja, smakki áfengi í hófi og borði hollan mat. En að verða eins og tannstöngull mæli ég ekki með. Sjálf hugsa ég um hvað ég innbirgði af mat, og fæ það í bakið ef ég er að sukka í sætindum og skyndibitum. Hafðu það gott og kveðjur héðan úr fannhvíta staðnum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:27

3 identicon

Hæ, mín skoðun er sú að allt sem fer vel í okkur er fínt, skítt með boð og bönn, reglur eru settar til að brjóta þær, ekki satt ?!

helga (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:16

4 identicon

Djúp !!!

If you obey all the rules

you miss al the fun.

Katharine Hepurn

Þetta eru mín heilræði og ég mæli með að fólk tileinki sér þau sem allra fyrst

Björg (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 36305

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband