Er vorið að koma

Pæling ætli vorið fari nú að láta sjá sig ég alla vega vona það svo ég vakni nú af mínu langa vetrardvala enda tími til kominCool  Lauk í gær við námskeið sem ég fór á og heitir Virkjum hugmyndir til framkvæmda og eitt orð yfir það frábærlega gamanGrin  Lokaverkefnið í mínum frábæra hóp var viðskipta hugmynd um að hefja ræktun á RabbarbaraGrin  Fengum reyndar öll frábæra dóma og viðurkenningarskjöl að launum. Er svo að fara á annað aðeins óskyldara en kannski þó ekki svæðisþekking á Reykjanesi ferðakynning hlakkar mig óskaplega mikið til að fara á þaðGrin  Annars er svo sem ekki mikið að gerast hérna á suðurnesjum lífið gengur sinn vanagang og maður er ótúrlega heppin að vera með vinnuGrin  Annars eru breytingar framundan hjá mér með vinnutíma það á að taka af mér næturvinnu. Við sem höfum lært eitthvað og erum ekki á sömu kjörum og þeir ófaglærðu fáum ekki að vinna næturvinnu það er ódýrara að borga þeim sem hafa minni laun næturvinnu. En svona er það bara og maður verður að bíta í það súra epliTounge  En svona í sannleika sagt er mikið til í þessu og fyrir mína hönd er ég svo sem fegin enda á ég frekar erfitt með að geta hvílst eftir næturvakir og vaki oft í nokkra sólarhringa áður en mér tekst að sofna en bráður verður þetta úr sögunni hjá mér alla vegaTounge  Bíð svo núna bara eftir að sumarið gangi í garð og þá fer maður í gott sumarfríCool  Fórum svo hjónin um síðustu helgi á árshátíð hjá SMFR sem er minn vinnustaður þetta var haldið í Perlunni og var fínt fyrir utan matinn sem var vægast sagt vondur og sýnishorn af mat komum við í sjoppu á heimleiðinni og fengum okkur samlokur sem smökkuðust eins og stórsteik miðað við það sem boðið var uppá fyrr um kvöldið hef sjaldan séð eins mikið eftir peningunum eins og þarnaDevil  Svona er Ísland í dag. Læt nú þetta gott heita í bili og kveð. HJ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úllala,,, þú bara bráðum heima allar nætur hjá honum Gústa þínum. Mikið verður hann glaður. Það er þá allavega eithvað jákvætt við sparnaðinn hjá hinu opinbera. Allir þurfa að taka á sig eithvað en gott að hugsa hvað kemur í staðinn. Góð hvíld á hverri nóttu hjá þér.

jamm ,, vorið örugglega á leiðinni þarna hinumegin við hornið. hérna hefur snjóað aftur og ekkert vorlegt að horfa út um gluggann á þetta hvíta kalda og blauta út um allt. En það er hreint og bjart að sjá allaveg.

Flott námskeið og skemmtilegt hjá þér að taka þátt í svona, spennandi og áhugavert efni sem er verið að höndla með greinilega. hmmmm Rabarbara ræktun. líst vel á það

Rabarbarakveðja til ykkar !

Björg (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Er svo ekki bara sungið til skiptis ,,Í sól og sumaryl...." eins og Bjarki forðum og svo þegar rabbabarinn mallar í pottunum rokkar þú með laginu ,,Rabbabara Rúna....."

Páll Jóhannesson, 26.3.2009 kl. 23:17

3 identicon

Hæ, veistu, flott að hætta á næturvöktum, fer illa með okkur,

heh, sammála með eitt, betra að borða á Múlakaffi, þar fær maður mat á diskinn, ekki svona snobbstað með sýnishornum, gott að sjoppan var opin maður, bros

helga (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ja -hvað er að heyra, þetta með matinn, veistu ekki að það er komin kreppa og allir verða að spara og veitingarstaðirnir líka. Svona er Ísland í dag. Kveðja héðan úr snjónum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrönn Jóhannesdóttir

Höfundur

Hrönn Jóhannesdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Bý á Suðurnesjum. Fædd og uppalin á Akureyri. Móðir eiginkona og amma. Er félagsliði og vinn á sambýli fatlaðra. Áhugamál margvísleg allt á milli himins og jarðar.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ivan og James
  • Birna Emilía og James á áramótunum
  • Hrafnhildur og Kristín um áramót
  • James á áramótum á Íslandi
  • Ivan á áramótunum

Fólk

Litlu krílin

Börnin

Vinir og kunningjar

Hinir og þessir blogga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 36255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband